16.4.2008 | 13:45
Vill brjóstastækkun í 13 ára afmælisgjöf!
Góðan daginn.
Ég fór ekki í skólann í dag vegna magaverka og rosalegrar þreytu. Er búin að liggja upp í rúmi og horfa á kvikmyndirnar á Stöð 2 bíó, og sofa með því, held allt of mikið.
Ég í flýti minni er að kíkja yfir fréttir dagsins á fréttavefum Íslands og rakst á þessa hjá Vísi.
Það eina sem ég sé skiljanlegt við þessa frétt er að auðvitað vilja flestar stelpur hafa einhver brjóst, en sumar fara ekki á þroskaskeiðið fyrr en eftir 14 ára. Sumar byrja snemma, en það er líka frekar óþolandi þegar maður er ekki sú manngerð. En mér finnst leiðinlegt fyrir stelpugreyið að þurfa að alast svona upp, að biðja um brjóstastækkun í 13 ára afmælisgjöf er heldur gróft.
Leiðinlegt finnst mér líka að heyra að stelpan vilji ekki eiga nóg af barnaárum, þar sem að það er einn stysti kafli í lífinu, síðan koma unglingsárin sem ná stundum upp í 25 ára ( það er bara staðreynd). Eftir það eru það fullorðinsárin og maður þarf að hugsa alfarið um sjálfa sig.
Vonandi hættir hún við að hugsa svona, ungar stúlkur í dag hugsa allt of mikið um útlitið, telja sig alltof feitar þegar þær eru bara fínar og þurfa að vera með niðurslétt hár ásamt fleiru...
Passið að halda utan um börnin ykkar kæra fólk!
Ég fór ekki í skólann í dag vegna magaverka og rosalegrar þreytu. Er búin að liggja upp í rúmi og horfa á kvikmyndirnar á Stöð 2 bíó, og sofa með því, held allt of mikið.
Ég í flýti minni er að kíkja yfir fréttir dagsins á fréttavefum Íslands og rakst á þessa hjá Vísi.
Tólf ára vill brjóstastækkun
Óskalisti: Kate Moss ilmvatn, iPhone, brjóstastækkun. Þetta er það sem Georgia, tólf ára dóttur glamúrmódelsins Aliciu Douvall, vill fá í þrettán ára afmælisgjöf.
Mamman skilur þetta mæta vel, og ætlar að hleypa Georgiu undir hnífinn á sextán ára afmælisdaginn. Hún telur þetta mikilvægt skref fyrir dótturina, sem gæti þá öðlast frægð og frama í módelstörfum. Alicia, sem er þekktust fyrir að hafa meðal annars sofið hjá P-Diddy, Calum Best og Mick Hucknall, hefur sjálf farið í tólf brjóstastækkanir, og hugleiðir þá þrettándu.
Það eina sem ég sé skiljanlegt við þessa frétt er að auðvitað vilja flestar stelpur hafa einhver brjóst, en sumar fara ekki á þroskaskeiðið fyrr en eftir 14 ára. Sumar byrja snemma, en það er líka frekar óþolandi þegar maður er ekki sú manngerð. En mér finnst leiðinlegt fyrir stelpugreyið að þurfa að alast svona upp, að biðja um brjóstastækkun í 13 ára afmælisgjöf er heldur gróft.
Leiðinlegt finnst mér líka að heyra að stelpan vilji ekki eiga nóg af barnaárum, þar sem að það er einn stysti kafli í lífinu, síðan koma unglingsárin sem ná stundum upp í 25 ára ( það er bara staðreynd). Eftir það eru það fullorðinsárin og maður þarf að hugsa alfarið um sjálfa sig.
Vonandi hættir hún við að hugsa svona, ungar stúlkur í dag hugsa allt of mikið um útlitið, telja sig alltof feitar þegar þær eru bara fínar og þurfa að vera með niðurslétt hár ásamt fleiru...
Passið að halda utan um börnin ykkar kæra fólk!
Athugasemdir
Hugsaðu þér.... brjóstastækkun 13 ára gömul ?? Hvers vegna í ósköpunum fræðir mamma hennar hana ekki um að hún sé ekki fullþroska..... í staðinn fyrir að gefa henni brjóstastækkun þegar hún verður 16 ára ?? Vona að srúlkan verði búin að gleyma þessu þegar hún nær þeim aldri.
Linda litla, 16.4.2008 kl. 14:11
Þetta er hrikalegt! Stelpan gerir sér ekki grein fyrir mannlegu eðli, við þroskumst ekki allar á sama tíma, þvert á móti!
Ég byrjaði reyndar snemma, eftir jólin í 6. bekk!! Ég var ógeðslega fúl yfir því að fá ekki að vera barn lengur!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.4.2008 kl. 14:16
Á bara ekki orð yfir þetta..
Eva (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:18
Heimurinn er ekki einfaldur, því miður, en samt er það ágætt.. fólk er misskrítið!
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.