NEI!

Þar sem ég hef ekki kosningarétt vil ég bara koma minni skoðun á framfæri, og já, ég hef lesið bæklinginn sem var sendur heim. Ég hef fylgst með Icesave-deilunni og fýlupúkunum í Ríkisstjórninni sem ætla ekki að kjósa. Þeir sem kjósa ekki ráða engu - svo einfalt er málið.

Ég vildi að ég væri 18, bara til þess að ég gæti kosið í þessum sögulegu kosningum!

Annars langar mig lítið að tala um fréttir hérna innanlands, finnst þær óspennandi og þær ganga endalaust í hringi.

Fréttir frá mér, ég verð að uppfæra fréttalistann minn.

Þann 20. febrúar fór ég að sjá uppáhalds tónlistarmanninn minn (öllu heldur tónlistarkonu), Emilíönu Torrini, í Háskólabíóinu með frænku minni. Ég sat dofin í sætinu mínu og var mjög utan við mig, þetta voru yndislegir tónleikar í alla staði, og ótrúlegt hvað Emilíana er rosalega góð á sviði, þá meina ég almennt. Hún er einlæg og fyndin! Ég hafði hlakkað til þessarar stundar frá því í lok nóvember 2009, þegar ég hoppaði um heimilið mitt með tárin í augunum. Nú segi ég nú bara; mikið rosalega hlakka ég enn meira til næstu tónleika sem ég fer á, vona svo sannarlega að ég fái að upplifa það aftur!

Þegar ég var í bænum um þessa helgi kíkti ég á margt af fjölskyldu minni, og náði að hitta bæði ömmu og afa í Kópavogi og ömmu og afa í Keflavík. Einnig fór ég í Kolaportið, og varð mér úti um tvær Janis Joplin plötu, bol og Donnu Summer plötu.

Skólinn gengur þokkalega, mér þykir þó virkilega erfitt að aðlagast svona miklum lærdómi - hefði alveg viljað kynnast þessu fyrr í grunnskólanum. Framhaldsskóli er ekkert grín - nema ef maður er í leikhóp, sem ég er einmitt í. Við í Leikhóp FAS erum nýbyrjuð að æfa þrælskemmtilegt leikrit sem við frumsýnum svo... einhverntímann, ég er ekki viss!

Ég er farin að safna plötum, hljóðið úr plötuspilurum er einstakt, miklu flottara og stílhreinna. Ég á ekki margar, svo ég ætla bara að koma með listann og söguna á bakvið þær.

 Farewell Song, Janis Joplin - Pabbi á þessa plötu, en ég held að ég megi eigna mér hana, það fyrsta sem ég heyri með Janis Joplin, ég varð að prófa að hlusta á þessa plötu þegar við vorum að fara yfir plötusafnið hans pabba, vegna þess að ég vissi að Andrea frænka heldur upp á hana. Svona líka kolféll ég fyrir tónlistinni hennar!
Hér koma plötur sem Axel afi minn gaf mér:
Natty dread, Bob Marley & The Wailers - Held mikið upp á hann!
Á frívaktinni, ýmsir - Aðeins eldri íslensk lög
Með sínu nefi, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Sígild tónlist, og svo falleg!
The great pretender, Dolly Parton - Mér finnst bara eitthvað svo magnað við þessa konu.
Flash Gordon, Queen - Ein uppáhalds hljómsveitin mín.
Greatest, Bee Gees - Ótrúlega flott hljómsveit!
Die Tanzplatte des jahres, Hugo Strasser - Afi sagði að ég og Rafn gætum æft okkur að dansa við þessa plötu, enda 13 lög fyrir 13 mismunandi dansa.
Í takt við tímann, Sinfóníuhljómsveit Íslands - Afi varð líka að láta mig fá þessa, ég hef hlustað á hana og finnst lögin ótrúlega flott, og Sinfóníuhljómsveitin er svo flott!!
Plötur sem ég hef keypt, meira að segja í röð:
Tímarnir okkar, Sprengjuhöllin - Fann hana óopnaða á 2000 kr. í  fyrsta skipti sem ég fór í Kolaportið, og varð að kaupa mér hana, fyrsta platan sem ég eignast sjálf.
Sleepdrunk season, Hjaltalín - Ég var á ljósmyndagöngu með Konum og ljósmyndum og við fórum og fengum okkur kaffi í Eymundsson á Skólavörðustíg og ég sá plötur þar og varð að kaupa mér eina. Þar kom plata nr. 2.
The Album, ABBA - Frænka mín fann hana í Góða hirðinum, eina það sem ég kannaðist við, og hlustaði mikið á ABBA fyrir tveimur árum svo ég varð að kaupa hana - á 200 kr!
Anthology, Janis Joplin - Fór að einum bás í Kolaportinu síðast þegar ég fór þangað (í annað skipti) og fékk þar þessa líka flottu plötu. Auðvitað tvær plötur, og með henni var líka
Pearl, Janis Joplin - sem ég varð að sjálfsögðu að taka með, og vegna þess að ég var komin yfir einhverja fjárhæð fékk ég að velja eina plötu undir borðinu og greip það fyrsta sem ég þekkti
Bad girls, Donna Summer - tók hana vegna þess að mér leist ekkert á það að vera þarna sitjandi á hnjánum á mér eins og kjáni.

Og núna, þegar ég skrifa þessa færslu er ég búin að umturna herberginu mínu, skrúfa nokkuð mikið niður og laga aðeins til og fer að þrífa. Ég er ekki manneskjan sem á bleikt herbergi, sem minnir eiginlega bara á prinsessuherbergi, svo því er verið að kippa í liðinn.

Og fyrst það er 6. í dag, þá er kannski gaman að segja frá því að í dag höfum við Rafn verið saman í 3 ár og 5 mánuði. Lífið þýtur áfram!

En nú verð ég að halda áfram!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Roslín Alma.

Þetta er ánægjulegt að heyra að þér er ekki sama um hlutina sem eiga eftir að skifta þig miklu í framtíðinni.

Gangi þér allt sem best  og öllum þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 02:10

2 Smámynd: Hannes

Það er fáranlegt að þú megir ekki kjósa en að hún Jóhanna megi það því að hún verður dauð eða á fínu eftirlaunum sem þú og aðrir skattborgarar þessa lands borga þegar það verður byrjað að borga af þessu þjófa láni sem var þvingað upp á þjóðina.

Hannes, 6.3.2010 kl. 02:29

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já Þórarinn, mér myndi þykja vænt um að þurfa ekki að vera með einhverja hrikalega háa upphæð á herðum mér, og kannski án þess að ég skuldi yfirhöfuð krónu sjálf. Ég hugsaði það nú bara þegar ég var að lesa í Sögu um Dani og þegar Danakonungur réði yfir landinu, hvað allt væri betra EF við værum enn undir stjórn Dana, þá allavega hefði þetta ekki gerst, enda sjáum við sjóð þeirra, þeir skulda ekki..

Hannes, það er í sjálfu sér í lagi þó ég kjósi ekki, enda ekki komin með kosningarétt. Ég bíð bara eins og hinir, en ég vona að þeir sem eru 18 ára og eldri fari og kjósi rétt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2010 kl. 02:35

4 Smámynd: Hannes

Róslín ég er búinn að fara og kjósa Nei en því miður get ég ekki kosið ríkisstjórnina í fangelsi og útlegð

Hannes, 6.3.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 6.3.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir


Þetta er æðislegt lag Ommi, frænka mín, Andrea Jóns, fékk eiginhandaráritun frá henni handa mér einmitt á smáskífuna Sunny Road sem hún gaf mér, sko Andrea, uppáhalds lagið mitt!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2010 kl. 20:41

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

  Nei

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 20:19

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.3.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband