23.10.2009 | 23:26
" Misheppnuð Lindsay Lohan "
Ég spyr sjálfa mig oft á dag hvað í ósköpunum fær mig til þess að jafnvel klikka á svona fréttir. Þetta er eitthvað fyrir reiðu mæðurnar á Er.is, svona fréttir sem fær konur til þess að sannfæra sjálfa sig að þær séu flottar og geta endalaust talað um fall allra frægu stjarnanna...
Nei ég segi svona, þykir þetta samt ekki skemmtileg fréttamennska, paparassafréttir eru ekki mín deild. Engan veginn. Gæti ekki verið meira sama hver er með bumbu, hver gleymdi einum degi í ræktinni og fékk sér McDonalds og hver er með appelsínuhúð. Allt eru þetta ofboðslega eðlilegir hlutir, sama hvort fólk sé frægt eða bara venjulegt eins og reyndar allir eru.
Ótrúlegt að ég hafi bara komist einu sinni í fréttirnar, þ.e.a.s. á bls. 4 í Mogganum og allar þessar stjörnur sem eru bara að koma óorði á sig og aðra koma að minnsta kosti við í fréttum einu sinni á dag. Óásættanlegt.
Ég tek þessu þó bara með stóískri ró. Mín frægð kemur einn daginn, ég skal sko segja ykkur það, minn tími mun koma.
En til að halda í glensið og bara til að vera smá fyndin, þá var ég að pæla í því að Davíð Oddsson er svona álíka þekktur og Lindsay Lohan bara á íslenskan mælikvarða - hvað myndi fólk gera ef það myndi birtast svona frétt um hann?
Fyrirsögnin gæti t.a.m. kannski verið eitthvað í þessa áttina ,, Davíð Oddsson (51) með appelsínuhúð? " og svo myndi birtast mynd af honum að synda í Laugardagslauginni... nei segi bara svona.
Nei ég segi svona, þykir þetta samt ekki skemmtileg fréttamennska, paparassafréttir eru ekki mín deild. Engan veginn. Gæti ekki verið meira sama hver er með bumbu, hver gleymdi einum degi í ræktinni og fékk sér McDonalds og hver er með appelsínuhúð. Allt eru þetta ofboðslega eðlilegir hlutir, sama hvort fólk sé frægt eða bara venjulegt eins og reyndar allir eru.
Ótrúlegt að ég hafi bara komist einu sinni í fréttirnar, þ.e.a.s. á bls. 4 í Mogganum og allar þessar stjörnur sem eru bara að koma óorði á sig og aðra koma að minnsta kosti við í fréttum einu sinni á dag. Óásættanlegt.
Ég tek þessu þó bara með stóískri ró. Mín frægð kemur einn daginn, ég skal sko segja ykkur það, minn tími mun koma.
En til að halda í glensið og bara til að vera smá fyndin, þá var ég að pæla í því að Davíð Oddsson er svona álíka þekktur og Lindsay Lohan bara á íslenskan mælikvarða - hvað myndi fólk gera ef það myndi birtast svona frétt um hann?
Fyrirsögnin gæti t.a.m. kannski verið eitthvað í þessa áttina ,, Davíð Oddsson (51) með appelsínuhúð? " og svo myndi birtast mynd af honum að synda í Laugardagslauginni... nei segi bara svona.
Athugasemdir
Davíð Oddsson með appelsínuhúð, það væru fréttir í lagi!
Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:35
Knús á þig elsku ljúfa
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:07
hahaha ég held að hann sé með sítrónuhúð
Garún, 28.10.2009 kl. 14:23
Já Jóga, það væru fréttir sem eitthvað vit væri í að minnsta kosti..
Knús til baka Linda mín
Eða Jafnvel apríkósu eða mandarínuhúð Garún! Hver veit!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.10.2009 kl. 16:23
Ég held nú að vísu að að það yrði ekki fréttnæmt nema hún væri um konuna hans. Ég hef allavega aldrei svo ég muni eftir séð frétt um smáatriði í útliti karla.
En það yrði tekið fram að þetta væri kona hans Davíðs.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 01:16
Já róslín, einn daginn veðruru fræg en fyrir hvað ,, verður það eitthvað sem er asnaleg, glatað eða verður það eitthvað sem er athyglissjúkt og barnalegt ??
maður spyr sig amk
Noname (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:24
Ég hafði hugsað mér að verða leikkona, eða einhverskonar listakona, þ.e.a.s. ljósmyndari eða jafnvel málari, kannski rithöfundur. Held að það flokkist undir skapandi, gæti verið asnalegt, glatað, barnalegt og athyglissjúkt, það er bara eftir því hvernig fólk lítur á það.
Greinilegt hvernig þú lítur á mig..
Svo er líka frekar barnalegt, ef út í það er farið, að skrifa svona og koma ekki undir nafni, það er allavega mín skoðun!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.11.2009 kl. 20:35
Þú ættir nú að líta í eigin barm noname .. Því ekki er þetta komment þitt mjög þroskað,ef eitthvað er, þá er það barnalegt og asnalegt ..
Ef þú hefur ekkert gott að segja þá er betra að þegja ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:02
Mér finnst þetta mjög áhugaverður pistill hjá Róslín og tel að athugasemd þess sem ekki þorir að koma undir nafni og kallar sig noname einstaklega kjánaleg og lýsa heigulshætti þess hins sama.
anna (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:11
Ég gleymdi einu, þó það sé ljótt að segja þetta þá er það fólk eins og þú noname sem fær mig til þess að langa að ná þangað sem ég stefni.. fólk sem lítur kalt á mig og heldur að ég geti ekki neitt...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.11.2009 kl. 22:03
Fyndið og skemmtilegt blogg hjá þér Róslín mín ;)
En váá... nú á ég sko erfitt með mig og get ekki orða bundist. En að sjálfsögðu er ætlunin hjá þessari/þessum "noname" sem er svona einstaklega "huguð/hugaður" að koma undir sínu rétta nafni að særa þig Róslín mín. En alveg finnst mér það nú fyndið að þessi eini og sami aðili sem þú virðist "pirra" svona mikið, með skemmtilegu bloggi þínu hérna virðist finnast það mikið í þig varið að hún/hann er að fylgjast með þér hérna,kemur greinilega reglulega hérna inn og gefur sér tíma til að lesa bloggið þitt Róslín og fylgjast greinilega vel með þér þar sem að hún/hann veit um framtíðardrauma þína og markmið.
Það er nú gaman að segja frá því að allt það sem þú lest hérna "noname" er auðvitað valfrjálst - en ef þetta er að pirra þig svona að þá er nú fínt að einhver bendi þér á eitthvað annað lestrarefni. Já og kanski eins að minna þig á að "Aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Þú ert einstök Róslín mín og mundu það að það er gott að kynnast erfiðu fólki - þá getur þú sagt "Já, svona vil ég EKKI vera!"
Risa knús á þig mín kæra :)
Þín vinkona Gugga
Guðbjörg (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 14:19
Þessi "noname" er klárlega að drepast úr öfund í garð Róslínar og kann ekki að finna útrás fyrir þessa öfund á annan hátt nema með því að rakka hana Róslín niður....enda finnst sumum oft miklu þæginlegra að rakka aðra niður frekar en að skoða sjálfan sig....sjálfskoðun getur reynst sumu of erfið...enda kannski margt ljótt að sjá þar....hummm...hvernig er það með þig noname??? Er ekki kominn tími á sjálfskoðun?? Það held ég....
Anna Jóna (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:31
Elsku dúllan mín,
þú ert frábær :) Ég er svo innilega sammála þér með þetta.... væri snilld að fá frétt um Davíð Oddsson í Laugardalslaug með appelsínuhúð!!
Hvað er málið með svona fréttir? Og því miður eru þær oftast um konur sem eru aldrei nægilega góðar eða "fullkomnar" alveg sama hvernig þær eru.
Þú ert yndi og verður fræg..... :D
Herdís (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:41
þú ert flott og nafnlausa gungan er ömurleg
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:58
Jahérna hér..... ég skil nú reyndar vel að þessi manneskja komi fram nafnlaus, því ekki er kommentið hennar til að stæra sig af og greinilega vill hún ekki láta tengja persónu sína við þennan ósóma og dónaskap. Það má þá náttúrlega velta því fyrir sér af hverju hún hefur, yfirhöfuð þörf fyrir að vera að blása sínum skoðunum og öfundsýki út.... eitthvað mikið hlýtur að vanta í líf þessarar manneskju. Mér finnst þetta alveg hreint með ólíkindum, en vá hvað þú hlýtur að skipta hana miklu máli, fyrst hún nennir að vera inni á síðunni þinni og senda svona fúl komment. Þú hlýtur að hafa eitthvað sem hún hefur ekki, Róslín ;-)
En aldrei aldrei hætta að vera þú sjálf, það eru ekki margir eins og þú í heiminum.... ótrúlega skörp og skemmtileg, skapandi og lífsglöð, skemmtilegur penni og hvað með það þótt þú sért rauðhærð?? (djók ;-) ... ) Þú mátt bara vera stolt af sjálfri þér, elsku frænka.... og hugsaðu þér, þú þurftir ekki einu sinni athyglissýki til að draga þessa ömurlegu manneskju að síðunni þinni. Henni hlýtur að líða "mjög vel" þessa dagana, að lesa öll þessi uppbyggjandi komment um sig sjálfa hérna :-) Kannski smá séns að hún læri eitthvað af þessu.... en miðað við karakterinn sem skín í gegnum skrifin hennar, þá er það nú ekki líklegt :-/
Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2009 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.