23.5.2009 | 12:49
Moggabloggari fallinn í sundi
Eða það heldur hún, á bara eitt próf eftir, held að ég sé búin að ná sögu 103 og grunnteikningu 103, svo kemur það bara allt í ljós á föstudaginn þegar að útskriftinni er lokið. En ég er alveg handviss um að ég sé fallin í sundi - enda seint talin góð sundmanneskja þegar kemur að tímatöku.
Sá hlær best sem síðast hlær, en þar sem ég hló fyrst að þessu veit ég ekki hver hlær betur.
Sólin hefur aðeins fengið að skína á mig, enda sjást freknurnar bara vaxa framan í mér, brann örlítið í gær meira að segja. Nú rignir bara og vindurinn hvæs, og ég velti því fyrir mér hvort að sumarið sé bara búið núna. Eða er spáð betra veðri?
Ekki veit ég það, ég er ekki góð í að sjá hvað kemur í veðurfréttum.
Ég held að sumarið sé komið svolítið á hreint hjá mér, hvar ég vinn og svoleiðis. Engar íþróttir svo að ég ætla bara að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt í mínum frítíma!
Mig langar að setja hérna inn fyrir ykkur trailer úr stuttmyndinni minni sem ég er að bardúsa í, hún mun samt örugglega verða til, bara trailerar..
Ég ætla að reyna að lofa því að verða duglegri að blogga þegar að skólanum líkur, við förum upp á jökul á þriðjudaginn og skólinn er eiginlega formlega búinn, en þó eitt próf eftir!
Hafið það sem allra best þangað til næst!
Sá hlær best sem síðast hlær, en þar sem ég hló fyrst að þessu veit ég ekki hver hlær betur.
Sólin hefur aðeins fengið að skína á mig, enda sjást freknurnar bara vaxa framan í mér, brann örlítið í gær meira að segja. Nú rignir bara og vindurinn hvæs, og ég velti því fyrir mér hvort að sumarið sé bara búið núna. Eða er spáð betra veðri?
Ekki veit ég það, ég er ekki góð í að sjá hvað kemur í veðurfréttum.
Ég held að sumarið sé komið svolítið á hreint hjá mér, hvar ég vinn og svoleiðis. Engar íþróttir svo að ég ætla bara að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt í mínum frítíma!
Mig langar að setja hérna inn fyrir ykkur trailer úr stuttmyndinni minni sem ég er að bardúsa í, hún mun samt örugglega verða til, bara trailerar..
Ég ætla að reyna að lofa því að verða duglegri að blogga þegar að skólanum líkur, við förum upp á jökul á þriðjudaginn og skólinn er eiginlega formlega búinn, en þó eitt próf eftir!
Hafið það sem allra best þangað til næst!
Athugasemdir
Haha, það verður áhugavert að sjá hvað Lubbi tekur sér fyrir hendur.
Salóme (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 18:51
Sæl Róslín,
Mér lýst vel á myndbandið hjá þér, og tónlystin gefur því mikið.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 23:54
Svakalega flott!!!!!...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2009 kl. 00:20
Lubbi er flottur og hvað með það þó þú sért sein í sundinu varla fella þeir þig, svona svo framalega sem þú getur haldið þér á floti
Knús til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2009 kl. 08:57
Ætla líka að byrja að blogga aðeins aftur svo kíktu við skvís hjá mér
Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:33
Innlitskvitt og kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:31
mér finnst þetta verulega krúttlegt langar að knúsa Lubba.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.5.2009 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.