Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2008 | 21:53
Heimalærdómur...
Að vísu eru einkunnir, skelltar niður á blað, tala frá 0 - 10 alveg þokkalega leiðinleg uppsetning. Ég er þessi sem fæ og fékk oftast á milli 5-7,5 í flestu sem ég tek mér fyrir hendur í prófum, sama hvort ég læri vel eða ekkert undir. Auðvitað hefur maður varla áhuga á einhverju sem maður nær engum árangri í, hvort sem maður reynir eður eigi. Það á við um mig í náttúrufræði - hún er alveg lost í mínum augum. Ég er léleg í tungumálum og málfræði, það er bara staðreynd, ég er lesblind á þann máta - ég er góð í íslensku, en kannski ekki endilega málfræðinni. Man af og til hvað 1., 2. og 3. persóna eru, en takið eftir, bara af og til!
Ég er að læra fyrir stærðfræðipróf, jöfnur heitir þetta! Ég veit að ég kann bara nokkuð mikið í þeim, en Sædís var að senda mér einhver dæmi svo ég ætla að bíða og sjá, skoða hvort ég er skarpari en skólakrakki.. ( Ég er það nú varla.. )!
En eins og ég segi, ég get næstum því talið það með öllum puttunum mínum hve oft ég hef ekki mætt lærð í skólann. Við tökum próf ekki með, enda var ég hrikaleg í 8. og 9. bekk út af persónulegum ástæðum - hafði einfaldlega engann áhuga á neinu skólastarfi o.s.frv., o.s.frv.!
Á morgun byrjum við að lesa upp leikritið sem við ætlum að sýna - vonandi samt að ég komist, fer kannski í vinnu ef svoleiðis verður - að slýta humra í sundur....

Ég ætla aftur á móti að læra undir prófið núna, meira, ég ætla að fá góða einkunn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2008 | 20:35
,, þegar það hringdi inn úr frímínútum og gekk ég upp í tíma, og brosti þegar ég sá þetta flotta andlit uppstillt upp á vegg "..
Í gærkvöldi horfði ég með stjörnur í augunum á tvo flottustu þættina á Íslandi í dag, Svartir Englar
Ég er að ganga sömu ganga og þessi fræga leikkona, 5 daga vikunnar og hef gert í tvö ár, og aldrei þorað að spyrja að þessu. Þessari einni spurningu - þorði það ekki!
Alltaf er meira og meira að ýta undir það sem mig langar að gera,þegar það hringdi inn úr frímínútum og gekk ég upp í tíma, og brosti þegar ég sá þetta flotta andlit uppstillt upp á vegg - Ólafía Hrönn er ein af þeim sem gefur mér von. Sólveig líka, TAKK

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2008 | 21:49
Innsýn í líf ungrar stúlku, unglingsstúlku..
Ég er tóm. Alveg galtóm. Ég er búin að hafa þennan glugga opinn í allan dag og ætla mér alltaf að skrifa eitthvað skemmtilegt og merkilegt. En allt kom fyrir ekki, út vilja orðin ekki fara lengra en að höndunum, hugsanirnar ná ekki niður í fingurgóma svo út koma leiðinlegar kvillur.
Ég sat einu sinni í íslenskutíma í fyrra, upp við vegg og sneri að öllum krökkunum í stofunni, með tónlistina í botni í eyrunum svo ég gæti einbeitt mér. Einbeitt mér að færa hugsanir mínar niður á blað, blað sem ég henti fyrir slysni um daginn. Ég ætlaði að eiga það en allt kom fyrir ekki, ég henti því sjálfmeðvituð í ruslakörfuna sem hefur verið farið með út í rusl. Minning sem ég á aðeins skrifaða á tölvutæku formi, og er mikið skiljanlegri á þann hátt - en ekki jafn þýðingarmikil.
Stundum er það gott fyrir mann að líta aftur á bak inn í fortíðina, sama hvað á dvein, á hvaða tímapunkti í lífinu. Hvernig ég hefði frekar farið að þessu, en fór þó í aðra átt. Hvernig ég vildi segja hluti, en sagði þveröfugt.
Þegar einar dyr lokast - opnast yfirleitt tvær aðrar í staðinn.
Ég skrifaði þetta 7. febrúar 2008, snemma í ár s.s. , mér líður betur síðan þá, mér fer fram.
Hér sit ég með bekknum mínum í íslenskutíma. Ég er búin að vinna vel í Smáorðum svo ég fékk leyfi til að skrifa. Þetta er fyrsti tíminn í dag og margir illa sofnir, aðrir frekar dofnir. Ein sem snýr sér aftur að mér og syngur með iPodinum mínum, þessir krakkar eru öll frekar fjölbreyttir, mismunandi háralitir, hæðir, andlits föll og síðast en ekki síst persónuleiki. Áhugamálin vanta ekki, hestar, fótbolti, körfubolti, frjálsar, fimleikar, söngur, tónlist, teikningar, dýr og svo margt annað. Allir krakkarnir sem eiga framtíðina fyrir sér, t.d. söngvari, hestakona, fótboltafólk, körfuboltamaður, bóndi, arkitekt og svo er það ég sem ekki er alveg búin að ákveða mig. Suma er mjög auðvelt að pirra algjörlega óvart. Þessir krakkar eru ýmist ágætir vinir mínir, og aðrir betri. Samheldari bekk hef ég ekki vitað um. Flest hef ég vitað af og þekkt síðan í 1. bekk. Flestir krakkarnir hafa verið með mér í bekk frá því í 3. bekk.
Og lengra komst ég ekki því hringt var út í frímínútur.
Núna kemst ég ekki lengra vegna heimalærdóms - hef brennt mig á því nokkrum sinnum í dag að byrja að læra. Pönnukökubakstur gekk framyfir lærdóminn - enda brögðuðust þær líkt og himnasending ef það er ekki of sæt lýsing...
Knús & kram

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.9.2008 | 16:14
Hvernig er þetta hægt?
En fyrst það er svona rosalega fallegt veður og gott, ætla ég með mömmu á eftir að taka ljósmyndir, vonandi að það koma einhverjar almennilegar út úr þessari ferð, og ef svo verður skal ég með sanni sýna ykkur afrekið!
Knúsar og kram

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.9.2008 | 12:26
Ísland - Frakkland
( Er örugglega að bulla eitthvað, endilega leiðréttið mig! )
Ég missi því miður örugglega alveg af leiknum, er að fara á leikæfingu og hún gengur fyrir. En ég verð bara að vera með stelpunum okkar í anda - ÁFRAM ÍSLAND!

Eigið góðan laugardag og sunnudag líka, dagarnir mínir eru nokkuð annasamir svo ég veit ekki hve mikið ég læt heyra í mér.
Hafið það sem bestast

Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 19:51
Hamstraskítur
Fallegi hamsturinn minn sem var hjá mér frá árinu 2004 til 2006, var mjög virkur hamstur og borðaði mikið af hamstrasúkkulaði, týndist einu sinni og skeit einmitt undir kommóðuna mína þá. Hann var fljótur að skítuga búrið sitt - skítur út um allt!
En það sem ég ætla að tala um er ekki hann Guffi minn, heldur matur sem ég lít mikið frekar á sem hamstraskít heldur en nokkurn tíma mat.
HAKK er sá matur sem er kannski ekkert endilega bragðvondur, en þegar ég hugsa mér um að borða það og í þau fáu skipti sem ég hef borðað hakk. Minnir það mig óspart á hamstraskít, og að finna fyrir því uppí munninum á sér er martröð!
Ég lýsi því hér með yfir, að ég ætla aldrei aftur að borða hakk, allavega ekki oft aftur!
Ég er hætt að rugla í ykkur, þetta er ekki hollt fyrir hugann að lesa svona.
Gott kvöld, góða nótt, bless!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.9.2008 | 22:30
Minningarbók

Allir ættingjarnir og kunningjarnir að skoða mínar einkapælingar og vitleysu!!!
Hér fann ég umsögn um mig síðan úr bæjarvinnunni sumarið 2007;
Róslín var sæmilega duglegur starfskraftur, hefði þó mátt vinna meira og betur oft á tíðum en það kom þó fyrir að hún var mjög dugleg. Að öðru leyti mjög fín stelpa en mætti þó fylgjast minna með Idol.
Hvaða heilvita maður trúir svona umsögn?......
Annars vann ég nú oft vel á tíðum, það stendur þarna, en þau skipti voru sko oftar en hin - svo er það bara öfundsvert hvað ég veit mikið um íslenska Idolið. Enda einn mesti aðdáandi þess!
Er það ekki rosalega öfundsvert þegar margir úr Idol seríunum forðast nafnið mitt, fá meira svona andstæðuna við fráhvarfseinkenni... lenti einmitt í svoleiðis atviki þarna um árið - held þó að þetta sé gott í dag!
Þarna geymi ég jólakort og afmæliskort, pappír utan af seinustu afmælisgjöf frá Rafni - Rósa amma sagði að maður ætti að varðveita svona hluti. Svo að ég skal hundur heita ef ég hlýði ekki henni ömmu minni!
Eystrahorn, heftuð saman nokkur fréttabréf af Rocky Horror - endalaust góðir tímar!!
Eyddi m.a. ófáum fallegum orðum í vini mína, vel valin skrif ( einmitt ein úr Idolinu, virkar nú samt meira sem vinkonustórasystir eitthvað svoleiðis sko!);
Guðbjörg Elísa er ótrúlega góð og yndisleg. Þegar ég hitti hana, þá er hún alltaf brosandi og þá getur maður ekkert annað en að brosa líka. Hún er nefnilega með svo fallegt bros. Ég get sagt henni frá öllu. Hún gæti verið svona "stóra systir mín". Hún er yndislegasta manneskja sem ég þekki. Hún er með æðislega fallega söngrödd og á eftir að ná langt í söngnum.
Ég stend sko aldeilis enn við orð mín - Gugga er æði, og röddin hennar er bara yndisleg, hér má sjá og heyra í henni;
Þess má vel geta að hún hjálpaði mér að finna fermingarkjólinn!!
Inni í möppunni er að finna gamalt Viku blað, þið getið giskað þrisvar hversvegna..... já, það er útaf því að hún frænka mín Laufey er á forsíðunni og svo er að finna viðtal við hana í blaðinu!
Á síðustu bls. kemur það engum á óvart, en þar er úrklippubók með útskýringum um hverja mynd, IDOL. Eiginhandaráritanir og Idol miði - meira að segja einn X-factor miði líka!
Þarna er að finna opnunina úr Hér & Nú þar sem ég var ásamt Idolinu mínu úr annarri seríu, Margréti Láru og æskuvinkonu minni Þórdísi Imsland. Algjörar krúsídúllur á línuskautum!
Mestmegnið af Idol myndunum eru af Idolinu mínu - sem ég grét pínu útaf því að hún datt út á sínum tíma - engri annarri en Guðrúnu Láru, Nönu! Og reyndar eru helmingur myndanna af þeim hjónum, Nönu og Dísu. Þær eru sko langbestar
!
Það er ótrúlega krúttlegt að skoða þessa minningarbók, þó svo að ég gerði hana fyrir ca. einu og hálfu ári - þá eru það alltaf eitt og hálft ár.
Á endanum munu allar mínar færslur og allt það fallega sem þið bloggvinir mínir hafið sagt við mig, vera komið fyrir í þessari möppu, þyrfti helst að gera eina sér bara....
Knús og kram!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.9.2008 | 17:02
Kveðja inn í vikuna! ( Nýjar ljósmyndir )





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.9.2008 | 17:52
Hvað er ég að reyna?..
Ég held áfram að reyna, ég veit þið hugsið að ég sé ung og eigi líklegast eftir að fara í sjónvarp seinna.
En af hverju, þar sem ég er nú eins og ég er, bæði opin og rosalega feimin í senn, ekki að leyfa mér að sjá, rísa og falla með mínum vitlausu hugsunum?
Það sem ég er að hugsa um núna, er það þegar ég sat og horfði á Ríkissjónvarpið og sá að Eva María verður á skjánum á hverju sunnudagskvöldi. Ég vona að hún sé ekki búin að gleyma minni beiðni, og allavega leyfi mér að koma í eitt viðtal við sig - ekki þá í sjónvarpi endilega.
Sendi henni tölvupóst í gær, þar sem ég varð bara!
Veit vel að mörgum þykir ekkert merkilegt við mig, og ég veit ekki hvar ég set mig, ég er ekkert merkilegri en aðrir. En ég er heldur ekki ómerkilegri en aðrir. En ég neita því að vera venjuleg - annað hvort lifi ég í blekkingu eða í sannleikanum..
Nú er að bíða og sjá!
Annars ætla ég að gerast algjör þjóðremba og horfa á þættina í kvöld, sjá m.a. Sólveigu Arnars. á Ríkissjónvarpinu að leika í Svörtum Englum, og Lollu ( Ólafíu Hrönn ) á Stöð 2 í Dagvaktinni.
Sólveig, uppáhalds leikkonan mín - og Lolla, Hornfirska leikkonan sem lék í sama leikfélagi og ég.. bara fyrir fjölda árum

Knús á ykkur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.9.2008 | 16:19
Til hamingju með daginn, mamma!
Í dag er merkisdagur!
Móðir mín góð á afmæli í dag, og er orðin einu ári eldri en á síðasta ári, ef þið reiknið þetta rétt þá kemur út úr því 47 ár. Já, mamma er orðin 47 ára gömul, hvorki meira né minna, búin að fæða og klæða 3 börn og einn eiginmann, pabba.
Amma, afi og Sædís sys komu heim og því er verið að halda uppá daginn í dag, pörusteik og alle gúd!
Við systkinin snigluðumst út í búð eftir skóla hjá mér og vorum lengi að hugsa okkur um, en komumst að niðurstöðu og þess má geta að Axel bróðir átti afmæli 14. september svo að við systur skutumst út í búð í dag og fundum smágjöf handa honum.
Ætla ekki að hafa það lengra;
Til hamingju með daginn elsku mamma mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)