28.5.2009 | 14:55
Skólaferðalag upp á Vatnajökul
Eins og hér sést, þá datt ég á andlitið á skíðum, enda bara gaman að vera mest slasaði aðilinn í skólaferðalaginu. Þurfti endilega að hreppa að mér þeim titli, og skólaslit á morgun.
Ég er frekar bólgin á kinnini, en það er allt í lagi - fæ bara verðskuldaða athygli.
Annars var mjög gaman uppá jökli, enda ekki við öðru að búast, fór reyndar ekki aftur á skíði eftir að ég datt, en það er saga til annars bæjar.
ætli ég hafi ekki bara einhverja myndasyrpu til að lýsa ferðinni og upplifuninni.
Og fyrir þá sem ekki vita það, þá var þetta í annað skipti sem ég fer á skíði á ævinni, svo að ég má vera klaufi!
Það er náttúrulega bara magnað hvað útsýnið er yndislega fallegt þó fyrir litla fjölbreytni. Það var svolítil þoka, en ekki alltaf. Himininn var blár og allt var svo fallegt. Við fórum í jeppaferð og vorum dregin upp á sleðum og látin renna okkur niður til baka (ég einmitt datt..) og þetta var bara mjög vel heppnað!
Ótrúlegt að ég skuli ekki hafa farið þangað áður, en ég stefni algjörlega á það að þangað verð ég að fara aftur!!
Bjarney og Símon í góðu skapi á leiðinni uppá jökul Þarna vorum við komin uppá jökul!
Þarna var ég töff... Ég og Yrsa.. ég missti algjörlega kúlið þarna...
Við Rafn mætt í jeppaferðina! Þessi er tekin uppá Vatnajökli
Ég nenni ekki að setja fleiri myndir, kannski seinna, en það var allavega rosalega gaman!
Knús!
Athugasemdir
Njóttu lífsins flotta stelpa
, 28.5.2009 kl. 22:32
Þetta hefur verið gaman. Helgarkveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 15:00
Góða helgi ljúfust ;) og góðan bata með kinnarnar ;)
Aprílrós, 29.5.2009 kl. 15:32
Rósin mín þetta verður gróið áður en þú giftir þig.
Flottar myndir og auðvitað hefur verið gaman það er bara flott að fara í svona ferðir.
Knús í helgina þína bestust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 09:47
Innlitskvitt og ljúfar kvöldkveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:49
Kom við, er á kvöldgöngu.
Sigríður B Svavarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:19
Hæ hæ skvís og takk fyrir skemmtilega ferð á jökli :) Vona að þér líði betur í kinninni og að þú sért búin að æfa þig í stressi....ekki veitir af ;)
Ertu ekki ánægð með einkunnirnar þínar??
Hafðu það gott og haltu áfram að vera svona dugleg að blogga...gaman að lesa vangaveltur þínar :)
b.kv. Anna Jóna
Anna Jóna (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.