Að draga fána að húni - alls ekki hvers manns..

Ég flaggaði í fyrsta skipti í lífi mínu í dag, það er ekki frásögu færandi hvað ég gerði mig að miklum asna við það athæfi. Það byrjaði allt á því að áður en ég fór af stað upp á Byggðasafn hringdi ég í hann föður minn og spurði hann hvort styttri eða lengri spottinn á íslenska fánanum ætti að snúa upp eða niður. Þegar ég var komin á áfangastað fann ég ekki réttu fánana, leitaði inni í skáp og fann þar einn íslenskan fána og annan hornfirskan. Ætlaði með þann íslenska út, tók eftir því að þetta væri ekki sami fáni og vanalega, hringdi í pabba og spurði hvort það væri í lagi, hann hélt það nú. Þá fór ég út og flaggaði íslenska fánanum. Náði í hornfirska og nei, var það þá ekki risastór fáni, alveg pottþétt ekki sá sem var flaggað vanalega.

Þá fór ég að hugsa, hringdi í Bryndísi samstarfskonu og mömmu vinkonu minnar (sem einmitt bjargaði mér algjörlega í morgun með því að sækja lyklana sem ganga að Byggðasafninu og kom með þá til mín) og spurði hana hvort það væri í lagi að ég væri ekki að flagga hornfirska.

Eftir samtalið fór ég inn, gekk frá hornfirska fánanum á sinn stað, sá ég þá fánana sem ég átti að flagga. Það var nefnilega rigning í gær, og engin smá!

Þarna voru þá fánarnir, ég skottaðist út og tók íslenska fánann niður (passaði mig að sjálfsögðu að setja hann ekki í jörðina). Út með hinn íslenska fánann, það var ekkert mál, fór inn aftur og náði í rétta hornfirska fánann og byrjaði á því að fullvissa mig um að hann sneri nú pottþétt rétt. Ég var búin að draga hann alveg upp þegar ég horfði á hann og hugsaði ,, nei andskotinn, ef einhver er að horfa á mig, þá hlýtur sá og hinn sami að liggja á bakinu af hlátri..... ".

Ég dró fánann niður og setti hann rétt á, dró hann upp og festi og gekk hröðum skrefum inn í húsið aftur, og fylgdist alltaf með því hvort að fánarnir væru nokkuð horfnir.

Það allra fyndnasta við þetta var það að ekki svo langt frá var amma hans Rafns, Svava með litlu systur Rafns, hana Aðalheiði að labba, og ég vona svo innilega að þær hafi nú ekki tekið eftir þessum sauðagangi í mér!

E.s. Ég las næstum heila bók á fjórum klukkustundum, það er bara 1/3 eftir af bókinni, 158 blaðsíðna bók. Verð aldeilis að byrja að lesa aftur - það fær mig líka til að langa að skrifa..


VÁ hvað ég sakna þess að segja þetta fyrir framan netþjóð;

KNÚSHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ert þú ringlaða fánastúlkan ?

Knús til baka sæta stelpuskott

Ragnheiður , 2.8.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það má segja það - kvíði fyrir að þurfa að flagga alveg sjálf á morgun og hinn!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.8.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nauðsynlegt að læra að flagga áður en maður reynir, það eru áveðnar reglur og þetta er auðvelt þegar maður kann þær, ég lærði þetta á sumarbúðum árið 1963 váá ég er örugglega risaeðla í þínum augum. Gangi þér vel elskan mín og kær kveðja austur.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Iss.. þú hefðir átt að sjá mig flagga í dag Ásdís - það var eins og ég hefði aldrei gert neitt annað!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.8.2009 kl. 17:42

5 Smámynd:

Já það er ekkert einfalt að flagga en það lærist og á morgun gengur það örugglega glimrandi. Hafðu það gott.

, 2.8.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert nú meiri Flaggarinn

Ómar Ingi, 3.8.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þetta gekk eins og í sögu!

Ég er flaggari og bloggari Ommi

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.8.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með flöggunina ;-)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hehehehe... takk takk :)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.8.2009 kl. 01:51

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband