5.12.2009 | 02:49
Hvað eiga fatlaðir, fangar, leikskólabörn og þeir sem láta ekki skólayfirvöld heilaþvo sig sameiginlegt?
Ég fór að hugsa í dag, hverjir eru mest skapandi Íslendingarnir.
Í sumar þá fór ég með mömmu í sannkallaða menningarferð þegar við vorum staddar í Grímsnesinu hjá ömmu og afa. Við fórum nefnilega á Sólheima, sem er ekki svo langt frá Grímsnesi. Falleg leið að keyra þangað, og alveg yndislegt umhverfi á Sólheimum. Við skoðuðum allt sem við komumst yfir, vorum heldur seint á ferð, en það var sannkallað sumar og rosalega fallegt þarna. Við gengum á milli húsa þar sem listasýningar voru, og í gegnum högglistagarð (afsakið, ég veit ekkert hvað svona garðar heita). Þarna voru góðar aðstæður fyrir sýningar, falleg búð og nóg um lífrænt ræktaðan mat. Ég hafði rosalegan áhuga á að kaupa listaverk þarna, en myndirnar sem ég heillaðist mest af voru því miður seldar, annars hefði ég keypt a.m.k. eina.
Fólkið sem býr þar og skapar þessa fallegu menningu er sérstakt, svo sérstakt að það er einstakt, sem mér þykir alltaf ótrúlega jákvæður kostur við fólk. Þetta er fólk með rétta hugsun - þau geta skapað sína eigin list, og hún kemur beint frá hjartanu og er svo falleg.
Börn á leikskólaaldri sem eru ýmist í leikskóla eða heima fyrir eru einstök líka. Skólar og landsyfirvöldin hafa ekki náð að heilaþvo þau, þau eru endalaust einlæg og þaðan kemur líka allt beint frá hjartanu og hvað þau eru að hugsa. Þó svo að ég þekki lítið til barna á þeim aldri - þá veit ég um nokkur og hef séð ýmsa krakka sem eru svo yndisleg. Þau skapa sína eigin list. Þau eru skapandi, geta endalaust sungið og sagt sögur, sínar eigin sögur og sín eigin lög.
Ég veit ekki hvort ég fer með rétt mál, en fangar t.d. á Litla Hrauni fá eflaust ef þeir haga sér sæmilega að sinna því sem þeir vilja gera, skapa tónlist eða einhversskonar list, teikna og skrifa. Þeir láta sköpunina flæða.
Krakkar sem hafa flogið misvel í gegnum skólana, en alltaf haldið þannig áfram að láta skólann ekki móta sig, heldur þau móti sig sjálf, hvernig manneskja þau vilja vera, þau eru yfirleitt skapandi. Vilja gefa af sér en falla oft undir sama hatt og aðrir. Unglingar eru allir drykkfelldir og algjörir asnar. Jú, við erum kannski öll dálitlir asnar í okkur, en það drekka ekki allir og það eru ekki allir sem koma óorði á sig, en fá það sama hvort þau bjóði upp á það eða ekki. Vegna þess að kynslóðirnar eru allar eins, eldgamla fólkið er voða gott, gamla fólkið gott en tautandi yfir unga fólkinu, foreldrarnir tauta líka og röfla, en svoleiðis er lífið bara.
.. en ég spyr, hvað eiga fatlaðir, fangar, leikskólabörn og þeir sem hlusta ekki á skólayfirvöld sameiginlegt sem flestir þingmenn hafa ekki?
Þið ættuð eflaust að vera búin að fatta það sem ég vil meina..
Ríkisstjórnina vantar lit, þau eru öll föl og líka þingmennirnir, þau þurfa að vera skapandi, brainstorma og hvaðeina til þess að koma okkur út úr vandanum... því ekki er hlustað á okkur hin!
Og nei, ég vil ekki að þau fari í ljós eða út til útlanda því það væri eflaust á skattborgaranna kostnað.
Minn tími mun koma, en lesið smáaletrið hér að neðan þrisvar yfir áður en þið samþykkið það..
Ég lofa engu um það hvort ég muni gera eitthvað gagn!
Í sumar þá fór ég með mömmu í sannkallaða menningarferð þegar við vorum staddar í Grímsnesinu hjá ömmu og afa. Við fórum nefnilega á Sólheima, sem er ekki svo langt frá Grímsnesi. Falleg leið að keyra þangað, og alveg yndislegt umhverfi á Sólheimum. Við skoðuðum allt sem við komumst yfir, vorum heldur seint á ferð, en það var sannkallað sumar og rosalega fallegt þarna. Við gengum á milli húsa þar sem listasýningar voru, og í gegnum högglistagarð (afsakið, ég veit ekkert hvað svona garðar heita). Þarna voru góðar aðstæður fyrir sýningar, falleg búð og nóg um lífrænt ræktaðan mat. Ég hafði rosalegan áhuga á að kaupa listaverk þarna, en myndirnar sem ég heillaðist mest af voru því miður seldar, annars hefði ég keypt a.m.k. eina.
Fólkið sem býr þar og skapar þessa fallegu menningu er sérstakt, svo sérstakt að það er einstakt, sem mér þykir alltaf ótrúlega jákvæður kostur við fólk. Þetta er fólk með rétta hugsun - þau geta skapað sína eigin list, og hún kemur beint frá hjartanu og er svo falleg.
Börn á leikskólaaldri sem eru ýmist í leikskóla eða heima fyrir eru einstök líka. Skólar og landsyfirvöldin hafa ekki náð að heilaþvo þau, þau eru endalaust einlæg og þaðan kemur líka allt beint frá hjartanu og hvað þau eru að hugsa. Þó svo að ég þekki lítið til barna á þeim aldri - þá veit ég um nokkur og hef séð ýmsa krakka sem eru svo yndisleg. Þau skapa sína eigin list. Þau eru skapandi, geta endalaust sungið og sagt sögur, sínar eigin sögur og sín eigin lög.
Ég veit ekki hvort ég fer með rétt mál, en fangar t.d. á Litla Hrauni fá eflaust ef þeir haga sér sæmilega að sinna því sem þeir vilja gera, skapa tónlist eða einhversskonar list, teikna og skrifa. Þeir láta sköpunina flæða.
Krakkar sem hafa flogið misvel í gegnum skólana, en alltaf haldið þannig áfram að láta skólann ekki móta sig, heldur þau móti sig sjálf, hvernig manneskja þau vilja vera, þau eru yfirleitt skapandi. Vilja gefa af sér en falla oft undir sama hatt og aðrir. Unglingar eru allir drykkfelldir og algjörir asnar. Jú, við erum kannski öll dálitlir asnar í okkur, en það drekka ekki allir og það eru ekki allir sem koma óorði á sig, en fá það sama hvort þau bjóði upp á það eða ekki. Vegna þess að kynslóðirnar eru allar eins, eldgamla fólkið er voða gott, gamla fólkið gott en tautandi yfir unga fólkinu, foreldrarnir tauta líka og röfla, en svoleiðis er lífið bara.
.. en ég spyr, hvað eiga fatlaðir, fangar, leikskólabörn og þeir sem hlusta ekki á skólayfirvöld sameiginlegt sem flestir þingmenn hafa ekki?
Þið ættuð eflaust að vera búin að fatta það sem ég vil meina..
Ríkisstjórnina vantar lit, þau eru öll föl og líka þingmennirnir, þau þurfa að vera skapandi, brainstorma og hvaðeina til þess að koma okkur út úr vandanum... því ekki er hlustað á okkur hin!
Og nei, ég vil ekki að þau fari í ljós eða út til útlanda því það væri eflaust á skattborgaranna kostnað.
Minn tími mun koma, en lesið smáaletrið hér að neðan þrisvar yfir áður en þið samþykkið það..
Ég lofa engu um það hvort ég muni gera eitthvað gagn!
Athugasemdir
Nú ertu djúp, svona eiginlega of djúp fyrir mig en margt gott í þessu hjá þér.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 11:28
mig langar að fá glaðlegri mynd af þér á bloggið!
Ég (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:46
Jess, þá hefur mér tekist það Jóga! Nei ég er að tala um það að krakkar t.d. í leikskóla vita hvað þeim langar til að verða þegar þau verða stór, en svo breytist það oft með tímanum þegar þau fara í skóla og svona..
Þú, ég skal bara endilega finna einhverja glaðlegri mynd, ekki málið!
Var annars nýbúin að detta á andlitið á skíðum þegar þessi var tekin, fer ekki á skíði á næstunni!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.12.2009 kl. 13:54
Oft hefur þú komið með góðar greinar en nú brillerar þú.
Ég var t.d í afmælisveislu hjá frænda mínum í dag sem er fatlaður 27 ára einhverfur einstaklingur. Í veisluna mættu allir félagarnir og eins og þú segir ,, skólar og yfirvöld hafa ekki náð að heilaþvo þá." Þeir eru þeir sjálfir og segja allt sem þeim dettur í hug. Þetta eru mjög litríkir einstaklingar. Eitthvað annað en þessir litlausu stjórnmálamenn sem ekki geta komið með neitt frá hjartanu. Ekkert kemur frá þeim öðruvísi en ritskoðað og sé líklegt til vinsælda sem svo iðulega misheppnast gjörsamlega.
Haltu áfram að vera þú sjálf.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 00:45
Takk Rafn!
Hreinskilni borgar sig í flestum tilfellum, og það er bara yndilsegt að fylgjast með þeim sem eru ekki "í sama heimi" og við sem eigum að kallast heilbrigð erum í. Það eru nefnilega þau sem geta verið þau sjálf, og gera það sem þeim langar, og það kemur allt frá hjartanu.
Ég mun halda áfram að vera ég sjálf, engar áhyggjur..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.12.2009 kl. 01:57
Sæt einlæg og skottuleg grein, þar sem ég get tekið undir hvert orð. Ég held ég sklji líka hvað þú ert að fara. Þú ert að tala um frelsi andans og andlegt frelsi. (ekki þetta biblíubull)
Taktu flugið mí kæra og láttu engan letja þig. Hlustaðu á hjartað. Það veit nokk best.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 02:46
Hjúkk, hélt þú værir að vitna í biblíuna... ætlaði að segja það.. djók
Allir eiga að fylgja sínu eigin hjarta, en því miður gerast svo margir gungur og þurfa að synda með straumnum, en ekki á móti!
Ég geri það, að sjálfsögðu - og svona til að bæta því við þá las ég um þig, og þér að segja ef þú hefur ekki séð það, þá langar mig til að verða leikkona þegar ég verð eldri...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.12.2009 kl. 03:18
Róslín þú ert snillingur
Íris Yrsumamma (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:00
hihihi!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.12.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.