6.6.2009 | 20:25
Taut, enginn Dalai Lama
Allstaðar fær maður nú ruslpóst, það er ekki nóg með að maður fái leiðinleg lottery skilaboð á venjulegum e-mailum, heldur þarf maður líka að þola allskonar póst á facebook og hér á blogginu. Mikið óskaplega getur það nú verið langsótt..
Eins og þið kannski lesið úr þessum orðum er ég búin í skóla og byrjuð að vinna, í góðra vinnufélagshópi er gott að vinna. Þó svo að ég sé sú leiðinlega í vinnunni að fólkið getur ekki unnið á skrifstofunni - er sko að skanna inn myndir og auðvitað vælir skanninn eins og honum sé borgað fyrir það. Ég hélt hann hefði gefið upp öndina í fyrradag, fyrsta deginum í vinnunni.. mikið var ég nú hrædd en fegin innst inni, en svo fór skanninn í lag þegar ég var búin að prófa að taka hann úr sambandi og setja aftur í samband. Svo ég hélt bara áfram að vinna!
Í gærkvöldi hjálpaði ég Röggu og Gauta, foreldrum Rafns í Cafe Tulinius, kaffihúsi sem þau opnuðu í dag. Ótrúlega notalegt hús rétt fyrir ofan bryggjuna, gamalt kaupmannshús. Yndislegt alveg að það sé loksins komið alvöru kaffihús, finnst frekar fyndið að ég var að fussa því fyrir ekki svo mörgum mánuðum að það skildi nú ekki vera kaffihús á svæðinu. En nú er það komið og ég hvet alla til að kíkja við á Cafe Tulinius!
Jæja, þá er það komið til skila, ég s.s. er lifandi!!
Athugasemdir
Veistu ég fæ nú ruslpóstinn á sér síðu og ég les hann aldrei, hann dettur bara út eftir 30 daga, ef ég eyði honum ekki sjálf.
Mikið væri nú gaman að koma til ykkar á Hornafjörðinn fagra, stefni á það næsta sumar.
Kaffihúsið hlýtur að hafa góða sál svona gamalt hús, gangi þeim vel.
Faðmlag til þín krúsin mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2009 kl. 20:56
Hæ skvís. Ef ég fer austur í sumar þá kíki ég á kaffihúsið hjá þér og leita þig uppi.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 21:33
Elsku hjartans flotti unglingur. Myndin þín flotta í vinstra horninu bjargar deginum. Horfandi á hana, eru engin vandamál til.. Hræðist ekki framtíðna með fólk eins og þig á leið inn....
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 23:24
Það er málið Milla mín að hér eyðist pósturinn ekki af sjálfu sér, ótrúlega magnað!
Þér verður að sjálfsögðu boðið í kaffi ef þú kemur hingað í bæinn minn..
Knús til þín
Kaffihúsið hjá mér? hjá tengdó!, nema að ég verði bara fastagestur þar, hihihi.. annars er mig að finna í menningarmiðstöðinni á virkum dögum milli 9 og 4..
Sæl elsku besta Hallgerður mín Pétursdóttir, mikið er ég glöð að heyra í þér!
Ég einmitt setti þetta aftur inn í anda sumarsins, hin var dimm og þung, og ég hugsaði einmitt að ég myndi eflaust gera þig glaða með þessum skiptum
Þú verður að fara að segja mér hvað er að frétta, ég er svo lítið hér á blogginu!
Knús til þín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.6.2009 kl. 00:42
Allt gott að frétta elsku stelpan,við erum núna í Ejum. Siglum á morgun vestur fyrir enda komin í sumarfrí..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:21
Kvitt og klár!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.6.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.