17.4.2008 | 16:32
Gullmolar úr gömlum bloggum..
Svo vil ég deila því með ykkur að ég nenni ekki að laga allar stafsetningarvillurnar sem eru í þessum textum, ég held ég hafi aðeins lagast á því sviði.
Halló, ekkert mikið að frétta af mér, er komin með þvílíkt kvef, fæ hnerruköstin og svo er eins og ég sé að grenja því að það lekur endalaust úr auganu mínu!! Og svo er ég með eitt stykki hósta líka, ekkert mjög huggulegur hósti sko.. Annars svaf ég mjög mikið í gær. Vaknaði í gær klukkan hálf níu og hafði það gott.. sofnaði klukkan 4 og svaf til 5 og vaknaði öll útí slefi!!
Heyriði!! Áðan þá var ég að láta Lubba hundinn minn út! Og var eitthvað að beygja mig og hreyfði mig svo og nelgdi höfðinu í vegg, ég var sko heppin að fá ekki heilahristing, allavega fékk ég ógeðslegann hausverk og eitt stykki kúlu á höfuðið takk fyrir pent!
27.05.2006 14:33:35 / Róslín Alma
Meðan ég man þá sagði Salóme að ég væri hálviti fimm sinnum við mig í dag og í gær!! Einu sinni þegar ég var að spurja hana hvað fararheill þýddi, og svo spurði ég hvort það væri kannski efað maður færi í geðveikt ferðalag, þá sagði hún að ég væri hálviti.. einu sinni þegar ég spurði hvað viðvaningur væri, einu sinni þegar ég var að ruglast á Frosta í Mínus og Krumma, svo spurði ég hana hvort hún kynni á hitamæli og hún sagði já og svo var ég eitthvað að þræta að hann mældi bara altaf 3 - 35 stiga hita og svo spurði ég mömmu hvernig maður ætti að mæla sig og þá sagði hún að maður ætti að setja hitamælinn undir tunguna og þá sagði ég við Salóme að ég kynni það núna afþví að ég setti hitamælinn alltaf á tunguna ekki undir!! og í dag þá kallaði hún mig hálvita af því að ég tygg svo sjaldan tyggjó!
(Bloggin mín voru greinilega alltaf jafn spennandi!)
ÉG DATT EKKI BARA FRAM FYRIR MIG Í GÆR!
Eins og flestir vita þá datt Unnur Birna líka í gær fram fyrir sig!! En ætla að sýna ykkur hvernig þetta gerðist:
Lá kylliflöt en fór svo sko að hlæja!! Þetta var einum of fyndið til að vera satt!! En ég tognaði víst í lófanum ég verð að sína ykkur umbúðirnar líka:
Jabbjabb, þið þekkið víst klaufa ársins, ég hef aldrei á ævinni verið svona hrikalega klaufsk, eitt er víst samt, ég og vegasölt eigum ekki að vera nálægt hvort öðru! Datt einu sinni af vegasalti þegar ég var lítil, beint á andlitið, og fékk stein í gegnum nefið, ég hefði getað sett hring.. og svo brettist aðeins meira uppá það í þokkabót, og er ég ekkert smá stolt af því að vera með öðruvísi nef heldur en aðrir!
Tók saman gullmola í eitt skiptið og tek þá bestu;
21.05.2006 16:07:35 / Róslín Alma
Ég man VEL eftir einu pari sem ég talaði mjög mikið við þegar ég var einu sinni útí útlöndum, og ég man alltaf að maðurinn var alltaf að veiða eðlur og leifði mér alltaf að halda á þeim og eiga þær, svo einu sinni var ég að reyna að veiða fiska sem voru útá strönd, en það gekk ekkert, og hann fór fyrir mig og veiddi tvo fiska, sem ég var að pota í..
Einu sinni var ég með held ég Þórdísi þegar við vorum litlar, og við vorum í barbí.. og Sædís var veik, og ég vorkenndi henni svo að ég spurði: Viltu vera með í barbí?
Ég og Sædís vorum sko ekki bestu systur í heimi þegar við vorum yngri, og Sædís var alltaf að meiða mig, og einu sinni lágum við uppí rúminu þeirra mömmu og pabba og ég reif í hárið á Sædísi og hún fór að hágrenja og þá var ég geðveikt stolt, því ég kom henni LOKSINS til að gráta
Bloggedíbloggblogg..
Því miður, heilinn á mér er gjörsamlega tómur, það glimrar allveg í honum!!
JÆJA
Sæl, ég nenni ekki að blogga þar sem að ég er í leiðinlegri tölvu til að blogga..
Atkvæðisgreiðsla!
Allir eiga að kommenta hér fyrir neðan!
Á ég að hætta með þessa síðu eða ætlið þið að standa ykkur betur í að skrifa í gestabókina og kommenta?
Varð bara að deila þessu með ykkur, þarna er þvílík hótun í gangi!
Svara þessari spurningu..
Mikið eftir af þessum æðislegu hugsunum mínum, kem með fleiri seinna, á svo margar blaðsíður eftir!
Athugasemdir
Munnræpa í dag frænka góð
Er bara að kommenta því ég varð svo hrædd við hótunina
Laufey Ólafsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:14
Stundum er ekki annað hægt! Munnræpa er ekki svo slæm, af og til!
En hótunin er nú nær tveggja ára gömul!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:16
Þú ert nú alveg frábær Róslín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 19:30
Skemmtilegt að lesa takk fyrir mig Góða nótt sæta skvís
Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 23:14
Já það er gaman að lesa yfir þetta.
En hvað ?? Endar Bibilían á amen ??
Linda litla, 18.4.2008 kl. 00:38
Það er nú meira stuðið á þér. Þú hlýtur að vera orðin duglega að borða morgunmat. Svoleiðis er krafturinn, Eru fleiri en ég sem þú ert svo að tala við á msn líka? En ég spyr eins og Linda litla, endar Biblían á amen. Á enga svo ég get ekki athugað.Góða nótt og sofðu vel.
Anna Guðný , 18.4.2008 kl. 00:49
http://www.youtube.com/watch?v=TyeRMhB1qsg&NR=1
Ég þorði ekki annað enn að gera eins og þú segir. Þú ert gullmoli sjálf Róslín! Smá sýnishorn af fólkinu sem skaffar mér nóg að vinna í fangelsum...horfðu á myndina!
Farin að sofa..
Óskar Arnórsson, 18.4.2008 kl. 04:29
Þú ert nú meiri rugluhænan .. já það er orð! =)
Sædís sys (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:36
Takk Katla
Sem betur fer Sigga, annars myndi ég ekki vita hvernig ég væri í dag! Hótanirnar þurfa ekki að eiga sér stað eins og fólk sér í dag..
Linda, ég lofa meira af svona gullmolum, held ég hendi inn nokkrum á eftir meðan ég tek til. En það skal ég þér segja, að ég man ekki hvort ég hafi fengið gáfulegt svar, og ekki hef ég gáð að því enn, ef einhvern veit það þá væri það fullkomlega þakkað að vita svarið!
Anna Guðný, hef oftast ekki tíma til að borða morgunmatinn, vakna allt of seint og mamma og pabbi þurfa að komast í sína vinnu. Held að orkan komi bara innanfrá en nærist af og til með einhverju sætu! Ég held ég eigi ekki biblíu ( og ég skammast mín fyrir það!!), en ég ætla bara að gá að því þegar mamma kemur heim. En já ég spjalla við einhverja fleiri en þig hér af bloggvinum mínum á msn.
Ég kíki á myndbandið Óskar, en þakka þér fyrir.
Sædís mín, það er orð, því er ver og miður!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:11
Æ snúllan mín þú veist nú alveg hvað ég met þig mikils,
Mér hugnast nú bara vel þessi upprifjun þín, skemmtileg og sýnir hvað þú hefur þroskast, þessi aldur er alltaf frábær hjá öllum krökkum, SORRY ungu fólki.
Knús knús þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 16:28
Takk Milla mín!
En eitt skal ég þér segja ( gæti ekki orðað þetta betur ), þá er allt í lagi að segja ,,hjá öllum krökkum". Þar sem ég segi alltaf þegar ég er að tala um jafnaldra mína t.d. ,, ætla krakkarnir ekki að gera þetta?"..
Þú ert yndi Milla mín, knús á þig
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.