Ég, um mig, frá mér, til mín..

Ég er léleg, virkilega léleg í stærðfræði, en náði þó 103 áfanganum með 6 í meðaleinkunn í fyrra. Ég er einnig virkilega léleg í dönsku, þó svo að ég sé farin aðeins að skilja tungumálið, þá mun ég aldrei skilja talaða dönsku. Íslensk málfræði vefst virkilega fyrir mér og eins oft og henni hefur verið hamrað í hausinn á mér, næ ég henni aldrei. Ég er ekki góð í að tala ensku né hafa það sem ég skrifa í réttum tíðum og föllum. Ég kann einföldustu útreikningana í stærðfræði, ásamt prósentureikningi (mér þykir hann einmitt rosalega skemmtilegur!!) og einhverju sem ég man ekki hvað er.
Spænska virkar skemmtilega á mig, enda nýbyrjuð að læra, flókin en ekki svo flókin að ekki er hægt að læra hana. Saga finnst mér skemmtileg, ef að hægt er að fara hægar í efnið, svo finnst mér íslensk saga upp úr 1900 æðisleg (var alltaf með 9-10 á þeim prófum í 10. bekk).

Ég heyrði fyrsta "slúðrið" um mig í langan tíma í fyrradag, fannst það rosalega skemmtilegt! Mig langar bara að segja til þeirra Hornfirðinga sem halda það, þá er ég (því miður) ekki að gefa út bók, ef þetta hefu dreifst eitthvað útum sýsluna. En mig langar það.

Sumir hafa fengið bréf frá mér, sent með póstinum, það þykir mér gaman, og að fá sendan póst til mín hvort sem það er bíl, flug eða netleiðis finnst mér alltaf gaman að svara til baka. Eða svona, oftast.

Ég er lesblind eins og stendur greinilega hér til vinstri í höfundaboxinu. Ég var að læra í Sögu 203 tíma í fyrradag, og stóð sjálfa mig að verkum. Ég las og skrifaði í svörum Sardínuríki og fannst ekkert skrýtið við það, enda oft skrýtin nöfn í Sögu. T.d. má nefna Prússland, sem var og hét, en nú er það oftast þekkt sem Þýskaland í daglegu tali ef ég man rétt. Nei, þá var þetta Saridínuríki, og ég hló með sjálfri mér og benti Rafni á það hve rugluð ég get stundum verið. Sama dag reiknaði ég einmitt vitlaust í huganum líka, hef aldrei verið góð í hugarreikningi... 14/2 = 8.

Nei það er 7, stundum virkar hausinn á mér bara ekki..

Þegar ég verð stór ætla ég að verða fræg - JÁ, fyrir að vera asnaleg og glötuð.. OG barnsleg og athyglissjúk. Tounge

Íslensk/Róslínsk orðabók
asnaleg,heimskuleg / er eins og maður sjálfur vill vera (ekki láta samfélagið móta sig)
glataður sem á sér ekki viðreisnar von; dæmdur til útskúfunar / dæmd til þess að vera ekki eins og allir aðrir í fasi og klæðnaði og útskúfuð af staðaltýpum.. (þetta síðasta er djók, finnst endilega eins og manneskjan sem sagði þetta við mig í kommentum sé staðaltýpa því að henni er greinilega ekki sama að ég skuli ekki vera eins og allir aðrir)
barnslegur, saklaus, hrekklaus / jú, ég samþykki orðabókina, en vil bæta því við að sá er barnslegur sem heldur í barnið í sér.
Athyglissýki, engin útskýring á því / að vilja koma sér á framfæri.

Endilega látið ljós ykkar skína hvað varðar þessi fjögur orð, mér þykir þau nú bara henta mér ansi vel!
(Og já, mér finnst gaman að tönglast á þessu, enda hef ég ekki heyrt frá manneskjunni síðan ég fékk þetta flotta komment, en hef þó IP töluna mér til halds og trausts!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert frábær og verum endilega öðruvísi.

Höldum barninu í okkur, eins og Jón Valur segir.

Þorsteinn Briem, 23.1.2010 kl. 04:42

2 identicon

Gaman að lesa í íslensku/Róslínsku orðabókinni

En fyrsta skilgreiningin hjá þér, þ.e.a.s. "asnaleg,heimskuleg / er eins og maður sjálfur vill vera (ekki láta samfélagið móta sig)"
...finnst mér ekki alveg vera rétta skilgreiningin. Ég ætla mér ekki að fara að skilgreina það persónulega enda er þetta íslensk/RÓSLÍNSK orðabók en langar aðeins að benda þér á svolítið...  hehe

1. Mér finnst það ekki vera asnalegt eða heimskulegt ef maður er maður eins og maður sjálfur - heldur akkúrat öfugt!

2. Og að láta samfélagið móta sig er ekkert endilega eitthvað neikvætt.
Held að það komst fáir (ef nokkrir) frá því að láta samfélagið móta sig. Umhverfið og erfðir er það sem "skapar" okkur/mótar okkur.
- Ég meina ef þú sérð kanski einhverja manneskju sem þú lítur mikið upp til og þig langar að líkjast henni mikið af því að þér finnst það sem hún gerir kanski virðingarvert að þá "tekur þú það" og reynir að "móta" sjálfa þig með það á bakvið eyrað.
- Og annað ef þú tekur eitthvað sem er neikvætt í fari einhvers einstaklings t.d. að þá sérð þú það að "já svona vil ég ekki vera" og ert þar að leiðandi að láta það "móta þig" = samfélagið mótar þig  hehe

En þetta var bara svona smá útúrsnúningur og ég gat fengið að koma þessu frá mér, því mér finnst þú vera að misskilja orðasambandið að láta samfélagið móta sig  
En þú ert yndisleg eins og þú ert og ég hef alltaf sagt! Haltu áfram að vera ÞÚ! Og haltu áfram að koma með bloggin þín, alltaf gaman að lesa þau.

Knús á þig mín elskulega!
Þín vinkona, Gugga

Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg pæling...

Jens Guð, 23.1.2010 kl. 23:11

4 Smámynd: aloevera

  Hafðu ekki áhyggjur af íslenskukunnáttu þinni.  Hún er góð.  Enginn kann algóða íslensku.  Þín íslenska er aldeilis ljómandi góð.

aloevera, 24.1.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband