20.9.2008 | 16:19
Til hamingju með daginn, mamma!
Í dag er merkisdagur!
Móðir mín góð á afmæli í dag, og er orðin einu ári eldri en á síðasta ári, ef þið reiknið þetta rétt þá kemur út úr því 47 ár. Já, mamma er orðin 47 ára gömul, hvorki meira né minna, búin að fæða og klæða 3 börn og einn eiginmann, pabba.
Amma, afi og Sædís sys komu heim og því er verið að halda uppá daginn í dag, pörusteik og alle gúd!
Við systkinin snigluðumst út í búð eftir skóla hjá mér og vorum lengi að hugsa okkur um, en komumst að niðurstöðu og þess má geta að Axel bróðir átti afmæli 14. september svo að við systur skutumst út í búð í dag og fundum smágjöf handa honum.
Ætla ekki að hafa það lengra;
Til hamingju með daginn elsku mamma mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.9.2008 | 19:26
Me And Armini, nýja plata Emilíönu Torrini!
Ég fjárfesti í fyrstu plötu sem ég eignast sem alvöru útgefinn geisladisk frá þessari uppáhalds yndislegu söngkonu, Emilíönu Torrini.
Satt best að segja keypti Sædís diskinn fyrir mig, en samt sem áður borgaði ég, enda ekki hægt annað en að borga alveg sjálf svona flottan disk! Ég er með hana í eyrunum núna, alveg yndisleg tónlistarkona og bara falleg lögin hennar.
Til hamingju með diskinn þinn Emilíana! (Þó ég viti nú að hún stelst ekki til að lesa bloggin mín, en bara samt til hamingju
)
Sá í gær upp í FAS þegar ég var á leiðinni í tíma viðtal við hana í MONITOR blaðinu, fyrsta skipti sem ég hef einstakann áhuga á að lesa það.
Það fyndna við það að í nótt dreymdi mig svo að ég væri að skoða sömu tilteknu frétt á netinu á Monitor.is, ef það er til, og þar stóð þetta mjög svo kunnuglega nafn. Draumurinn rifjaðist upp fyrir mér í enskutíma þegar ég hafði einstaklega lítinn áhuga á því að læra, enda komin svo langt á undan mörgum. En já, það stóð nafnið Róslín Aalm van Valdemars með þykku letri og umfjöllun á einhvern mjög svo listrænan hátt að ég skildi ekki hvað var verið að tala um.
Man reyndar ekkert fleira úr draumnum, en fyrst ég tala um drauma þá dreymdi mig í fyrrinótt að ég hafi keypt mér svartan plastboga með rauðum sogskálsörvum og það byrjaði svartklædd ninja að reyna að drepa mig með eins boga! Ég veit ekki hversu vitlaust mig dreymir, en allavega mjög vitlaust!
Ég lofaði mynd, svo hér kemur hún, en annars var Nýnemaballið mjög skemmtilegt...

Eigið góða helgi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2008 | 17:39
Mér finnst eitthvað misskilið við Horus....
Er að læra í Sögu 103, ekki alveg það skemmtilegasta sem maður gerir þegar fréttir um að þakplötur og trampólín gerðust að teppi Aladdins og flugu út um hæðir og hóla eru annars vegar.
Hef ekki glöggað í neitt af þessum fréttum, enda er þetta orðinn næstum hversdagslegur harmleikur sem hryllir íslendinga, a.m.k. af og til!
Saga 103 er mjög áhugaverð, en það er grín eins og ég hef sagt mörgum að vera í 9. bekk á mótsvið að vera í 10. bekk. Þá fyrst er maður farinn að finna fyrir pressunni sem skólinn setur á mann og hvað maður þarf að leggja rosalega mikið á sig, miðað við önnur skólaár!
Ég tók samt minnkunarkipp í höfðinu og framkvæmdum í fyrsta tímanum í dag. Ég get nefnilega verið einstaklega einhæf manneskja, reyndar gæti litið á málið sem einhver klikkhaus. En ég tek öllu með gleði og fögnuði sem leyfir. Þannig var mál með vexti að ég var búin með það sem við áttum að læra í stærðfræðitíma og átti þar af leiðandi að fara í bók sem heitir Leikni.
Mér mislíkar gífurlega þessa bók og er búin að gera nægilega mikið í henni á minn hlut allavega, og var búin að fá mig fullsadda á að rifja allskonar aðferðir upp. Svo ég náði í yfirstrikunarpenna og var áður búin að spyrja Rafn hvort ég mætti ekki lita eyrnasnepilinn á honum

Ég náði mér í svona titsú og hélt á opnum fjólubláum yfirstrikunarpenna, sast niður og lagaði buxurnar oog..... mér tókst að klína tússpennanum í gráu peysuna mína, skólapeysuna.
Rafn sagði að ég væri verri en leikskólakrakki og kennarinn sagði að ekki einu sinni leikskólakrakkar þyrftu utanyfirföt þegar þau lituðu með tússpennum...


Jæja, verð að halda lærdómnum áfram, og takk fyrir kveðjurnar, ég entist lengur en sumir héldu og kom sjálfri mér stórlega á óvart!
Knús og kram

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.9.2008 | 19:36
Ég get sko aaaalveg lifað án ykkar..
Ég gefst upp á þessu bloggfríi, og ætla því að skrifa örlitla ræmu frá síðustu dögum.
Ég fór yfir helgina með bekkjarsystrum mínum í sumarbústað, vorum 7 á föstudagskvöldið, og 6 eftir það. Við sátum og spjölluðum langt fram eftir öllu og horfðum á fáeinar myndir saman. Vorum með allskonar gómsætt, og ég og Eva bökuðum heilar 4 uppskriftir af ræs krispís súkkulaðikökur og tvær af lakkrístoppum, en önnur uppskriftin eyðilagðist og varð þ.e.a.s. eins og versta drullukaka í ofninum!
Hef átt annasama daga, en í gær lét ég undan barninu í mér.. eða þannig

Ég sumsé skemmti mér konunglega, og eignaðist nýja vinkonu í leiðinni, þar sem við Aðalheiður erum bara orðnar góðar vinkonur. Fyndið að segja frá því að í þessi næstum-því-tvö-ár sem við Rafn erum búin að vera saman, hef ég ekkert kynnst Aðalheiði!
Leiddi hana á leiðinni heim, alveg sjálfviljug tók hún í höndina á mér og Rafni og Kári hljóp á undan og Ísar hjólaði...

Bara skemmtilegt það!
Er búin að vera að reyna að læra eitthvað af viti, og tókum svindlpróf í dag, ekki af léttari endanum þar sem við fengum eitt A4 blað og skrifuðum bara á aðra hliðina það sem við héldum að kæmi í prófinu og fengum blaðið í dag og tókum prófið. Það var mjög mikið um skriflegar spurningar og stolt skildi ég heilar tvær línur eða svo af línunum sem hægt var að skrifa í ( oftast 3-4 línur í hverju svari!). Svo að ég held að ég fái ágæta einkunn úr því samfélagsfræðiprófi!
Busun og Nýnemaball er á fimmtudaginn svo að þar verður dansað og ætla ég mér að taka einhverjar myndir, aldrei að vita nema að ég splæsi hér inn mynd af okkur Rafni þaðan af því ballinu..

Knúsíkrús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.9.2008 | 22:44
BlOgGfRí!
Ekki það að mér mislíki það að bæjarbúar hér á Hornafirði lesi færslurnar mínar, þá er ég bara hrædd um misskilning og þessháttar bull, ég veit ekki hvort ég endist þetta bloggfrí mitt - en þegar ég sendi inn línur er það líklegt að ég kann ekki að halda kjafti.

Eigið góða daga, jafnvel viku eða kannski vikur? og ekki gleyma mér! Því ég gleymi ykkur ekki

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)