Neyðarkall frá Sri Lanka!

Ég á að vera að skrifa uppkast að ritgerð, en hvað um það.

Ég á vinkonur sem búa á Sri Lanka, þær eru systur, önnur er tveimur árum yngri en ég, en hin er að verða 21.

Fyrir íslenskutíma í dag var ég á Facebook og eldri systirin var farin að tala við mig og biðja mig um að reyna að koma þessu á framfæri. Að 75% af Srí Lanka búum væru ekki ánægðir með forseta sinn, og hreinlega bara hræddir við hann.

Þetta er m.a. það sem hún hefur sent mér;


General's security totally withdrawn. his life is in a big risk. For those who in Colombo or near to Colombo, pls Come in front of the lake house immediately....

Army genaral Mr. Sarath Fonseka, still stuck in the hotel, no one to help him, coz he knows da truth.

Hún nefnir einnig að engin þjóð viti sannleikann um það að kosningarnar á forsetanum voru alfarið svindl.

Ég veit ekki hvernig þessi mál standa og verð að vera hreinskilin að ég veit bara ekkert um þetta nema það sem hún hefur sagt mér. Við vorum fyrst til að koma til Haítí að hjálpa til þar. Við getum líka verið dugleg að veifa þessu fyrir framan Bandaríkin og reyna að koma þessum skilaboðum til þeirra, allavega bað vinkona mín um að það yrði gert, að þau gætu gripið inní.

Þarf að gefa mér tíma til að leita að fréttum og svoleiðis, mér líst ekkert á þetta frá þessu sjónarhorni litið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta er til fyrirmyndar hjá þér Róslín, eins og allar þínar færslur. Þú ert á réttri leið. Kv. Þráinn Jökull

PS. Mig langar til að benda á færslu mína þ. 20.12. undir fyrirsögninni "Hugleiðingar að kvöldi dags." Þar er splunkuný mynd af syni mínum. Ég er svo hamingjusamur og ánægður með soninn að ég má til með að deila því.

Þráinn Jökull Elísson, 27.1.2010 kl. 19:10

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það væri betra ef þessi skilaboð væru aðeins skýrari. Netið getur gert margt til hjálpar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 03:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 það er víða pottur brotinn

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 13:40

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Þráinn! Ég geri mitt besta til þess að reyna að hjálpa. Þú mátt líka vel vera ánægður og hamingjusamur með soninn..

Ég var að tala við vinkonu mína aftur rétt áðan Hildur Helga, ég ætla að lesa allt sem ég kemst yfir um þetta núna og skrifa aðra færslu.

Því miður Ásdís, við erum eiginlega ekki í neinum vandamálum hér á Íslandi miðað við svo margar þjóðir!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.1.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband