K L U K K

Ég verð ekki mikið á blogginu held ég næstu daga, enda allt of mikið að gera hjá mér, en ég get nú ekki annað en svarað klukkinu frá Siggu Svavars. bloggvinu minni. Það væri synd að sleppa því, hef beðið lengi eftir þessu tækifæriHeart !

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina

Barnastafi
Bæjarvinna
Passa í viku
Menningarmiðstöð

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á
I am Sam
The Beauty shop
Síðasti bærinn í dalnum
13 going on 30

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Hornafjörður
Flutti svo innanbæjar
Hef ekki búið neinstaðar annarsstaðar en annað heimilið mitt er hjá ömmu og afa í Kópavogi.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

Cold case
Medium
Bones
IDOL STJÖRNULEIT

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

Spánn
Portúgal
Noregur - Osló
England - Manchester

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

visir.is
gmail.com
flickr.com
facebook.com

Fernt sem ég held upp á matarkyns

Pítsa
Hamborgarhryggur
Svínakjöt
Lambakjöt

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Ég hef ekki lesið eina bók oftar en einu sinni, nema barnabækur þá.
Mér finnst eftirfarandi bækur mjög góðar;

ef þú bara vissir..
POSTULÍN
Kossar og Ólífur
Held líka mikið upp á Þorgrím Þráinsson..

Fjórir bloggara sem ég klukka

Hallgerði Langbrók
Jógu Magg
Helguna
Millu

Eigið yndislega vikuHeart

E.s. Ég ætla að gefa mér tíma í að halda áfram með járnhænusöguna mína, teikna myndir og svona með, í tölvutæku formi!

Af hverju kreppa?

Á meðan stjórnendur þjóðarinnar ( við lifum í lýðræði munið þið...) skjótast hingað og þangað um jörðina ýmist á allskonar þotum og flugvélum á peningum skattborgara, ríkir kreppa hér, til hvers og hvers vegna, af hverju er kreppa?

Ég spurði þessara spurninga við kvöldmatarborðið þar sem ég sat og borðaði of-vel grillaða svínasnitselið, og fékk það svar frá mömmu að ég ætti að spyrja hina og þessa. Allt einhverja stjórnmálamenn og banka. Getur lýður landsins ekki útskýrt ástandið fyrir mér hér á landi, eða verð ég að gerast svo háttvís og senda stjórnmálamönnum, jafnvel forsetanum okkar e-mail, eða handskrifað bréf, svo það berist pottþétt á Bessastaði?

Annars hef ég verið að skrifa oft og margsinnis sömu stafi og sömu tölur í dag, er að læra heimavinnu fyrir grunnteikningu og þurfti að skrifa langan texta, skrifaði stutta sögu sem ég set hérna inn, hún er alfarið á minni ábyrgð og mínu hugmyndaflugi. - Ég hef líka svoleiðis, og ég get svo vel ímyndað mér þetta!

Einu sinni, fyrir langa, langa löngu, á steinöld voru svokallaðar járnhænur uppi.
Ósköp sjálfbjarga en sjaldgæfar og sjaldséðar járnhænur. - Kannski ekki skrítið, enda aðeins 3 eintök. Allar bjuggu þær á Bermudaeyju, í einni kös í helli langt frá sjónum. Járnhænurnar voru rosalega mismunandi að lit, í skapi og hegðun.
Sú fyrsta var appelsínugræn og var rosalega flughrædd. Járnhæna nr. 2 var fjólugrá og mjög svo vatnshrædd.
Þriðja og síðasta járnhænan var skitublá og át ekki kjöt. Þær áttu eitt sameiginlegt, það var að þær voru allar með brynju sem náði niður að hnjám. Og Það kaldhæðnasta við nafnið járnhæna og brynjur þeirra var það að brynjurnar voru úr stáli og ekkert fannst járnið í hænunum.
Þegar grey hænurnar uppgötvuðu það, stökk sú skitubláa út í sjó og hinar tvær á eftir. Sú fjólugráa dó við magaskellinn og hinar drógu hana upp og suðu hana í raspi. Skitubláa sprakk í loft upp af fyrsta bitanum og sú appelsínugræna varð svo hneyksluð og einmanna að hún flaug upp í geim og klessti á Plútó og dó.

Og þess vegna dóu þær út!

 

( Lét mömmu lesa söguna, og það kom mér á óvart að hún hló, sagan er ekki vitund fyndin heldur háalvarleg...)

- Hversvegna er ekki sérnámskeið fyrir örvhenta til að skrifa betur????

Þegar stórt er spurt, hefur margur ekki þor í að svara...

Gangið hægt í .... kreppunnar? dyr!

Skúffukaka!

Er það ekki annars sunnudagar til sælu?

Ég er að bíða eftir skúffukökunni inní ofni, og brátt fer ég að hræra í krem.
Langbesta skúffukaka sem ég veit um, enda svona "fjölskylduuppskrift" ef svo má nefna hana.

Þarf að læra fyrir framhaldsskólafögin líka í dag, held að megnið af deginum fari í það, að læra skrifa eins og fullorðin manneskja. Mér tekst það aldrei, líður eins og 1. bekking sem getur ekki hermt eftir skrift foreldra sinna. Það var nefnilega alltaf punktaskrift sem mamma gerði og ég dró línurnar í gegn, því ég gat þetta aldrei ómögulega!


Endilega lítið inn í köku og mjólk, annars vona að þið eigið góðan sunnudagHeart


Þorgerður Katrín og Bejing-málið!

Þar sem ég er að mestu leiti mjög stjórnmála-pólitíkusarfötluð manneskja ( já, ég veit að ég tel mig vita eitt og annað...) þá rakst ég á frétt á Vísi.is. Ég veit ekki, og er ekki búin að kanna hvort sama frétt, eða svipuð frétt sé hér á mbl.is enda nægir þessi heimild mér. Allavega hingað til.

Þorgerður Katrín - eitt af nöfnunum sem ég man og þekki hana á andlitinu. Sú fræga kempa, er núna þekkt fyrir að fara tvisvar til Peking á Ólympíuleikana, þá sömu. Á andvirði 600 þúsund án hótelgistingar og Guð má vita hvað og hvað - svo fylgdi maðurinn með, muniði. Á kostnað þjóðarinnar, eða allra yfir 18 ára aldri sem eru vinnandi menn og konur og borga í skatt. Er ég ekki enn að tala um það sama og allir aðrir? Þið verðið að láta mig vita ef ég færi mig yfir á vitlausa teina, þar sem það gæti valdið járnbrautarslysi!

Íþróttamálaráðherra, skírir sig alveg sjálft. Það er Þorgerður Katrín, sem sýnir dygga aðdáun, sem er hreint út sagt aðdáunarverð ( að mínu mati allavega ), á íslenska handknattleiksliðinu okkar. Strákunum "okkar".

Ingibjörg Sólrún, Utanríkisráðherra, eða hvað sem það heitir nú, ferðast hún ekki út um allan heiminn á okkar kostnaði líka. Til að segja hæ og ræða um einhverja af og til mjög svo ómerka hluti?
Stoppið mig ef þetta er eitthvað rangt hjá mér. Í fyrstu var gert mál úr þessu, svo hvarf þetta bara með vindinum í fullan haug af svona sandkornum - sem skipta engu máli.

Ég píndi mig naumast til þess að horfa á móttöku íslenska landsliðsins okkar í handknattleik, heimkoman sem átti alfarið að vera stutt og snúast einungis í kringum strákana "okkar". Ótrúlegasta lið var kallað upp á svið, svo LOKSINS komu strákarnir upp á svið, aðalatriðin takk fyrir pent. Gleðin skein úr andliti þeirra, og sem meira var, var andlitið á Þorgerði Katrínu eins og á lítilli stelpu sem hefði aldrei áður farið í svona risastóra bleika dótabúð. Ég var ekki alveg viss hvor var ánægðari, hún eða strákarnir. Reif þá nánast til sín og smellti rembingskossi á kinn þeirra, já, ekki hliðarkoss. Hún var sko engan veginn að spara varalitinn eða glossið!
Ég held að það hafi bjargað mér að horfa á hana þegar strákarnir hoppuðu upp á svið, því allt sem fór fram þar áður var langdregið og ég segi ekki meir.

Meginmálið er það, að í augum mér er Þorgerður Katrín manneskja, manneskja sem var skipað í það verk að standa með íþróttamönnum, og hún gerir það svo sannarlega!

Mín skoðun þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar...

Eigið góða helgi, pólitíkusar sem og anti-pólitíkusar!


Annasamasti dagurinn minn lengi brátt á enda!

Ég afrekaði margt í dag!

Skóladagurinn minn virtist meira fyrir hreyfingu en lærdóm - ég er að segja ykkur það!
Þið sem þekkið Hornafjörðin sjáið að þetta verður að fimmtudagsrölti Róslínar. Ég fékk reyndar far hjá mömmu í skólann, gekk þaðan yfir í Hafnarskóla og úr Hafnarskóla aftur í Heppuskóla. Gekk út á Kaffihorn, þaðan út í Nettó, í Nettó í sundlaugina og synti 26 ferðar fram og til baka að mig minnir. Gekk úr sundi í skólann, og úr skólanum í Tónskólann og þaðan út í FAS.

  1. Afrek dagsins voru þessvegna mörg, byrjaði í tíma sem heitir Hugmyndasmíði. Þar lærum við að koma með fáránlegustu hugmyndir á blað og ég veit þó ekki hvort þær verði framkvæmdar eður eigi. Þar fékk ég bæði hugmynd að ljósmynd - sem ég teiknaði upp á blað og skírði vel út og stuttmynd sem mig langar rosalega að framkvæma! Reyndar eru þetta tvær rosa góðar hugmyndir, finnst mér allavega. En þarna munum við læra um hugmyndasmíði allavega!
  2. Ég borðaði blómkálssúpu og brauð með!
  3. Ég fór í sund, eitthvað sem ég hef ekki gert í meira en ár, fór aldrei, ekki EINU sinni í 9. bekk, og þar af leiðandi ekki búin að klára það prófið....
  4. Fór í tónskólann, og var ekki að meika það, enda byrjandi!
  5. Ég fór í fyrsta tímann minn í framhaldsskóla, grunnteikningu sem við fengum að velja úr. Mikið erfiðara en ég hélt - ég þarf að fara í eitthvað sem við lærðum í 1. bekk. Að herma eftir stöfunum, freeekar erfitt!Blush
Gekk svo heim, klukkan að ganga hálf fimm. Úr einni blokkinni hljómaði mér kunnugt lag ,, Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn, ríðum sem fjandinn. Sláum í gandinn, þett'er stórkostleg reið. Glóð er enn í öskunni oog flatbrauðsneið í töskunni, lögg'er enn í flöskunni, við komum öskufullir heim! " og einhverjar smástelpur syngjandi með. Frekar fyndið!

Þegar heim var komið bauðst mér ekkert annað en að drífa mig á æfingu, og þegar heim var komið var haldið til lærdóms! Grunnteikning, ekki það léttasta í heimi!

Núna ætla ég að græja mig fyrir morgundaginn og fara að sofa einu sinni á Kristilegum tíma!Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband