Athygliverð athugasemd

Ég fékk mjög athygliverða og áhugaverða athugasemd við síðustu færsluna mína, hún kom inn í fyrradag og var skrifuð undir nafninu "Noname". Ég ætla ekki að vera að birta það í færslunni, en þeir sem vilja sjá það geta séð það við síðustu færslu.

Ég veit ekki hverjum ég ætti að halda undir grun, en mér er svosem sama því að ég veit mjög vel að það líta margir þessu sama hornauga á mig. Akkúrat mörgum finnst ég asnaleg, glötuð, athyglissjúk og barnaleg.

Mig langar aðeins til að tjá mig um þetta.

Jú, ég get vel verið asnaleg og glötuð, þar sem það hafa ekki allir sama fatasmekk, lífsstíl og lífsmottó, enda væri heimurinn svo hrikalega venjulegur og eiginlega bara leiðinlegur ef allir væru eins og hefðu það sama fyrir stafni. Í svona litlum samfélögum lifa ekki nema fáar tegundir af fólki, þar sem það eru svo margir sem líta aðra hornauga og lítið um að velja. Þar getur hópþrýstingur líka spilað vel inn í.

Svo get ég vel tekið undir það að ég hef alltaf og er mjög oft barnaleg, en ástæða mín fyrir því er sú að ég tek lífinu eins og það er. Ég lifi í núinu en reyni samt að móta framtíðina aðeins með því, svo einfaldlega þykir mér bara allt í lagi að halda í barnið í sér. En ég get líka verið mjög alvarleg ef þess þarf og er ekki að þykjast vera nein önnur en ég er.

Ég hef alla tíð verið með vott af athyglissýki, en ég er samt mjög feimin þegar ég er í kringum fólk sem ég þekki lítið eða umgengst lítið. Þó er líka ekkert verra að vera með smá athyglissýki, þar sem maður kemst þá aðeins áfram og getur komið sér þannig á framfæri - svo er ekki mikið af feimnum leikurum og leikkonum. Mig langar nefnilega til að verða leikkona og ég held að fólk bara verði að vera með vott af athyglissýki til að njóta þess að leika fyrir framan fólk eða í kvikmyndum og þáttum.



Vona svo sannarlega að þetta skýri eitthvað út fyrir því fólki sem horfir eins á mig og "noname".


Annars er allt gott að frétta af mér, mér gengur þokkalega vel í skólanum svo ég kvarta ekki vegna þessa. Það hefur fjölgað í fiskabúrinu, fiskarnir mínir eru 8 og tveir af hverri tegund, ótrúlega flott að fylgjast með þeim...Smile

Bið að heilsa ykkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mér finnst þú æðisleg nákvæmlega eins og þú ert og átt barasta ekkert að vera að breyta þér. Ég dáist að því að þú hafir hugrekki í að vera nákvæmlega þú sjálf á þeim tíma ævinnar sem langflestir eru að reyna að finna sig og þora ekki að skera sig úr fjöldanum (þ.e. unglingsárin). Mér finnst það vera sönnun fyrir því að þú ert sterkur persónuleiki sem lætur ekki margt angra sig og trúðu mér...það er sko stórkostlegur eiginleiki að ganga með út í lífið. Þú átt klárlega eftir að gera stóra hluti og ég bið bara um eitt....mundu eftir "gamla" kennaranum og blakfélaga þínum þegar þú verður fræg og rík ;) hehe - þú er frábær!!!!

Anna Jóna (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert hrein og bein og kemur til dyranna eins og þú ert klædd. Ekkert að þykjast og það er mikill kostur.

"Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað" .. syngur Palli.

Þeir sem koma fram undir Noname og eru með öfund út í aðra og skítkast á bak við grímu,  eiga bágt - og líklegast er best að vorkenna svoleiðis greyjum. 

Haltu þínu striki, ég hef mikla trú á þér. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég var nú að skoða bloggið þitt í fyrsta sinn og verða að segja að miðað við skrif þín ert þú gáfulegasti unglingur sem ég hef séð taka þátt í almennri umræðu hér á blogginu. Það mættu margir eldri og reyndari standa sig jafn vel hér.

Jón Pétur Líndal, 14.11.2009 kl. 11:03

4 identicon

Þú ert flott og það er alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Anna Jóna Þú mátt vera ein af þeim sem ég bíð á Bessastaði

Já tek undir orð þín Jóga mín, og takk kærlega!!

Takk Jón Pétur, ég er þó misgáfuð enda fatta ég kannski ekki allt sem ég er að tala um, en segi þó alltaf það sem mér þykir sjálfri um málið.

Takk Rafn!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.11.2009 kl. 19:47

6 identicon

Þú átt bara ekkert að þurfa að útskýra þig eitthvað finnst mér. Þú ert alltaf hrein og bein, jákvæð, ávallt í góðu skapi.... og það er æðislegt að þú þorir bara að vera ÞÚ, ert ekki að reyna að vera önnur en þú ert (eitthvað sem einkennir MJÖG marga jafnaldra þína)

Þú ert yndisleg Róslín mín og þú skalt aldrei láta einn né neinn telja þér trú um annað. Þú átt pottþétt eftir að ná langt í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.

Kv. Gugga

Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 21:30

7 Smámynd: Ómar Ingi

Það á einfaldlega aldrei að hlusta á eitthvað sem einhver sem þorir ekki að setja nafn sitt við.

Það þýðir bara eitt viðkomandi er ekki í lagi.

Ómar Ingi, 15.11.2009 kl. 03:21

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu elsku stelpan mín, engin af okkur bloggvinum þínum sjá þig í þessu ljósi þú ert og hefur alltaf verið frábær, eðlileg, kemur til dyranna eins og þú ert klædd og mér þykir undurvænt um þig Rósin mín.

Mundu bara að hlusta ekki á noname persónur.

Knús til þín bestust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2009 kl. 21:08

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér þykir undur vænt um þig skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 13:48

10 Smámynd: Gúnna

Lestu athugasemdirnar hér á undan og TRÚÐU þeim...ekki því sem einhver noname þruglar. Að því sögðu ætla ég ekki að tjá mig nánar um þetta hér (sagði þér skoðun mína í spjallinu um daginn á facebook). Haltu bara áfram að vera þú og ég hlakka til að fá boðskortið á Bessastaði :)

Gúnna, 22.11.2009 kl. 00:36

11 Smámynd: Anna Guðný

Sammála öllum á undan sem segja noname er bull og ekki mark á takandi. Ef fólk nennir ekki að lesa skriftin okkar þá getur það bara sleppt því.

En hvað eru þau að tala um Bessastaði? Ertu búin að ákveða að fara í forsetann?

Anna Guðný , 24.11.2009 kl. 19:31

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk elsku Gugga mín! Ég svaraði þó bara "fyrir mig" þar sem mér þótti þetta svo sniðugt..

Góður punktur Ommi!

Takk elsku besta Milla og sömuleiðis, knús

sömuleiðis Ásdís

Já Gúnna, trúi þeim sko!!

En ég veit ekki um Bessastaði skobb... held ég verði að finna einhvern þægilegri stað, leyfi forsetanum á undan að eiga heima þar áfram! Finn mér eitthvað stórt og flott hús með mikla sál!

Einmitt Anna Guðný!

Ojá, ég ætla einn daginn að verða forseti - eða sko einhverntíma ef það kemst inn á plönin mín.. :D

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.11.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband