Tildrög að mótmælum..

Mér er alveg sama hver er ritstjóri Morgunblaðsins, ég er ekki hætt á moggablogginu, það er ekki mitt mál hver er ráðinn í ritstjórn þess pólitíska blaðs (viðurkennið það, það er og hefur alltaf verið þrælpólitískt blað, alveg eins og Þjóðviljinn og öll þessi gömlu blöð, þetta hefur bara fengið að lifa..).

En talandi um pólitík, þá barst mér í pósti kl. nákvæmlega 16:28 fyrr í dag póstur frá flokki, ég hef að minnsta kosti beðið um að skrá mig tvisvar úr þessum blessaða flokki sem ég asnaðist til að skrá mig í. Ég er líka búin að biðja um að hætta að senda mér fjölpóst frá þeim, mér er alveg sama hvað þau eru að spá og hvort það sé fundur hjá þeim kl. þetta þarna og hvort þau séu komin í nýtt húsnæði. Ég bý í fyrsta lagi út á landi, svo ég er ekki að nýta ferðarnar mínar í bæinn til þess að fara í hús flokksins og fá frítt kaffi og einhverjar kökur örugglega keyptar í Bónus. Þar sem ég drekk fyrst og fremst ekki kaffi og get alveg keypt mínar kexkökur sjálf í Bónus, allavega myndi ég frekar skipuleggja ferð í þá búð heldur en nokkurn tíma í samkomuhús einhvers flokks út í bæ.

Mér þykir það fullgróft að þurfa að segja mig úr ungliðahreyfingunni í þriðja skipti, svo ég læt hér með kyrrt liggja, nenni ómögulega að senda eitt bréfið til sama aðilans og biðja um afskráningu..

svo segi ég bara eins og allir aðrir;

ÉG MÓTMÆLI!...


Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú ert greinilega miklu skynsamari heldur en margt fólk, sem er eldra en þú og ætti að vera þroskaðra.

Aldurinn segir ekki allt, andlega atgerfið er mikilvægara.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2009 kl. 10:12

2 identicon

Tek undir með Axel, enda veit ég að þú ert eldklár unglingur. Ekki verra að vita af þér og þínum líkum inn í bjarta framtíð..Þar verður ekkert miðjumoð og þröngsýni. Fólk af þinni stærðargráðu er bjartasta vonin. ...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 12:05

3 Smámynd: Andspilling

Sama hvað þú gerir og hugsar í pólitíkinni, passaðu þig á Sjálstæðisflokknum og gylliboðunum sem þaðan koma því þar er ekkert gott í boði nema kúgun, ok og samfélagsmein eins og eitt stykki hrun vegna spillingar.

Andspilling, 3.10.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyr, heyr Axel, gott að það er til fólk sem er sammála mér hvað þetta varðar!

Hallgerður mín, það er nú voða oft sem ég fer bara hjá mér.. hehehe, takk mín kæra, vona að ég muni ekki bregðast

Já Andspilling, þú segir nokkuð, ég held að ég muni ekki hugsa neitt í pólitík næstu árin, allavega næstu tvö. Ég er bara hreinskilin og segi hér með að ég held að engum flokki sé treystandi í dag, enda allt að fara til fjandans..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.10.2009 kl. 02:48

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert ljúf mín kæra og klár það er ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hilsen .. frá þeirri gömlu!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 12:02

8 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Frábært hjá þér Róslín.

Þráinn Jökull Elísson, 19.10.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband