Rafræn ljósmyndasýning

Milla bloggvina mín spurði mig hvort ég ætlaði ekki að miðla með ykkur myndunum, ég tek bara mjög vel í það. Ég geri það auðvitað með glöðu geði, gjörið svo vel!
Þið verðið líka sem ekki geta mætt, notið sýningarinnar, bara á aðeins stafrænni hátt en hin!

Herra og Frú Heppuskóli, Iðunn og Freyr ásamt Nemanda ársins, Bríet









 











































Nú er ég farin!
KnúsHeart





Allt að gerast hjá mér!

Núna bara verð ég að tala um sjálfa mig.

Í gær klukkan 15.00 opnaði ljósmyndasýningin mín, þangað barst hellingur af fólki, og hellingur á eftir að berast þangað. Það var mikill manngangur á meðan ég var þarna, en ég gerði þá vitleysu að fara um klukkan 16.00. Þegar ég var að fara þá taldi ég gestina sem voru 36, og tveir enn að skoða.
Bæjarstjórinn hann Hjalti var mættur ásamt tveimur úr ráðhúsinu, Björg hélt ræðu fyrir mig og ég roðnaði örugglega eitthvað. Uppáhalds kennarinn minn og konan sem bjargaði íslenskunni fyrir mé, Hreinn og Kristín, mættu þó svo að ég hafi ekki látið þau fá boðskort eða eitthvað svoleiðis. Sem ég reyndar hefði átt að gera, og svo sendi ég nú ekki Hjalta boðskort. Ég get bara verið meiriháttar gleymin stundum!
Ástæðan fyrir því að ég lét mig hverfa svona fljótt var sú að ég þurfti að græja mig mjög vel fyrir kvöldið. Ég var komin þarna eitthvað fyrir átta og beið eftir skrúðgöngunni, þegar lúðrasveitin var búin að spila nokkur lög, steig ég upp á svið eftir að það var búið að stilla upp.
Ég fór með þessa ræðu, sem ég skrifaði sjálf;

Hornfirðingar og aðrir góðir gestir, verið velkomin á sextándu Humarhátíðina.
Menningin á Hornafirði hefur skipt sköpum hér á síðustu árum og alltaf bætist í þennan fagra hóp hornfirskra áhugamanna.
Humarhátíðin hér í ár einkennist þá helst af hornfirskri menningu eins og hún leggur sig.
Við skörtum okkar fegursta fyrir gesti og gangandi, sem vilja eyða þessari helgi hér meðal okkar heimamanna og í faðmi fjölskyldunnar.

Flýtum okkur hægt.

Og með þessum orðum fyrir hönd Hornfirðinga, segi ég Humarhátíðina setta!

 
Þar hafið þið það. Ég setti Humarhátíðina, og var bara nokkuð stressuð. Og fyrir þá sem sáu mig með hvíta brúsann, þá var þetta vatn, þið getið ekki ímyndað ykkur að mamma skuli rétta mér brúsa sem er með áfengi í. Og í þokkabót drekk ég ekki áfengi.
Ég gerðist barnapía í smá tíma, ég var hlaupandi með Arney og Áróru útum allt svæðið, þær eru nú hinar bestu vinkonur mínar.
Rafn kom svo, sá sem fékk rautt spjald á móti ÍBV, en þeir unnu þó leikinn. Gekk með honum um svæðið og ég talaði við margt fólkið, allavega heilsaði því. Hitti svo konu sem les bloggin mín, og var hér á blogginu en lokaði svo síðunni sinni.
Ástæðan fyrir því að ég er núna vakandi er nú bara nokkuð góð, en ég lá sofandi uppi í rúmi, og mamma fór allt í einu að pikka í mig og reyna að vekja mig, sagði að það væri fréttamaður frá Morgunblaðinu sem vildi fá að tala við mig. Eins og hún lýgur nú stundum einhverju að mér þegar hún er að vekja mig, þá trúði ég þessu nú ekki svo léttilega. Og hélt áfram að sofa í hálftíma, en pabbi var að tala í símann við manninn og mamma var nú orðin frekar æst.
Ég vaknaði þá bara og talaði við hann, sagði honum frá sýningunni og svona, og ég get sagt ykkur það að fréttin á að koma út á morgun hjá MOGGANUM. Takk fyrir pent.
Hlakka til að sjá útkomuna, hann hefur allavega mynd af mér, sem ég veit ekki hvaða mynd er, en þá bara vonandi myndina í höfundaboxinu.
Eins og Jóhanna bloggvina orðar það ; Ég er að klífa upp frægðarstigann!
Langur dagur bíður mín!

KnúsHeart


Mér var ofboðið!

Ég veit vel að ég er nú ekki alveg eins hugsandi og allir aðrir jafnaldrar mínir, og hegða mér kannski aðeins öðruvísi. En í dag vorum ég og mamma búnar að keyra framhjá hóp í bæjarvinnunni sem var að raka gras. Allt í lagi með það, en ég sá svo aðila sem ég hafði nú ekki séð áður. Stuttu seinna stoppuðum við aðeins og þarna stóð heldri maður og var einn að raka grasið og gera þetta aðeins betra, og raka grasið í stærri hrúgur.
Ég held að krakkarnir hafi verið í kaffi, en þarna ofbauð mér hrikalega og æsti mig strax yfir þessu þegar mamma kom inn í bíl aftur. Ég veit ekki hvað maðurinn er gamall, en hann var örugglega yfir sjötugt.Angry

Persónulega finnst mér þetta ekki eiga að vera svona, og maðurinn á nú frekar að skipa þeim fyrir heldur en að gera þetta sjálfur. Þó svo að hann geri þetta örugglega betur fyrst hann vildi hafa þetta svona fínt.

Aftur á móti út í aðra sálma! Sýningin mín setti sig nú ekki sjálf upp, svo við mamma gerðum það. Hún er tilbúin, svo að á morgun er það bara að setja gestabókina upp, kaupa eitthvað fyrir opnunina og laaaagggó!Grin
Humarhátíðin er öll að stíga upp, byrjaði í gær, en bryggjustemningin og hverfahátíðarnar byrja á morgun. Sem betur fer var ég að hjálpa mömmu og Rigmor að plasta stóran leiðavísi, sem segði til um hvar hvað væri. Því að ég var merkt í Pakkhúsinu takk fyrir pent, ekki í Gömlu búð! Það var samt ekkert annað hægt að gera en að líma og krota yfir punktinn og gera bláan í staðinn.

Að lokum fékk ég í gær fyrsta tölvupóstinn sem berst til mín vegna bloggsíðu minnar, en mér finnst hrikalegt að geta ekki svarað því. Ég hef reynt oft og mörgu sinnum og fæ alltaf póst til baka að pósturinn hafi ekki senst. En það var gömul vinkona mömmu og pabba, sem bjó hliðina á mömmu og pabba áður en ég fæddist!
Ég biðst forláts á þessum óþekktargangi í tölvupóstnum hjá mér, ég ætla að reyna aftur!

Knús til ykkarHeart

Ég er kennari!

Margt er búið að ganga á, ekkert slæmt þó. Ég þreif nokkra fína myndaramma uppi í Gömlu Búð ( Byggðasafninu ) í morgun. Þar var Stefanía að vinna og allt í einu kom bara maurahjörð af Spánverjum, frekar fyndið, enginn talandi ensku nema fararstjórinn!

Eftir hádegi fór ég að horfa á bíómynd með krökkunum sem áttu að fara á Melatanga í fjársjóðsleit, en sú verð var felld niður vegna veðurs. Ekki vildum við nú að krakkarnir fykju út í sjó.
En eitt þykir mér afar vænt um í þessum ferðum, það er ekki vanmetið mig, heldur gert mig enn stærri en ég er í raun og veru. Ég er nefnilega kennari, hvorki meira né minna! 15 ára og kennari er nú alls ekki slæmt, ég held að ef ég skrái mig í símaskrána að ég setji starfsheiti mitt sem fjölhæfan kennara.

Þar sem að ég er nú orðin að algjörum flækingi í vinnunni, alltaf verið að færa mig á milli, var ég á rölti inni í bókasafni og rak augun fljótt í orðið ; Ljósmyndun. Þar fann ég margar, margar bækur um ljósmyndun og var alveg í 7. himni þegar ég skoðaði þetta alltsaman og tók meira að segja tvær bækur að láni og framlengdi Veröld Soffíu.
Gekk aðeins aftur inn á skrifstofu og var þar í dágóðan tíma og kíkti aftur fram og skoðaði bækurnar betur, þegar ég fór að leita neðar voru sko hin þrjú áhugamál mín. Þarna voru sögur og bækur um tónlist og hljómsveitir, þar fyrir neðan var næstum allt um kvikmyndagerð og síðan en alllllls ekki síst voru bækur um íslenska leiklist!! Hvorki meira né minna! Nú get ég sko hafið lesturinn þegar fer að lægja.

Ég sótti myndirnar mínar til Sigga Mar, sem var svo góður og prentaði þær út fyrir mig, okkur var boðið í kaffi líka og það var spjallað og spjallað!

En á meðan ég var að skrifa þessa færslu afrekaði ég það að þrífa kjúklingavængi, nokkur stykki, finna til krydd og krydda þá almennilega eins og kokkur væri að verki. ( Ekki bara síson allLoL )
Mamma er alveg hætt að elda og pabbi líka, ég og Sædís erum bara látnar í verkin ef það er ekki verið að elda fisk, ótrúlegt alveg hreint. Með þessu áframhaldi verð ég bara kokkur, kennari og Guð má vita hvað!

Knús til ykkarHeart

Ps. TIL HAMINGJU MEÐ 46 ÁRIN PABBI MINNGrinHeart

Pps. Ég er búin að senda út boðskortin og fyrst þetta er svona fyrir almenning líka þá bara gjöri yður svo vel;


boðskortblogg

Það sem brennur á allra vörum í bloggheimum...

Bara af því að í bloggheimum ríkir viss kynþáttahötun. Eða þvíumlíkt, þá langar mig aðeins að æsa bloggara Moggabloggsins upp, alltaf er það jafn gaman!

Það kvarta ( alltaf K í kvarta hjá mér) margir yfir því að þessi og hinn er nafnlaus, hjá sumum þarf að vera bloggvinur til að geta sett inn komment, hjá öðrum þurfa eigendur að samþykkja og hjá sumum er bara alls ekki hægt að kommenta.

Margir tala um að þeir nafnlausu séu kjaftforari en aðrir. Þá vil ég taka sem dæmi, Tigercopper sem margir þekkja á nafn, hann er nafnlaus á blogginu og gengur undir þessu nafni. Hann þó birtir mynd af sér, þó eldri mynd að ég held. En sá maður er nú ekkert kjaftfor að eðlisfari hér á blogginu. Ég hef séð hann kommenta hjá bloggvinum mínum, og það eru nú meiri hólin og fallegheitin sem koma fram í skrifum hans. Hann talar voða hlýtt til þeirra og er eflaust ekki slæmur.

Þar er komið gott dæmi um að það er allt í lagi að vera nafnlaus, en þá er komið að kommentunum.

Ég t.d. vonast til að fá sem flestar skoðanir, enda þykir mér gaman að vita álit annarra, og eins og ég er nú heppin hef ég ekki kynnst ljótum orðum í minn garð. Núna er ég á forsíðunni og því vil ég ekki hafa neitt bannmerki fyrir einn né neinn.
Ég held að það sé yfirleitt þannig að fólk þorir ekki að láta skoðanir sínar á framfæri hjá mér, því að ég er svo ung. Ég hef oft kynnst því hér í bloggheimum að ég sé of ung fyrir hitt og þetta, meira að segja fyrir að vera bloggvinur annarra. En það er þá þeirra að dæma og að missa afGrin ..

Ég ætlaði að skrifa inn komment hjá einni á forsíðunni en þá var nú bara enginn valmöguleiki til þess, svo að það varð nú ekki lengra en það. En svona er fólk misjafnt og það er margt, sumir einfaldlega þola ekki gagnrýni, og það er bara þeirra.

En hvað finnst ykkur eiginlega um þetta alltsaman?
Hafið þið ástæðu til að banna öðrum hitt og þetta, t.d. að segja ljóta hluti í garð annarra, en gerið það svo sjálf án þess að vita af því fyrr en allt of seint?
Hvílík ósvífni og virðingarleysi er þetta í ykkur bloggarapakk!Tounge

Hér á minni síðu ber ég ábyrgð á því sem hér fer fram, ef eitthvað er ósvífið um einhvern annan en mig eða eitthvað sem snýr algjörlega út úr öllum, þá gæti komið fyrir að ég fjarlægði það. En það hefur ekki enn gerst, og ég oftast ber virðingu fyrir annarra manna skoðunum. Jafnvel þó þeir séu ekki heilir á geðiLoL .... nei nú er ég farin að grínast um og of!

Allir mega skrifa sitt álit á mér og málefninu sem ég tala um, ábendingar væru fínar og þó ég sé enn ung þá er ég nú ekki alveg hrikalega brothætt....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband