28.11.2009 | 01:00
Ef ég væri forseti..
frá Alþingi. Þá mundi ég líka þurfa að fara í fullt af veislum bæði hér heima
og í útlöndum. Svo þyrfti ég sjálfsagt að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum
halda þeim góðar veislur. Ég mundi hafa góðan einkabílstjóra og eiga fullt af
flottum bílum.
Framhald af því að ég ætla í "nánustu" framtíð að bjóða því fólki sem mér mun hafa þótt virkilega komið við mig af einlægni og yndislegheitum í fortíðinni, myndi mun frekar halda þeim góðar veislur heldur en þjóðhöfðingjum annarra landa. Ekki ræktuðu þeir mig eins og ég verð í framtíðinni - það er jú fólkið sem hjálpar mér bæði á slæman og góðan hátt sem mótar mig. En auðvitað fá þeir sem hafa komið fram við mig af virðingu og almennilegheitum bara aðgang...
Vegna þjóðarsálarinnar myndi ég afþakka að fara í allar óþarfaveislur út, enda á kostnað skattgreiðenda, og sömuleiðis veislurnar hérlendis. Ég myndi kannski bara halda veislu fyrir almenning, eitthvað fyrir alla.
Einnig langar mig alveg að keyra sjálf bara, á einhverjum ósköp þægilegum bíl sem yrði ekki dýr í rekstri, svo er óþarfavesen að vera að borga fyrir marga bíla ef maður notar bara einn í einu.
Að lokum þá langar mig ekki til að búa á Bessastöðum, mig langar til að vera nær menningunni. Forsetar eiga ekki að vera einhversstaðar út í sveit á milli himins og heljar, heldur í hjarta höfuðstaðarins, miðbænum!
.. ég held svei mér að ég þurfi að biðja enga aðra en sjálfa Vigdísi Finnbogadóttur um þjálfun og kannski að kenna mér smá aga og hvernig skal bera sig fram. T.d. þá má skemmtilega nefna það að ég beiti gaffli ekki rétt, er líklegri til að stinga mann á hol heldur en nokkurn tíma að ég sé að fara að halda kjöti eða þessháttar niðri til þess að geta skorið smærra, eða þegar ég sötra á súpu og jafnvel þegar ég smjatta og rek útúr mér tunguna..
En batnandi manni er best að lifa, og þó, ef þið þekkið til Vigdísar og getið komið því til skila þá langar mig ótrúlega til að hitta hana. Þó það yrði vandræðalegt, en ég meina, ég lýt upp til hennar og myndi af öllum Íslendingum velja hana eða Emilíönu Torrini til að hitta í eigin persónu.. en ég er að fara á tónleika Emilíönu þann 20. febrúar 2010, svo að það dugar í það skiptið, kannski rekst ég á hana hver veit - svo ég vil hitta Vigdísi!
Reyndar er það svo margt sem mig langar til að gera hérna innanlands sem ég sé mér ekki fært að gera á næstu árum allavega.. t.d. að fá að kíkja á æfingu í Þjóðleikhúsinu! Ég ætla að eiga heima þar, en ekki á Bessastöðum, það er eins og höll og ég verð eins og drottning!!
Nóg í bili..
Kveðja frá (kannski) framtíðarforseta Íslands!
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.