23.4.2009 | 01:32
Ég er..
og ég veit að það eru margir ósammála með mér, ég vil ekki ganga í ESB, verð bara að auglýsa linkinn þar sem ég hef ekki aldur til að geta skráð mig. Voða er Ísland kjánalegt!
Hver vill ganga í ESB, réttupphönd?
Ekki ég, þar sem ég vil ekki þurfa að fá þetta bull allt í bakið á mér í framtíðinni, þegar ég verð nógu fullorðin til að mega kjósa.. næstu kosningar eru þegar ég verð tvítug!
Annars segi ég, ef við förum í þetta blessaða ESB, alveg eins og útrásarvíkingarnir; ÚT VIL EK!
Vildi annars skila kveðju á liðið, fer á morgun til Egilsstaða á stærstu leikhátíð Íslands hingað til, Þjóðleik, á vit ævintýranna, pottþétt þar sem ævintýrin gerast fyrir þá sem langar til að leggja leiklist fyrir sig í framtíðinni.. þokkalega!
splæsi í knús á liðið, nokkur
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðustjórnandi
Ég er 17 ára gömul, rauðhærð, fædd og uppalin á Hornafirði, en ættuð m.a. frá Selfossi, Neskaupsstað og Færeyjum. Ég er nemi á fyrsta ári í FAS. Ég geri mér sterkar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, og læt sjaldan vaða yfir mig. Mér þykir gaman að taka þátt í málefnum sem tengjast þjóðinni og enn skemmtilegra að bulla í fullorðnu fólki. Þó innan kurteisismarka.
Mig langar mest til að verða leikkona og rithöfundur þegar ég verð eldri.
Ég er framtíð Íslands, svo leggið nafn mitt á minnið.
Ég á góða fjölskyldu, sem og yndislegan kærasta, vinir eru heldur fáir en frábærir.
Þið finnið mig á facebook;
www.facebook.com/roslinv
roslinvaldemars@gmail.com
roslin-valdemars@hotmail.com
Ekki hika við að senda mér línu!
Ég tek líka ljósmyndir;
www.flickr.com/roslinv
Spurt er
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Góð lög!
Bloggvinir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Lilja G. Bolladóttir
- Guðrún Emilía Guðnadóttir
- Isis
- Laufey Ólafsdóttir
- Embla Ágústsdóttir
- Guðrún Hauksdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Halla Rut
- Dúa
- Garún
- Gúnna
- Huld S. Ringsted
- Helgan
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Anna Guðný
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anita Björk Gunnarsdóttir
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Brynja skordal
- Einar Indriðason
- Ellý Ármannsdóttir
- Halla Vilbergsdóttir
- Hannes
- Heimir Tómasson
- Hulda Rós Sigurðardóttir
- Hulda Sigurðardóttir
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga Sig
- Ingibjörg Helga
- Jóhanna Kristín Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Jón Svavarsson
- Katan
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Aprílrós
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda litla
- Maddý
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Skattborgari
- Sunna Guðlaugsdóttir
- Svanhildur Karlsdóttir
- Svetlana
- Sæmundur Bjarnason
- Tiger
- Íris Hólm Jónsdóttir
- Þröstur Unnar
- Þórarinn Þ Gíslason
- Stefanía
- Kolbrún Baldursdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Þráinn Jökull Elísson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hulda Haraldsdóttir
- Inga Helgadóttir
- Jens Guð
- Sigríður Ólafsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Athugasemdir
Við förum EKKI í ESB.
Ómar Ingi, 23.4.2009 kl. 01:40
Ekki í ESB vissi alltaf að þú værir klár elskan, vissi það um leið og ég las þitt fyrsta komment.
Knús til þín elskan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 08:04
Mér finnst nokkuð líklegt að það verði kosið áður en þú verður tvítug vinan...
Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 15:13
Þú ættir kannski að kynna þér málin vel Róslín Alma og spyrja þig nokkurra lykilspurninga.
-Ein er hversvegna öll þessi ríki Evrópu hafi sóst svo fast eftir að gerast aðilar að ESB -Önnur gæti verið afhverju engin ríki hafi gengið úr ESB á sama tíma og við sitjum eftir nærri ein í EFTA sem á sínum tíma var stofnað af Bretum en jafnvel þeir stofnendur EFTA yfirgáfu það og til að ganga í ESB.
-Ein enn gæti verið afhverju eitthvað verra ætti að henda okkur með aðild að ESB en aðra þ.e. þau 27 ríki sem eru þar nú fyrir.
-Ein enn, sem er lykill að því að skilja ESB, væri að spyrja sig hversvegna ESB hefur þrátt fyrir allt orðið svona farsælt þó svo þar innan væru þjóðir sem lengi voru svarnir óvinir.
Ég vil reyndar svara þessari síðustu þ.e. ESB er friðarbandlag stofnað til að draga úr hættu á styrjöldum í Evrópu. Svo það væri hægt var ESB þannig byggt upp að allar ákvarðanir um grundvallaratriði byggja á samstöðu og ef einhver er á móti stöðvar það málið, þar til lausn finnst. Ákvarðantökukerfið er samstöðukerfi og ákvarðanir eru samstöðuákvarðanir sem byggja á löngum samráðsferlum við fulltrúa allra sem mál eru talin snerta. Þar á meðal við verklýðshreyfingu Evrópu sem hefur trúlega veitt íslenskri verklýðshreyfingu meiri aðgang að ákvörðunartöku ferlum ESB heldur en íslenska ríkisvaldið hefur nú.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 23:39
Ég tel rétt að skorið verði úr málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hilmar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 01:19
Ég vona að það verði kosið um þetta mál... annars var ég að koma heim í dag, af Þjóðleik, stærstu leikhátíð Íslandssögunnar, gaman að því hvað það er mikið fjallað um það í fréttunum..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:36
Þú ert skynsöm stúlka ....og tekur þessar líka flottu ljósmyndir
Stefanía, 27.4.2009 kl. 01:35
Það verður vonandi aldrei gengið í ESB nema að undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ég vil bara fara að fá almennilegar upplýsingar um málið. Kosti þess og galla - og veit einhver yfirhöfuð eitthvað um þetta mál? Það eru ýmsar getgátur á lofti - en hver veit eitthvað - hvernig fer til dæmis með fiskimiðin. Er eitthvað fordæmi fyrir því að þjóð hafi gefið eftir landhelgina fyrir aðild?? Ég var svo full af þjóðarrembing að ég var á móti - en nú hallast ég frekar í hina áttina. Vil bara frá almennilega kynningu á þessu
Úbs.... ætlaði nú ekki að fara á flug í þessu efni. Knús á þig skvísa.
Gúnna, 4.5.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.