24.12.2009 | 14:35
Gleðileg jól elsku landar sem og aðrir!
Ég vildi bara óska ykkur öllum hvort sem það eru vinir, ættingjar, bloggvinir, kunningjar, jólasveinar, útrásarvíkingar, ráðherrar eða ótrúaðir gleðilegra jóla og eigið yndislegar stundir með fjölskyldum ykkar og vinum yfir hátíðarnar. Ég vona að þið öll hafið einhvern til að vera með sem ykkur þykir vænt um, ég er allavega svo heppin að hafa mína nánustu nálægt en þó ekki alla.
Borðið ekki endilega mikið yfir ykkur, en nóg samt, og eigið farsælt komandi ár!
Takk fyrir árið sem er að líða, þó svo að við höfum ekki átt í neinum samskiptum þá er það örugglega eitthvað framtíðartengt eða jafnvel fortíðartengt..
Annars verð ég að láta fylgja smá frétt til þeirra sem vildu vita, þá var ég í fyrstu jólaprófunum mínum sem framhaldsskólanemi og er þá væntanlega á fyrsta ári, en ég náði öllum með fínustu einkunnum og hef ekki miklar áhyggjur af framhaldinu...
Knús til ykkar allra
(og hér fær jólakveðja að fylgja, Snússi bangsinn minn 10 ára í nýjum fötum sem ég saumaði alveg sjálf.. )
Athugasemdir
Jólin
Ómar Ingi, 24.12.2009 kl. 17:26
.. stundum minniru mig bara ólýsanlega mikið á hana mömmu mína... kæri Ommi!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.12.2009 kl. 01:27
Til hamingju með prófin þín!!!.. Stærðfræðina og ALLT, og þakka fyrir þessa skemmtilegu jólakveðju og líka mína persónulegu.
GLEÐILEGA HÁTÍÐ MÍN KÆRA!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 10:51
Gleðileg Jól Róslín
, 25.12.2009 kl. 22:10
Til hamingju með prófin þín, ekki átti ég von á öðru hjá þér elsku besta mín.
Hafðu það ætíð sem best.
Þín vinkona Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 09:28
og gleðilegt ár!
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.