19.8.2008 | 18:58
Fyrir akkúrat ári;
Trommusett..
Þannig ég fór að leita innanlands og fann þar byrjandatrommusett sem er vonandi ekki búið að selja á 20 - 25 þúsund. En það fylgdu ekki cymbalar, einhver vitur um trommusett hvað er það?
Allavega stendur í auglýsingunni að það sé af gerðinni Verve, svart á litinn, átta mánaða og lítið notað gott fyrir byrjendur.
Farin að hallast á að það sé barna trommusett, en er ekki allt of viss um það.
Ég sendi manninum e-mail og spurði hvort það væri nokkuð búið að selja það, og á eftir að fá svar við því.
En þá vaknar spurning, ætli ég komist upp með að fá að kaupa það ???
Mamma og pabbi eru ekki rosalega sammála mér um að fá mér trommusett, en ég komst upp með hamstur, ætli ég komist þá upp með trommusett?
Foreldrar eiga að styðja á bakvið börnin sín í því sem þau hafa áhuga, og þetta er hugsanlega eina hljóðfærið sem ég gæti og vill spila á þar sem að ég er svo rosalega lesblind á nótur og þessháttar vesen. Mig hefur líka lengi dreymt það að fá að spila á trommusett, ég ataðist alltaf inn í pottaskápinn hjá mömmu meðan hún var að setja í uppþvottarvélina og náði í sleifar og þóttist vera ótrúlega svalur trommuleikari

Ef svo er að það sé búið að selja trommusettið, er þá einhver sem veit um annað á svona góðu verði og vantar ekki mikið í?
En í heildina hvað segið þið um þessa pælingu?
Annars væri ég samt líka mikið til í að kaupa mér macro linsu á vélina mína, en þar sem ekkert trommusett er hér, þá er það betri kostur..
Ykkar,
Róslín Alma..
Þetta skrifaði ég fyrir akkúrat ári, tjah, ég fékk ekki trommusett í afmælisgjöf. Ég man engan veginn hvað ég fékk frá foreldrum mínum, en veit það núna og það verður eitthvað myndavéladót sem við kaupum í bænum. Annars er enginn óskalisti, ég ætla bara að vona að sem flestir muni eftir mér og ég ætla að setja inn smá vídjóblogg handa ykkur í kvöld.
Við kepptum við Víði/Reyni í dag og unnum 7-0, voða lítið að gera hjá mér í markinu. Veit ekki hvort ég þori alveg að fara með það, en það gæti verið að ég ætla að hætta í fótbolta núna eftir ágústmánuðinn..
Eftir einhverjar klukkustundir verð ég orðin 15 ára gömul, ég er bara ekki alveg viss um akkúrat hvenær, svo það má bara byrja að óska mér til hamingju eftir kl. 24.00 í kvöld

Held smá "kökuveislu" á morgun fyrir 4 vinkonur mínar og hitti Rafn annað kvöld, betri afmælisdag held ég að ég geti ekki ímyndað mér

Eigið gott kvöld, ég ætla að eyða því í að taka til!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.8.2008 | 01:08
Bloggarinn - Vídjóblogg
Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á öftustu síður 24. stunda. Þá aðeins til að kíkja á dálkinn " Bloggarinn ". Þar sem ég hafði einu sinni áður komið fyrir í þeim dálki, bjóst ég engan veginn við að ég myndi toppa hina vitleysuna í sjálfri mér, en það gat ég. Annarratungumálaferðamannafælnisbloggið komst núna á laugardaginn við í blaðinu.
Svo ég viti hef ég komist núna tvisvar fyrir í blaði með bloggið mitt, enda á ég það til að vera óskaplega fyndin, eða allavega mjög nálægt því.
Í tilefni af þessu, og þar sem ég er bara 14 ára enn, þá fannst mér tilvalið að vera enn vitlausari, og af því sem þau tóku saman úr blogginu mínu les ég upp eins og ég myndaði setningarnar í höfðinu á mér.
Á laugardaginn hitti ég Sylvíu ljósmyndavinkonu mína, alltaf gaman að sjá hana!
Kepptum í gær ( sunnudag ) á móti Grindavík, 3. flokki í fótbolta. Töpuðum 4-1, og nei ég var ekki reið, það tekur því ekki, maður verður að njóta þess að fá að taka þátt sjáið til.
Ég ætla að sækja um í tónskólanum núna á fimmtudaginn, gá hvort ég fái inn, enda tími til að koma sér að verki í einhverju sem manni langar rosalega að gera. Trommusett er það sem ég ætla að læra á, enda bíður eitt svoleiðis flykki mín út í bílskúr. Ég þarf bara að kaupa fleiri trommukjuða þar sem mínir eru alveg að eyðast upp greyin atarna.
Afmælið mitt er svo núna á miðvikudaginn svo að ég skrepp út í búð á morgun til að kaupa í kökur og svo bökum við mamma. Svo er leikur hjá okkur í 3. flokk kvk á þriðjudaginn á móti Víði/Reyni, svo það er alveg nóg að gera hjá mér næstu daga.
Hafið það gott
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.8.2008 | 23:32
Bara af því að..

Maður segir aldrei neitt of oft, frekar öfugt. Af því að systur minni þykir ég einstaklega mikil sleikja, þá vil ég koma því á framfæri að ég átti frábæran dag með mömmu, þar sem ég sat með henni í bíl og hún hjálpaði mér að sinna áhugamáli mínu ; að taka myndir. Við ókum um sveitina og ég tók nokkrar myndir og Lubbi fékk að hreyfa sig.
Mér þykir vænt um mömmu mína

Og pabba og Sædísi og Axel!


Mig langaði bara að deila þessu með ykkur hinum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Á N1 fer ég til að pumpa í dekkin á hjólinu, en hef verið haldin svo mikilli svokallaðri annarratungumálaferðamannafælni. Að ég er hrædd um að ég verði spurð að einhverju, á ensku sem ég get ekki svarað, og staðið bara eins og hálfviti.
Það var kjörið að fara í dag, þar sem ég gat ekki hjólað vegna loftleysis í dekkjum, hjólaði á N1 því þar var ekkert af fólki á planinu. Þegar ég skrúfa tappann af afturdekkinu kemur þá ekki hjólandi ferðamaður að mér og bíður eftir því að geta pumpað í dekkin hjá sér. Ég var eins fljót og ég gat, rétti manninum svo loftdæluna líkt og ég væri að rétta honum skæri. Hann sagði thank you og þegar ég ætlaði að stíga upp á hjólið spurði hann mig hvort væri " súpermarkaður " á svæðinu.
Ég stóð þarna eins og hálfviti, með mína eðalíslensku-ensku að vopni, og sagði við hann ,, Æ gjess it is klós ná ". Hann spurði mig hvort það yrði opið á morgun og hvert hann ætti þá að fara. Ég benti í átt að göngustígnum sem ég hjóla á hverjum degi og sagði ,, jú djöst gó ðer "... horfði í kringum mig ,, eða nei.... " leit á Hafnarveginn benti á hann ,, jú ken.. mmmmm....... bara..... gó aftör ðis vei ".... hugsaði mig tvisvar um og hélt áfram ,, end ðen jú vill örugglega sí it ".
Grey maðurinn skildi varla mína fáguðu eðalíslensk-ensku. Horfði á mig eins og ég væri hálfviti og sagði thank you, I will find it.
Ég þarf að fara að herða mig á í ensku, ég held ég nái þessu með góðri æfingu!
Fór með mömmu að taka myndir, ég ætla að fara yfir þær núna og set svo þegar þær verða komnar á netið hingað inn í sömu bloggfærslu. Mamma minnti mig á skemmtilega sögu, sem gerðist þegar Lubbi var bara hvolpur.
Ég og pabbi fórum út í Húsgagnaval á gamla bláa fólksbílnum okkar og Lubbi aftan í opnu skotti. Eftir stutta veru inni í versluninni fórum við aftur og ætluðum inn í bílinn, var þá ekki hundurinn búinn að stíga á læsinguna og læsa sig inni og okkur úti - og bíllyklana inni hjá sér!
Við þurftum að bíða í einhvern tíma eftir að Axel bróðir kæmi með auka lykil, síðan þá hef ég aldrei vanmetið visku hundsins, hann er þrælgáfaður!
Eins og flestallir vita - eða öfugt, þá á ég afmæli eftir 6 daga, á þeim herrans fallega degi 20. ágúst. Ég er ljón, og passa mjööög vel inn í mitt stjörnumerki. Ég hef ekki pælt í neinum afmælisgjöfum, hef bara verið svo ánægð að vera ekki 14 ára lengur, ég er ENNÞÁ á fermingaraldri!
Knúsknúsknús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.8.2008 | 18:56
Fjölmiðlafælandi...
Ég hef aldrei komið í sjónvarp, ekki verið krakkinn sem hoppar fyrir aftan í íþróttaviðtölum og þykist vera ótrúlega svöl. Ég hef aldrei fengið færi á því. Ég hef aldrei talað í útvarp, því ég hef aldrei verið talin nógu kostuleg til þess, enda með endalaust leiðinlega rödd og ótrúlega smábarnaleg í svörum.
Ég vil minna á færsluna mína, sem ég skrifaði fyrir 5 mánuðum síðan. Ég hafði fljótt samband við Evu Maríu, og hún bað mig um að hitta sig næst er ég kæmi í bæinn í spjall. Í einni af ferðum mínum í bæinn stóð svo umtalda konan beint fyrir framan nefið á mér, og ég gat ekki einu sinni kallað á hana.
Sá draumur þaut út um gluggann stuttu seinna, þar sem þáttum hennar lauk í lok maí mánaðar.
Ég, eins og stendur í þessari færslu, skrifaði Ellý Ármanns smá e-mail, en fékk ekki svar. Þar fannst mér ósanngjarnt að bara " fræga " fólkið. Skulum frekar kalla það þekkta fólkið, hér á Íslandi var í Sviðsljósinu, en í auglýsingum stóð eitthvað sem átti að vísa til allra manna. - Nei ég er ekki að skammast!
( Ellý er mjög ljúf og góð manneskja, ég er ekki að efast um það!).
Það kom að því að ég sendi inn grein í Morgunblaðið, sú grein var birt, og gleðin skein úr andliti mér. Ég hélt að allt væri að snúast mér í hag þá, neibb ég held svei mér ekki. Ég fer ekki lengra út í þau málin, en reyndar sama dag fékk ég að heyra að ég væri á leið til Manchester, svo hrundi það allt niður.
Greinin mín birtist í Eystrahorninu, jú, jú, heimablaði Hornfirðinga og nærsveitunga. Einhverjum mánuðum seinna sendi ég aftur grein í Morgunblaðið, sem var birt líka. Það sagði samt lítið um mig, þar sem ég var að skrifa greinarnar, þær voru ekki um sjálfa mig.
Jú, það má finna mynd af mér í einni bók. Íslensk Knattspyrna 2006, man ekki á hvaða bls. en þar er ég og 4. flokkur kvk Sindra, með Íslandsmeistarabikarinn okkar.
Ég hef komist að því að blöð fælast mig ekki, heldur netfjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.
Bloggið mitt til Evu Maríu birtist í 24 stundum. Ég kom við í frétt um Ljósmyndagrúbbu á Flickr, þar sem ég var á tveimur myndum, svo loksins birtist mynd af mér í Mogganum og frétt, á bls. 4 einhvern tíma. Útaf ljósmyndasýningunni minni!
Ég verð aldrei fræg með þessu áframhaldi.....
E.s. ÉG ER HÆTT AÐ VINNA

E.e.s. Stjörnuspáin mín samkvæmt 24 stundum í dag, hljómar einhvern veginn svona;
Fagnaðu þessum áfanga í lífinu á eftirminnilegan hátt. Hvað langar þig mest?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)