28.11.2009 | 16:46
Kreppuráð nr. 1
Ég var að þurrka á mér hárið eftir sturtu þegar ég fór allt í einu að hugsa um það hve sjaldan ég fer í klippingu.
Tvisvar hef ég farið að láta setja strípur í hárið á mér, örfáar því að mömmu langaði svo til að sjá mig með strípur í hárinu. Þær urðu ljósgylltar, voða sætar og fínar. Ég fór líka heldur oft í klippingu, og var komin með rosalega stutt hár í fyrrasumar, það náði rétt niður fyrir axlir.
Ég ákvað svo að safna hárinu mínu, ég lét hárið vaxa eftir sumarið í fyrra og fór ekki í klippingu fyrr en rétt fyrir jól. Lét þá bara snyrta þá enda sem voru farnir að klofna, þá styttist hárið um ekki meira en einn cm. Ákvað að vera ekki með neitt vesen aftur fyrr en í sumar, þá voru komnir nokkrir mánuðir, alveg örugglega 5-6 síðan ég fór í klippingu um jólin. Þá var tekið svipað mikið af endunum, ekki upp yfir einn cm, vegna þess að þess þurfti ekki. Núna hef ég ekki enn farið í klippingu, en á pantaðan tíma nokkrum dögum fyrir aðfangadag. Ég vona að það þurfi ekki að taka meira en cm af.
En til þess að halda klippingum algjörlega í lágmarki þarf maður kannski að vera að safna hári, vera stelpa/kona eða jafnvel bara þungarokkari... þið tókuð líka eftir því að ég talaði bara um að láta snyrta, maður þarf að vera sáttur við sinn háralit til þess að fylgja þessu kreppuráði, sætta sig við músabrúna- eða rollulitinn og/eða gráu hárin sem farin eru að myndast.
Mamma hefur reynt að safna hári, henni vex bara 70's vængir. Eitthvað svipaðir þessum
Ég væri svosem vel til í að hafa svona hár, hárið mitt er bara alltof mjúkt og rennur alltaf í sinn fasta farveg, rennislétt og kannski með einum sveip, ekkert spennandi.. ég hef þó litinn með mér í hag, sama hvað hver segir þá þykir mér minn háralitur mjög fallegur og ég þarf ekkert að fara í skol!
Kveðja frá þeirri hárprúðu...
Athugasemdir
ég þori varla að spyrja um hvaða hárlit þig langar í raunveruleikanum...
en þú ert greinilega að fá mikla vernd í gegnum moggabloggið
þess vegna þori ég ekki að spyrja hvað þig langar í raunveruleikanum...
eg er algjört chicken.... því miður...
Viskan (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:51
Flott kreppuráð, þitt hár er náttúrulega bara með fallegasta litinn og klæðir þig vel! Ég safna og safna!
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:06
Þetta er mjög mikilvægt kreppuráð en á því eru þó tvær hliðar: ef allir hætta að láta klippa sig og lita þá minnkar atvinnan hjá hárgreiðslufólkinu og það verður fátækt í staðinn. En auðvitað má minnka háræðið sem margir eru haldnir.
, 28.11.2009 kl. 23:47
Spurðu endilega Viska, en ef þú vilt spyrja hvernig háralit mig langar til að hafa þá er þessi rauði háralitur minn, sem er minn náttúrulegi litur, mér mjög kærkominn. Langamma mín heitin, Sveinborg Jónsdóttir var með mjög líkan háralit og ég erfði hann frá henni, foreldrar mínir eru ekki rauðhærðir og ekki ömmur og afar, heldur langamma mín. Sem var æðisleg kona og ákveðin.
En ég skil ekki seinni spurninguna þína, ertu þá að meina hvað mig langar til að gera? endilega segðu mér það.
Annars fæ ég þessa vernd í gegnum bloggið að ég held vegna þess að ég hef bara eignast mjög góða og trygga vini hér, fólk sem mér þykir frekar vænt um því það hefur alltaf stutt mig þegar ég hef þurft á því að halda. Ég reyni að gjalda þeim það til baka. Veit ekki hvort mér takist það vel, en ég reyni.
Jóga þakka þér kærlega pent fyrir!
Þú ert ein af sárafáum sem ég þekki á þínum aldri (þó að aldur sé afstæður og allt það mannstu) sem safnar hári.. eins og ég nefndi í blogginu þá gefst mamma alltaf upp!
Dagný; þú sást að ég fór svo út í það ef að fólk væri t.d. ekki sátt með litinn sinn og svoleiðis, maður safnar að ég held ekki endalausri rót. Svo eru 3 klippistofur hérna, 6 sem vinna held ég í allt ef ég fer með rétt mál og svo einn rakari, í 2000 manna samfélagi og ég fékk ekki tíma fyrr en 18. des
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.11.2009 kl. 01:25
Mitt kreppu hárráð (nota reyndar alltaf): Læt klippa mig það stutt (meira fyrir peninginn) að það verður ekki almennilega flott fyrr en eftir mánuð.
Svo er það flott í mánuð. Svo verður það hallærislegra með degi hverjum, uns ég læt klippa - eftir þriðja mánuðinn.
Eygló, 29.11.2009 kl. 11:10
Hæ skvísa. Ég geri eins og þú, læt vaxa og er komin með myndarlega fléttu sem ég fíla vel, meira segja búin að láta litinn vaxa úr mér og komin með minn gráa háralit og er sátt. Ég skil ekki alveg hvað viskan er að fara hér að ofan, en bíttar. Farðu vel með þig skottið mitt. KNÚS
Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:11
Rósin mín þú ert bara flott og verndina sem talað er um er gagnkvæm, mér þykir undurvænt um þig.
Á ég að segja þér nokkuð ótrúlegt, hef ekki farið á hárgreiðslustofu í tvö ár, Milla mín klippir mig og ég lita mig sjálf, svo ég tók þessa ákvörðun löngu fyrir kreppu.
Ef mamma þín fær bara svona 70's vængi þá gætir þú nú sléttað hárið hennar.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.