Leikarar Íslands vanmetnir?

Það held ég allavega. Ég fylgist mikið með íslensku leikefni og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. En ég fjallaði um Queen Latifah í blogginu hér á undan og henni er tekið eins og hún er, en þrátt fyrir það eru allskonar sögur að ganga um hana á netinu. En ég held hún taki það alls ekki inn á sig og hún kemur fram alltaf af einlægni sem hún sjálf.

En það sem ég meina með ,, Leikarar Íslands vanmetnir?" er tæknilega séð frá því sjónarhorni að það er gefið skít í efnið þeirra áður en það kemur út. Ég er búin að horfa á báða Pressu þættina, en aftur á móti finnst mér þættirnir mikið betri en ég heyrði alla í kringum mig dæma þá áður en þeir urðu sýndir! En ég bjóst við einhverju góðu efni, og fékk enn betra efni en ég bjóst við.
Stelpurnar eru einnig í mesta uppáhaldi mínu og horfi ég alltaf á þær þegar ég er heima hjá mér, ég missi varla af einum þætti. Þó ég skilji ekki alltaf húmorinn hlæ ég hvort eð er því þær eru eintómir snillingar!
Ég vil einnig koma því á framfæri að Íslendingar ættu frekar að vera stoltir af framförum leikara okkar síðustu ára, við sjáum a.m.k 1 góðan leikara á hverju ári sem stendur algjörlega upp úr af þessum fullt af leikurum sem eru í pottinum. Íslendingar hafa áttað sig á því að við eigum enn fleiri heldur en þessa þekktustu.
Langar mig einnig ofboðslega að segja frá því að uppáhalds íslenska myndin mín sem ég hef séð um mína ævi er Síðasti bærinn í dalnum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, ég horfði mikið á þetta fyrir ári, og er alltaf að svipast eftir spólunni sem ég heimtaði að fá þegar ég var eitt sinn í Reykjavík, og það voru algjör kjarakaup sem þar voru á ferðum. Ég hef séð Mýrina og margar af þessum Íslensku myndum, en þetta er svo al íslenskt að ég veit ekki hvað, og ég hafði sko húmor fyrir þessu, var alltaf að leika atriði frá leikritinu í 6. og 7. bekk fyrir bekkjasystkini mín.

Ég ætlast til að það verði tekið á þessum málum, leikarar fái hærri laun fyrir öll þessi frábæru verk sem eru að komast í dagsins ljós. Þegar ég verð eldri, og vonandi útskrifuð sem einhverskonar leikkona, eða jafnvel kvikmyndasmiður, vona ég svo innilega að ég fái fyrir mín verk.

Af því ég tala um þetta hér, þá er ég núna staðráðin í að skrá mig í Kvikmyndaskóla Íslands þegar mér gefst aldur, nám og meiri reynslu til. Þangað til ætla ég að reyna að taka þátt í öllum leikverkum Lopa og einnig þegar ég get, skráð mig í eitthvert leikfélagið, hvar sem ég verð stödd á landinu.

En gangið hægt um gleðinnar dyr, þó svo að það sé lítið hægt að skemmta sér næstu daga, þar sem skólinn er að byrja á fullu.

Risaknús til ykkar allra,
Róslín AlmaCool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband