Ættingjartal

Hæfileikar og ekki hæfileikar, fæ þá úr ýmsum áttum, og allra helst frá sjálfri mér. Alltaf er ég að uppgötva mína eigin hæfileika, þó svo ég meti þá ekki til mikils. Reyndar er ekki hægt að kalla allt hæfileika, veit ekki orðið yfir það samt. Þið vitið augljóslega varla hvert ég er að fara, en ég held samt ótröð áfram.

 Í jólafríinu þá byrjaði sá muldringur milli foreldra mína hvaðan ég fengi þennan "góðleika" sem þau telja mig hafa. Þau þrösuðu um það í dágóðan tíma, þangað til ég greip inní og lagði mína hugmynd fram, ég sagði ,, Ég held nú bara að ég fái þetta frá sjálfri mér..". Þá snarstoppuðu þau hjú og jánkuðu því, örugglega enn stoltari af dóttur sinni eftir þetta. Ég ætla ekki að tala um verknaðinn sem kom þessu samtali á milli þeirra, enda skiptir það mig einni máliJoyful..
Þá hef ég farið að spá, ég er mjög lítið lík foreldrum mínum, rauðhærð frá langömmu minni. Með nef sem enginn kannast við, reyndar er húmorinn kominn frá pabba, og reyndar frá mömmu líka, ef þið mynduð þekkja þau, þá mynduð þið gapa af ykkur andlitið. En þau eru samt æðisleg þrátt fyrir það, enda húmor mikilJoyful..
Ég hef áhuga á mörgu sem fáir hafa áhuga á á mínum aldri, skriftum, að elda, að baka, að leika?, og gera hitt og þetta sem engum öðrum myndi detta í hug að gera. Ég tel mig nokkuð góða í að elda og baka, bara að ég læri uppskriftirnar, þá hafa aldrei neinir smakkað þessa uppskrift betur en hjá mérWink. Ég tel mig samt alls ekki betri kokk né bakara en hana ömmu mína Rósu (Róslín). Amma mín er algjör snillingur í öllu sem við tengist matreiðslu og bökun, hún fær matvanda krakka til að borða fisk, þar sem hann er alls ekki sem verstur hjá henni. Reyndar hef ég ekki langþráða teiknihæfileika ömmu og mömmu,  það er samt bara tímaspursmál.
Úr pabba ætt er það án efa húmorinn, enda hef ég ekki fundið fyndnara fólk þó víða væri leitað. Ættin hennar mömmu er skemmtileg, þó finnst mér hún alltaf vera mjög yfirveguð, þar sem fólkið kemur frá langömmu minni heitni Sveinborgu og langafa mínum heitnum Jóni Líndal, reyndar er hann ekki blóðtengdur langafi minn, en hann var samt alltaf langafi minn þrátt fyrir það. Ég hef samt aldrei séð eins kraftmikið fólk eins og þau voru, yfirveguð, föst á sýnu og vildu öllum vel. Ég vona að ég fái eitthvað frá þeim, allavega fæ ég háralitinn og þykktina frá langömmu, þetta fallega rauða hár þó ég segi sjálf fráSmile ..
Aftur á móti hafið þið örugglega rekist á frænku mína hérna á blogginu, Laufey Ólafsdóttur, feikna penni með meiru. Get ekki alveg sagt að ég hafi fengið það þaðan, þar sem það er nú svolítið langt á milli. En aftur á móti væri það svo sem ekki galiðWink..

Jæja, gæti haldið endalaust áfram hvað ég á æðislega ættingja, þar sem mér þykir rosalega vænt um þau öll, þó svo að það sé langt á milli og lélegt samband á milli okkar. Vont að búa á Hornafirði þannig séð!Tounge

Risaknús til ykkar ættingjar mínirHeart
Og þið hin, knús á ykkur líkaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú átt að meta mikils og taka mark á öllum hæfileikum þínum hversu lítilfjörlegir sem þér finnst þeir vera.

Ég sé t.d einn hæfileika þinn strax, sem fellst í því, að koma hugsunum þínum á blað á þann hátt, að það verður tekið eftir því, sem er alls ekki öllum gefinn.

Þröstur Unnar, 4.2.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

aha! Þar fannstu annan, núna veit ég fleiri! Takk fyrir takk fyrir kærlega
Ég einhvernvegin verð að koma hugsunum mínum niður á blað, líður alltaf mikið betur á eftir, reyndar hef ég aldrei haldið uppi dagbók, þar sem ég myndi ekki geta lesið yfir það aftur, skrifa mjög skringilega... - hæfileiki í að vera rosalega góð í að skrifa illa
En takk aftur!, og takk kærlega fyrir kommentið

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.2.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt, og skemmtilegar pælingar hjá þér :-)

Einar Indriðason, 5.2.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir innlitið Einar og Hallgerður

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 14:31

5 identicon

Hæ sæta.... Frábær síða hjá þér, þú ert bara lang flottust..... En það er ekki vont að búa á Hornfirði... Það er frábært!!! Þú verður að laða fólk að okkur hér sýna hvað er fallegt hér og gott að vera.... Bestu kveðjur til þín dúllan mín.

Ragga

Ragga Rabbamamma!!!!! (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:28

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir kommentið Ragga
Það er bara það eina sem er vont við Höfn ef maður er ekki ættaður hérna á maður fáa ættingja hér.. annars er Höfn frábær staður

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:34

7 identicon

Hæ hæ Róslín,

Gaman að lesa pælingarnar þínar. Jú það er sko gott að búa á Hornafirði - tala ekki um að alast þar upp. Hafðu það gott skvís

Kær kveðja úr Reykjavíkinni ;o)

Eva Lind (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:53

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, það er mikið skemmtilegra að alast upp hérna heldur en annarstaðar hahaha
Hafðu það sömuleiðis gott og takk fyrir kommentið hihi

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:57

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef sagt það áður og segi það en, þú ert snillingur ekki veit ég hvar þú lendir í framtíð Íslands, en það verður ofarlega og það verður hlustað á þig snúllu dúllan mín.
Veist þú ekki hvað það eru mikil forréttindi að fá að alast upp úti á landi, jú ég held að þú vitir það alveg.
Þetta með ættingjana, þá sem maður á að kynnast kynnist maður hinir eru bara þarna. Laufey frænka þín er flott, þar rakst ég á þig.
Róslín míó ef þú ritar ekki niður allt sem þér dettur í hug, þá springur þú.
Láttu mig vita það í mínu ungdæmi tíðkaðist ekki að ungviði segðu sína meiningu,
og það var ekki gott. Haltu þínu striki ég er afar stolt af þér.
                                   Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 16:18

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Milla!
Já það er satt, mér hefur verið neitað um að vilja kynnast mér, svo að það er bara þeirra missir! Þannig hugsa ég allavega.
Ég hef kynnst því að springa, andlega... en það er annað mál
Takk takk,

knús á móti

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:35

11 identicon

Þú skalt nú ekki ákveða það of fljótt að mjög fáir á okkar aldri hafi áhuga á þessum hlutum, mér finnst bara mjög gaman að elda, baka, leika og skrifa eitthvað  Ég held því bara meira fyrir mig  En ég held að þú hafir góðleikann frá mér hahaha
knús á þig Rósla mín

Eva Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:55

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eva, bull og bull er ekki það sama... hahahaha, heyrðu, ég fæ ekki góðleikann frá þér, þú ert ekkert skyld mér.. hahahahaha..... Annars Eva tilheyrum við hópi vera!
knús á mótiiii

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband