Jólagjafaóskalistinn minn þetta árið..

Ég er yfirleitt ótrúlega erfið þegar kemur að því að segja hvað mig langi í fyrir ýmist afmælis- eða jólagjafir. Þetta árið er engin undantekning, ég hef reyndar komið með þrjár bækur og nokkra geisladiska, dót á trommusettið mitt og eitthvað sem heitir silfurleir (mömmu lýst þó ekkert á það).

Mér þykir yfir höfuð óþægilegt og erfitt að þiggja eitthvað frá fólki, þó það sé mitt nánasta fólk, þetta er bara alltof erfitt. Fer nánast hjá mér, og er ánægð með allar gjafir, verð skiptir mig engu máli þegar ég fæ gjafir.

En jólagjafir eru alltaf spennandi, langar helst ekki til að vita neitt hvað er í þeim, vill láta koma mér á óvart.

Svo mun ég lesa ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur ef einhver utanaðkomandi gefur mér bókina, annars ætla ég að taka hana á bókasafninu einhvern tímann. Eins og ég sagði hér í einhverri bloggfærslunni ætla ég einn daginn að hitta þá konu!

Mig langar í ótrúlega margt, en ekkert sem ratar inn á jólagjafaóskalista, því ég held að það sé enginn að fara að gefa mér t.d. nýja myndavél eða eitthvað svoleiðis - kreppujól í ár!

.. kannski að jólin í ár hjá mér verði jól bókanna og geisladiskanna!

Annars finnst mér alltaf sælla að gefa en þiggja.. þó ég fari hjá mér í bæði skiptin!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 13.12.2009 kl. 02:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara yndisleg Rósin mín, bækur og svo bara samvera með sínum er það besta.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2009 kl. 08:36

3 identicon

Já hann Káinn sagði það,

,,Sælla er að gefa en þiggja á kjaftinn".

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband