Minningar...

Ég á mér uppáhalds nöfnu, enda ekki skrítið, þar sem eina nafnan mín sem ég þekki er hún Rósa amma. Róslín, Palma Róslín heitir hún, og ég átti að vera skírð í höfuðið á henni. En þar sem ég var að setja tvær myndir af okkur síðan ég var oggupoggulítil, vildi ég endilega taka það sem ég hef skrifað um hana elskulegu ömmu mína og deila aftur með ykkur og leyfi að fylgja tvær uppáhalds myndirnar mínar;

 

Nöfnurnar

Þið hafið oft heyrt það að nöfn passi oft við manneskjur, og þeir sem heita sömu nöfnum eru eitthvað líkir á skrítinn hátt. Ég þekki þó bara eina nöfnu mína, hana ömmu Rósu. Amma Rósa er að mínu mati einlæg manneskja og góðlát. Ég hef aldrei kynnst henni pirraðri né neitt í áttina að því. Hún gefur öllum séns, og er góð við alla á meðan þeir eru góðir við hana. Hún er þó mjög ákveðin líka og stendur sko harðlega á sínu. Vinkonur mínar sem hafa hitt hana og verið pínulítið í kringum hana sjá strax hvað hún er góð og segja mér hvað þeim finnist hún vera góð, sem er æðislegt.
Ég veit ekki um betri kokk, né bakara en hana ömmu mína Rósu, ef þið borðið ekki eitthvað og hún matreiðir það sama síðan, þá gætuð þið ekki gert neitt annað en að borða það, þar sem að það verður gott hjá henni. Meira að segja ég get borðað fisk hjá henni, sem ég borða voða sjaldan, ótrúlegt alveg hreint!

Nöfnurnar by you.


Hún er líka einnig mjög gjaflynd, alltaf þegar við komum hingað til þeirra bíður hún langoftast upp á nammi, þó maður hafi nú ekki gott af því. Hún bakaði t.d. köku sem mér finnst svo rosalega góð, sem ég smakkaði þegar ég var hér síðast hjá þeim. Án efa ein besta kaka sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni smakkað. Heit súkkulaðikaka með ís og jarðaberjum, gerist ekki betraHeart ..


Og því að ég tala um ömmu mína, fann ég hérna úr því sem ég skrifaði um langömmu mína, þegar ég var að skrifa um fólk sem ég hef kynnst um ævina. Ég ætla að fara yfir þennan texta og bæta við. Ég náði mér til að lesa minningargrein um langömmu mína heitna, Sveinborg Jónsdóttur, og gerði eitthvað sem ég hef ekki gert svo lengi. Ég sat og sit eiginlega enn og græt.

Sveinborg langamma mín heitin, Sveina amma var rauðhærð, sítt hárið hennar og þetta fallega rauða hár. Ég fékk ekki að sjá það, því ég man bara eftir henni með hvítgráa hárið hennar. Afi færði mér mynd af henni frá unga aldri, ung dama sem situr með alheiminn í augum sér, og þetta síða, síða hrokkna hár. Rauða hár. Í myndarammanum er lokkur úr hári langömmu, og er ég set hár okkar saman, er liturinn nauða líkur. Þess vegna fórna ég ekki háralitnum mínum - langamma hélt svo mikið upp á mig og rauða hárið mitt. Bara ef hún gæti séð það núna.

Ég sat og beið út í bíl, beið eftir því að mamma væri búin að banka og athuga hvort að Sveina amma væri heima, og Jón langafi þegar ég var yngri. Þegar var veifað mér var langamma komin til dyra, ég litla feimna rauðhærða langömmustelpan faðmaði langömmu og langafa. Lykillinn hægra megin við hurðina var alltaf á sínum stað, til hægri þegar úr forstofunni var komið var lítið borð undir síma og stóll þar við hliðina. Skeinkur á móti með fullt af gömlum myndum, af langömmu og hennar systkinum þar á meðal. Og mjög oft kom sú spurning á vörum mér hver þetta væru nú aftur. Amma Sveina var alltaf með kex og smurosta á borðinu, ég man eftir lyktinni af smurostinum og mér þótti alltaf bara gott að borða kexið og smurostinn hjá ömmu, ekki nein staðar annarsstaðar. Eldhúsið var lítið og fíngert, eins og langamma. Eldhúsborðið var hringlaga og amma sat næst klukkunni við vegginn og útvarpið, alltaf út í horni. Nuddaði höndunum saman eða hélt annarri undir höfðinu og horfði á mig þegar ég sagði frá einhverju og kinkaði kolli.
Ég man að í gestaherberginu var skápur og þar voru litir, fimmhyrndir vaxlitir og litabækur með fullt af myndum, lituðum og ólituðum. Merktar frænkum og frændum mínum. Þar lágum við systurnar á gólfinu og lituðum og reyndum að haga okkur vel - því við vorum hjá langömmu.
Ég forðaðist það að fara á klósettið hjá langömmu því þar var allt svo fínt og ég vildi ekki óhreinka neitt, eða skemma. Frekar hélt ég í mér þar til við komum til ömmu Rósu og Axels afa.
Eina minningin mín um Jón langafa var sú að hann sat með öndunarvél, og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta ekki skrítið tæki.
Stofan hjá þeim var eins og í bústað hjá konung og drottningu, sófasettið var svo fínt að það þurfti að fara varlega. Stórt málverk af fossi á veggnum og skeinkir upphlaðnir myndum af fjölskyldunni.

Ferðir okkar fóru að verða færri til langömmu með árunum, þó ég bað alltaf um það að kíkja á langömmu. Síðasta minningin mín um langömmu var sú þegar við fórum til hennar á hjúkrunarheimilið sem hún bjó á síðasta árið sitt, og þar bauð hún okkur nokkra súkkulaðimola - reyndi að fela fyrir okkur að hún væri orðin verri í lungunum.
Ég held að langamma hafi verið sú kona sem ekki vildi láta sjá á sér að eitthvað amaði að henni. Hún var móðir Axels afa, og ég sé vel að þau tvö, og systur afa hafa vel bein í nefinu.
Langamma og langafi bjuggu að Núpi, sem þekkist núna sem Kaffi Krús á Selfossi, langalangamma mín og langalangafi minn byggðu það hús, ykkur til fróðleiks.
Ég las það í minningargreininni að amma varðveitti íslenskuna sína, og vildi ekki heyra vonda íslensku, ég ætla að virða það og gera slíkt hið sama. Langamma mín var og er ein stærsta konan í mínu lífi, þrátt fyrir hversu lítil og nett hún var.


Þar sem ég á bara eina mynd af okku langömmu saman, og fleirum á henni, og ekki í tölvunni vil ég setja þetta lag með. Sunny Road, lag sem ég heyrði eftir jarðaförina, og minnir mig alltaf á langömmu þessvegna.


Tvær einstakar konur, amma Rósa og amma Sveina.
Amma mín, Róslín býr með afa, Axel í Kópavogi, og Axel afi er ákveðnasti maður sem ég veit um, og er æðislegur afi.

Ég á líka ömmu og afa í Keflavík, Öddu ömmu og Einar afa, þau þykir mér alveg yndisleg, og ég varðveiti minningarnar af þeirra heimili.

Minningar eru okkur öllum dýrmætar...Heart
Ég vona að færslan fari ekki fyrir brjóstið á ykkur, en mér þykir óskaplega vænt um þetta fólk, og þau öll eiga vissan part í hjarta mínu, og eiga öll mikið í mér. Ég ætla að lofa sjálfri mér að eyða meiri tíma með þeim, allavega meira en ég hef gert áður.

Eigið yndislegan sunnudag, lifið lengi og fallegaHeart..


Ég sendi Þorgerði Katrínu póst..

.. og bíð spennt eftir svari, benti henni á tvær af færslunum mínum og nú já, bíð ég spennt eftir að hún lesi frá mér póstinn og svari mér vonandi!

Ég veit ekki hvort það verði gert eitthvað í þessu, þar sem að það er oft horft framhjá svona hlutum, mig LANGAR að geta lært í tímum. Ekki þurfa að hlaupa yfir í næstu stofu þar sem enginn er til að læra í friði og ró.

Ætla bara að hafa þessa færslu svona stutta, vann frá 8 til 11:30 í dag, nokkuð gott. Fór auðvitað snemma í rúmið til að vera ekki vondur starfskraftur. Ætla að hjóla út í búð til að kaupa mér smá gotterí og örugglega nýta daginn til lærdóms. En ekki hvað!

Eigið góðan laugardagHeart Heart

Svo á Laufey frænka mín afmæli í dag, til hamingju LaufeyGrin Heart !

E.S. Ég var ekki búin að átta mig almennilega á dagsetningunni, en mér finnst magnað að geta sagt ykkur það að í dag er einn mánuður þangað til að við Rafn höfum verið saman í 2 ár....Blush Heart InLove

Kallið mig bara kennarasleikju...

... því mér er alveg sama hvað ég er kölluð, ég veit betur og get talað við alla aldurshópa manna og þess vegna dýra líka ef þess þarf.

En ég er með smá svona kvartfærslu. Ég er komin með yfir mig nóg af því að sitja inn í bekknum mínum, því miður, þar sem við höfum flest setið saman frá því í 1. bekk. Ég er ekki komin með leið á krökkunum í bekknum, heldur því að það er mjög sjaldan vinnufriður í bekknum.
Ég veit að eflaust fæ ég þetta margfalt til baka frá bekkjarfélögum mínum, en það gæti verið þess virði, því að í mínum augum er þetta algjör vanvirðing gagnvart þeim sem vilja læra; og ekki síður kennaranum.

Ég trúi því ekki að þetta viðgangist ekki annarsstaðar á landinu, því þetta er alveg agalegt fyrir þá sem hafa metnað fyrir því að læra og þurfa að hafa fyrir því til að fá háar einkannir - til að komast inn í skólann sem þeim langar í. Eins og einhverjir nemendur er ég lengi að lesa, og þarf helst að lesa efnið tvisvar ef til vill þrisvar til að skilja almennilega fyrirmælin - og er frekar lengi að lesa 30 blaðsíðna kladda og glósa. Þar sem ég er orðin vinnandi manneskja frá og með morgundeginum þá get ég ekki eytt dögunum í það að læra, tala nú ekki um það þegar fótboltinn fer að spila inn í og Leikhópurinn Lopi einnig.
Hef ekki hugmynd um það hvort ég sé að sökkva mér á kaf í vinnum og verkefnum, en peninga er fínt að hafa við höndina - jólin fara að nálgast og margt annað framundan, afmæli mömmu og bróður míns þar á meðal. Eftir jól afmælið hans Rafns. Mig langar að gefa fyrir minn eigin pening - sem ég vann inn sjálf.

Nú skora ég á stjórnvöld að þessi skólamál verði rædd. Mig langar til að geta náð samræmduprófunum - og að geta klárað lærdóminn sem á að lærast í skólanum á ásettum tíma.

Hafið það annars sem best, ég veit ekki hversu mikið ég verð í tölvunni næstu tvo daga, þar sem ég verð að vinna eftir skóla og eitthvað svoleiðis! En við sjáum til, við sjáum til.

Knús þangað til næstHeart

E.s. Ég byrjaði að vinna í humri í dag ( föstudag ) í Bestfisk og er heldur þreytt eftir skólann til þrjú og vinnu frá fjögur til sjö. Vakna í fyrramálið kl. hálf átta í vinnu.
Mér finnst magnað á þessum 4 árum sem ég hef "unnið" hef ég kynnst svo mörgu, ef ég tel allt upp þá er það frekar mikið miðað við þessi fjögur ár sem ég hef lært af þessu. Ég vann við að passa stelpu í viku, 8 tíma á dag. Mjög krefjandi þar sem ég kunni ekkert á börn og lærði helling á þessari einni viku. Vann í bæjarvinnunni eitt sumarið, og í sumar vann ég á Menningarmiðstöðinni. Ég var kölluð kennari í barnastarfinu, afgreiddi á bókasafninu og lærði á allt það kerfi, sat yfir á myndlistasýningu, þar sem enginn kom inn, og á Byggðasafninu og um leið yfir minni eigin sýningu, síðast en ekki síst lærði ég á myndakerfið og skráði inn eldgamlar myndir í tölvu og skráði útilistaverkin hér á Höfn. Núna er ég að vinna út mánuðinn í humri, og það mun án efa vera vinnan sem ég fæ mest útborgað fyrir - ekki slæmt það!


Smásagan um Járnhænurnar..

Ég betrumbætti söguna, enda var hún skrifuð í flýti og þurfti að passa akkúrat á tvær blaðsíður, ég myndskreytti með mínum ævinlega frábæru photoshop-hæfileikum og út kom þessi skemmtilega myndskreytta saga!Grin

Járnhænurnar

Einu sinni, fyrir langa, langa löngu, á steinöld voru svokallaðar járnhænur uppi.
Ósköp sjálfbjarga en sjaldgæfar og sjaldséðar járnhænur. - Kannski ekki skrítið, enda aðeins 3 af sinni tegund. Allar bjuggu þær á Bermudaeyju, í einni kös í helli langt frá sjónum. Járnhænurnar voru rosalega mismunandi að lit, í skapi og hegðun.
Sú fyrsta var appelsínugræn og var rosalega flughrædd, mjög lítil og þéttvaxin með litla vængi, en óskaplega indæl. Önnur járnhænan var fjólugrá
,
mjög svo vatnshrædd, þar af leiðandi engin sundhæna með takmarkað tjáningarfrelsi
- vegna hinna járnhænanna.
Þriðja og síðasta járnhænan var skitublá og át ekki kjöt, rosalega skapstór og stjórnsöm. Þær áttu aðeins eitt sameiginlegt fyrir utan það að vera allar járnhænur, það var að þær voru allar með brynju sem náði þeim niður að hnjám. Og Það kaldhæðnasta við nöfn járnhænanna og brynjur þeirra var það að brynjurnar voru úr stáli og ekkert fannst járnið í járnhænunum.
Þegar grey hænurnar uppgötvuðu það, stökk sú skitubláa út í sjó og hinar tvær á eftir. Sú fjólugráa dó við magaskellinn og hinar drógu hana upp og suðu hana í raspi. Skitubláa sprakk í loft upp af fyrsta bitanum og sú appelsínugræna varð svo hneyksluð og einmanna að hún flaug upp í geim á smáu vængjunum sínum, missti af beygju og klessti á Plútó og dó.

Og þess vegna dóu þær út!


Ég bið að heilsa ykkur,
KNÚSHeart

Smá tilkynning!

Þar sem ég er fengin í mestu vitleysur sem ég veit um, þá var ég plötuð til þess að taka myndir fyrir fotbolti.net í gær þegar leikur Sindra og KV var.

Ég fór í verkið og kláraði það þannig að ein af myndunum sem ég tók birtist, neðri myndin á þessari slóð tók ég.

Annars hef ég það nú bara ágætt og ætla að læra í dag og sprikla örlítið í fótbolta!

KnúsHeart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband