Núna gefst ykkur tækifæri!

Ég veit ekki af hverju, en ég er alveg galtóm í dag. Mig langar til að skrifa mikið, rosa mikið, en ég veit ekki um hvað. Ég sendi boltann yfir á ykkur, og reyni einu sinni enn. Þið megið spurja mig að næstum hverju sem er, ef ykkur langar að vita eitthvað um mig eða hvað mér finnst, endilegaGrin !
Ekki vera feimin!

Ég fer í bæinn á morgun, öllum til mikillar gleði hér heima, 3. flokkur kvenna er að fara að keppa við HK á morgun og á Ólafsvík á laugardaginn, áhugasamir endilega mætið og sjáið stelpuna í markinuWink ..

KnúskveðjurHeart

Netið er ekki bóla!

Síðanað þessar Síma auglýsingar birtust á skjánum hefur sama spurningin poppað upp í höfðinu á mér;

Er netið bara bóla?

Þar sem ég fékk extra mikinn tíma í dag til þess að hugsa um hitt og þetta, var ég að byrja að spyrja mig að þessari spurningu aftur.
Ef netið væri ekki til, þá væru fjölmiðlar mikið lengur að koma efni frá sér, fá efni og margt ekki komist í ljós og svo framvegis og svo framvegis. Þið vitið alveg hvert ég er að fara, netið er ekki bóla, netið er eitthvað sem hefur hjálpað mörgum, en þó ekki öllum.
Samskipti á milli ólíkra menningarheima, ég hef kynnst því meðal annars. Það er ekki verið að finna upp hjólið í dag, við mennirnir erum komin svo langt í gáfum að við erum farin að geta barist léttilega við eitt og annað, sjúkdóma og þessháttar sem átti til að farga heilu mannbyggðunum.
Í vinnunni var mér sagt af skjalasafnsverðinum honum Sigga, sem tók þátt í bæjarspurningakeppnunum á Ríkissjónvarpinu að heimsendir væri 2012. Hann hafði lesið það einhversstaðar, það var víst reiknað út af mörgum gáfumönnum.
Ef svo mun þá reynast rétt þá vil ég að þessi ár líði hægar, já takk, eða bara við hættum að nota þessi efni sem við eyðileggjum jörðina okkar með. Allavega fækka þeim.
Í gær fór ég í fornleifaferð með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar, þarna var verið að grafa upp alveg örugglega 1000 ára gamalt torfhús. Þarna voar líka gjóska, efnið sem spýtist um allt frá eldgosum. Önnur hvít og hin svört, önnur kom úr Öræfajökli og hin úr Veiðivatni eða ég man ekki. Annað gosið var um 1300 og hitt 1500, frekar gamalt má segja.
Þarna var fornleifafræðingur sem ég efa ekki að sé örugglega heimsspekingur líka, hann heitir Bjarni og veit rosalega mikið og kannast við alla, sem er nú bara gott!

En til þess að finna út marga hluti, þarf netið og aðrar "bólur", til að kanna hvaðan við komum og hvað við vorum í upphafi. Frá Noregi, Danmörku, eða hvaðan nær. Kannski frá Írlandi!

Eftir mikla speki hef ég komist að því að netið er ekki bóla, heldur föst varta, sem kom af tölvum í upphafi.

Netið er varta!

Gott að bora í nefið...

Í dag er ég beið eftir samstarfskonu að sækja strákinn sinn, vin minn Sigurstein. Vorum við inni á bókasafninu í barnadeildinni að skoða bækur. Ég fékk gott tækifæri til þess að skoða gömlu bækurnar, bækurnar sem ég las og skoðaði fyrir 7 - 11 árum.
Ég var ( og er að vissu leyti ) nokkuð mikil bor'í nef stelpa. Enda hugsa ég rosalega mikið, þess vegna kemur svona mikið hor sko!
Reyndar sást oft til mín troðandi puttunum lengst upp í heila, gerði þetta oft yfir morgunsjónvarpinu um helgar ef ég var ekki búin að þjóta út í búð og kaupa mér nammi. Hefði örugglega getað orðið heimsmeistari í "sjúgameðtungunnihoriðúrnebbanum" keppninni, ef hún hefði nú verið til.
En mér finnst þessi bók alveg hrikalega asnaleg, það er ekki ógeðslegt að bora í nefið, ekki hættulegt ( nema að fólk þurfi endilega að gerast svo vitlaust að festa puttana í því, gerist fyrir þá sem eru með litlar nasir ). Ekki er það nú smitandi og maður verður ekki veikur - ekki einu sinni af horáti. Allavega varð ég það aldrei...
Í bókinni gat froskurinn fest puttann í nefinu, enda var hann nú með putta eins og ljósastaurar eru, mýslan mátti ekki bora í nefið því að mýslur væru í mestu hættu við að fá sýkingu í nefið og síðast en ekki síst mátti fíllinn ekki bora í nefið því þá myndi nefið DETTA af honum.
En víst eftir alltsaman héldu þau áfram að bora í nefið, þó svo að amma og afi segðu þeim að það væri hættulegt!


Það er kannski dónalegt að bora í nefið, en er líka ekki ógeðslega ósmekklegt að sjá fólk með hendurnar inná sér úti að ganga. Jú, ég hélt það einmitt líka, það er svo MIKIÐ ósmekklegra!

Þegar upp er staðið ætti það ekki að vera dónalegt að bora í nefið. Ekki væri ég til í að labba niður Laugarveginn á sólríkum degi og maðurinn sem labbar fyrir framan minn dettur niður kafnandi. Í næsta mogga kemur svo fram á forsíðu í litlum dálk til hægri;


Í gær, miðvikudag, féll maður niður á gangi. Hann dó rétt eftir það, krufning var gerð á manninum, en ekkert sást athugaverðara. En nefið var fullt af hori, svo það er hans dauðadagur. Meira um málið á bls. 9.
Hver væri til í að deyja svona dauðadegi, ekki ég allavega!

Ég gúglaði nafnið á bókinni og fékk þessi fínu ummæli frá einhverjum nemanda einhverstaðan;

bókin er um fíl,mús og frosk sem finst gott að bora í nefið en foreldrar þeirra banna þeim það þá fara þau til ömmu sinnar og afa og þá sjá þau að þau bora líka ínefið og þá byrja þau aftur að bora í nefið.


Ekki segja mér svo að það sé verra að bora í nefið heldur en svo margt annað!.....


Knús á ykkurHeart

Fyrirmyndarunglingar og sala á myndunum hefst í næstu viku!

Síðustu daga hefur komið bæði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi um ljósmyndasýningu Birtu Ránar. Sú stúlka er einu ári eldri en ég, líka með ljósmyndasýningu, en á aðeins betri stað. Mun nær Reykjavík.
Ég var búin að lesa um það hjá henni að hún væri með sýningu, en fyrir frekar löngu, svo að ég var ekkert farin að velta mér upp úr henni fyr en amma sagði mér að hún hefði lesið um hana líka.

Það er frekar sniðugt að stelpur á svipuðum aldri, hún 16 og ég 15 ára séum báðar með sýningu á svipuðum tíma, þó svo að myndirnar okkar séu mjög ólíkar, sem gerir leikinn enn skemmtilegri.
Ég hef fylgst í svolítinn tíma með henni, og hún er bara mjög fær í því sem hún er að gera, rosalega góðar myndirnar hennar og mjög skírar.

Ég verð örugglega ekki útvörpuð eða sjónvörpuð, enda bý ég úti á landi og það er ekki allt eins merkilegt og í bænum. Nema það að ég kom í Morgunblaðinu, grein um mig, og það nægir mér. Nema náttúrulega að það vilji einhver taka viðtal við mig, en þið munið eflaust eftir því er ég bað Evu Maríu um að bjóða mér til sín í þáttinn. Þar missti hún sko naumlega af feitum og góðum bita, henni og mörgum öðrum til mikillar gremjuWink Tounge ...

En þau sem eru áhugasöm um að koma hingað til Hornafjarðar, þá verður sýningin mín opin út júlí, á hverjum degi frá 9 - 18. Það sem meira er, er það að ég ætla að setja myndirnar á sölu í næstu viku. Þegar ég verð búin að kynna mér þetta alltsaman og ákveða verð og búa til verðskrá. Mikið hlakka ég tilGrin!


Knús á ykkurHeart

,, Hrífst af náttúru fjarðarins " bls. 4 í Mogganum...

Í gærmorgun var ég vakin með þvílíkum háfaða í engri annarri en minni kæru móður. Ég fékk að heyra það í henni hvað hún var hrikalega æst ,, það er maður í símanum frá mogganum sem vill tala við þig!! "   , minnir mig að hún hafi sagt. Hún hristi mig svolítið enda ég ótrúlega þreytt eftir langan dag. Ég hélt fyrst að þetta væri svona einstakt " úlfur, úlfur " bragð eins og hún notar af og til á mig. En þegar pabbi var farinn að tala um að láta blaðamanninn bara fá símanúmerið mitt þá stökk ég upp og sagðist vera vakandi!
Mikið var þetta langt samtal og ég kom varla orðum útúr mér enda hálfssofandi að tala, ótrúlegt að ég náði að klára samtalið!

En mér finnst greinin frábær og myndin flott, Sigurður Mar tók þessa mynd af mér og hann liggur sterklega undir grun að hafa látið Moggann vita af þessum viðburði.
Þetta var mjög góð helgi, ekki mikið um fólk á tjaldstæðinu, en frekar mikið af fólki í heimahúsum. Enda er þetta hálfgerlega að stökkbreytast aftur yfir í fjölskylduhátíð, sem er bara gott.
Núna er ég farin að halda að ég verði að hengja allt sem kemur í blöðum eftir mig eða um mig á einhvern hátt upp á vegginn hjá mér. Á maður ekki að gera svoleiðis, hengja upp markmið sitt og stefna enn hærra?
Mikið hlakka ég til framtíðarinnar ef mér heldur áfram að ganga vel, en ég veit vel af því að hindranirnar geta verið margar og ég er búin að ganga í gegnum nokkrar nú þegar.


Til að bæta við þetta alltsaman vil ég, þar sem ég les Moggann sjaldan, vitna í stjörnuspána þaðan;


ástæða þess að þér finnst ákveðnar kringumstæður fyndnar þegar engum öðrum finnst það er sú að þú sérð sannleika sem aðrir sjá ekki

Mikill sannleikur er í þessu. Ég skrifaði komment á móti Nönnu Kristínu, þar sem hún taldi mig hafa fordóma gegn jafnöldrum mínum. Og ég vil halda áfram með það, þarna sjáið þið ágætlega inn í þetta. Við sjáum hlutina svo mismunandi, ég tek allt verulega inn á mig, og líka það sem ég sá um daginn. Hugsunarháttur er svo mismunandi að það er ekki fyndið, hann er sannleikurinn...

Ég var frekar pirruð reyndar þegar ég var að svara Nönnu Kristínu, og vil afsaka það, en mér er sama hvað fólk heldur um mig, ef ég hef fórdóma í garð jafnaldra minna í hennar augum má það alveg vera svoleiðis áfram. Þetta er ein hindrun fyrir sig, að fá svona beint upp á móti sér.
Ég og aðrir sem þekkja mig af einhverju viti, vita hvað mér finnst um jafnaldra mína, ég viðurkenni það að ég þoli ekki suma persónuleika á þessu aldursstigi. Og ég held að margir geri sér grein fyrir því hvað það er....

En ég vil ekki tala um þetta lengur, búið og gert, og ekkert við því að gera ef að krakkarnir verði reiðir út í mig. Þau mega það alveg mín vegna, I don't give a ......Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband