Svolítið um daginn og veginn...

Hin daglega rútína hefur komið sér fyrir í lífi mínu aftur. Skóli, tónskóli, tónfræði, heimalærdómur og blak.

Mér hefur þó ágætlega tekist að brjóta þessa rútínu aðeins upp og farið alltof seint að sofa uppá síðkastið vegna þess að ímyndunaraflið og sköpunarþörfin í mér er komin úr fríi. Ég mála fram eftir nóttu og hef nú lokið við að setja upp herbergið upp á nýtt í kollinum á mér.

Í gærkvöldi fór ég að mála þar sem mig langaði svo mikið að eiga mynd af Janis Joplin til þess að setja upp í herberginu þegar það verður tilbúið. Hér er mynd af myndinni:

 Fyrsta tilraun svo þetta á að vera í lagi! Er sjálf mjög sátt við hana.

Málaði líka aðra stærri mynd, en ekki svona.

Í dag fór ég með Rafni og Freyju upp í Bergárdal, ótrúlega fallegt þar, og þið megið endilega sjá myndir af því líka.

 

 Bergárfoss var allur frosinn og hægt var að ganga á vatninu!



Freyja var voða hress og alltaf á hlaupum, algjört krútt!


Rafn við fossinn


Þetta var hrikalega flott!!


Og svo ein af okkur við fossinn, aðeins skakt brosið mitt enda mikil list að halda á hlunknum (frk. Sólrúnu myndarvél) og taka sjálfsmynd!

 

Annars hvað varðar Sri Lanka málið, þá hef ég ekki frétt neitt meira.

Þetta var bara svona smá uppfærsla,
knús!

OG JÁ, ég ætla að misnota mér stöðu mína og auglýsa eftir plötum með Janis Joplin, ég á eina, þessi mynd er framan á henni.

http://raymondpronk.files.wordpress.com/2009/10/janis_joplin_60s_color.jpg

Og svo er ég líka að vona að einhver eigi geisladiska með Emilíönu Torrini, ég sjálf á Me and Armini og Love in the time of science. Ég hef mikinn, endalaust mikinn áhuga á að fá geisladiska eða plötur með þessum tveimur flytjendum, ef einhver hefur ekki áhuga á því að eiga það og vill gefa eða selja mér má endilega senda mér póst á roslinvaldemars@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég á gamla góða Janis þar sem hún er á mótorhjóli, tími bara ekki að láta hana hún var uppáhalds þegar ég var á þínum aldri. FLottar myndir hjá þér  en ef þig vantar lögin hennar þá get ég sent þér fullt af þeim.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: Ómar Ingi

Fínustu myndir

Ómar Ingi, 4.2.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábærar myndir hjá þér, Janis á ég ekki því miður, en hefur þú athugað kolaportið?
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 17:15

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég á nokkur lög með henni Ásdís, ásamt einni plötu! En takk kærlega fyrir samt!

Takk Ommi!

Takk Milla mín!
Ég ætla að kíkja þegar ég á leið í bæinn og spyrja um Janis þar, þýðir ekkert annað!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband