16.3.2010 | 20:19
Fleiri gleðifréttir + gullmoli
Góðan kvöldið kæra fólk, vikurnar fljúga frá mér, enda nóg að gera og það er svo gaman!
Ég sendi umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands og fer í inntökupróf í maí, það er þó tvennt sem mun ekkert hjálpa mér við að komast inn og það er söngurinn og dansinn, vantar allar fínhreyfingar og líka fínu nóturnar. Ég hlakka samt ótrúlega til!
Og gullmolinn er status sem ég setti inn á facebook í gær, ég lofa ykkur því að ég er stundum rosalega vitlaus og kíki ekki í orðabók ef ég held að ég viti hvað orðin þýða.
Róslín A. Valdemarsdóttir finnst ekki sniðugt að fá "satisfactory" í umsögn í ritgerð frá Auri (Árý, enskukennarinn)..... en samt 7,7!
Og þá þurfti Sædís sys að vera gáfaðari en ég;
Ég sendi umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands og fer í inntökupróf í maí, það er þó tvennt sem mun ekkert hjálpa mér við að komast inn og það er söngurinn og dansinn, vantar allar fínhreyfingar og líka fínu nóturnar. Ég hlakka samt ótrúlega til!
Og gullmolinn er status sem ég setti inn á facebook í gær, ég lofa ykkur því að ég er stundum rosalega vitlaus og kíki ekki í orðabók ef ég held að ég viti hvað orðin þýða.
Róslín A. Valdemarsdóttir finnst ekki sniðugt að fá "satisfactory" í umsögn í ritgerð frá Auri (Árý, enskukennarinn)..... en samt 7,7!
Komment:
og neineinei, ég er alls ekki satisti, var að hrósa indverski menningu! (gæti verið satisti gagnvart okkar menningu?)
Og þá þurfti Sædís sys að vera gáfaðari en ég;
hvað ertu að tala um ? þetta þýðir viðunandi eða ágætt ..
... enskukunnátta mín er ekki upp á marga fiska!
Athugasemdir
Til hamingju en þú þarft nú varla að syngja og dansa mikið í inntökuprófinu.
Þorsteinn Briem, 17.3.2010 kl. 06:21
Segðu honum Böðvari Bjarka skólaformanni að ég komi og rassskelli hann ef þú færð ekki inni. Þú hefur allt til að bera í fagið. Þó það reyni ekki á söng og dans, þá er það grunnur eins og hvað annað. Tilfinning fyrir hreyfingu og harmóoníu. Svo ertu með afbragðs myndauga og fyrirtaks ljósmyndari.
Þú átt að fljúga inn, en ekki gera ráð fyrir að þetta fag sé vín og rósir. Taktu orð gamals rebba fyrir því.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 06:45
Svo má ekki gleyma að þú segir skemmtilega frá. Skrifar góðan texta. Það er grundvöllur fyrir því að gera góðar kvikmyndir. Kvikmyndagerð er jú ekkert annað en form af fráagnarlist. Tæknidraslið eru bara verkfæri að því marki að segja sögu eins og blað og blýantur.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 06:50
Takk! Ég vona að ég þurfi ekki að syngja og dansa og ég held þess þurfi ekki!
Takk kærlega fyrir Jón Steinar, ég held ég fari nú þó alls ekki að hóta fólki...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.3.2010 kl. 12:06
Segi það með prakkaranum.. þú munt örugglega brillera í gegnum þetta dæmi allt saman.
Keep trucking!
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 14:21
Vá, mér hlýnar nú bara í hjartanu við að fá svona góða kveðju frá þér DoctorE, takk kærlega!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.3.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.