Stjórnmála-, skútu- og almennt blogg!

Ég er eiginlega alveg mát. Mig langar ekki til að skrifa um neitt, en samt langar mig til að skrifa um allt.

Það er eitt sem fer virkilega í taugarnar á mér, stjórnmálaflokkar, ekki vegna fólksins eða stefnu þeirra, heldur hvað stefnurnar eru óskýrar. Og stefnuskráar allra flokka svipaðar, einn flokkurinn vill aðgang í ESB, einu sinni vildu megnið af hægri flokkunum ganga í ESB, en ekki lengur.

Ég myndi algjörlega standa á krossgötum ef ég mætti kjósa, en ég myndi taka einhverja afstöðu, er eiginlega fegin því að þurfa ekki að taka þessa afstöðu. Þar sem maður sér engan veginn fyrir endann á stefnuskrám flokkanna og hverju þau lofa sem mun bara fljúga með vindinum seinna meir. Allir flokkarnir komast upp með þetta, lofa loforði sem er engan veginn hægt að egna. Draumkennd loforð ættu þau að kallast.

Stjórnmálamenn standa með sínum flokki en falla fæst, þau eru of ánægð með sjálfa sig að þau trúa því ekki að eitthvað sé á þeirra ábyrgð og er þeim að kenna. Þau standa og benda á hvort annað, svo endar með því að einhver einn þarf að taka á sig alla sök.


Að allt öðru, þá hef ég aðeins heyrt í þyrlum í dag og í nótt, skildi hvorki upp né niður, magnað hvað allt fer fram hjá manni. En ég ætla að gerast sannur Hornfirðingur og vera stolt af því að þetta sé að gerast hér og ætla að gera þvílíkt úr þessu... bara seinna!LoL

Annars var páskafríið mitt ágætt, átti yndislegan dag með Rafni, tók fullt af myndum, fór einu sinni á hestbak með Bjarney og út að taka myndir af Yrsu!
Núna erum við mamma farnar að ganga upp Almannaskarðið og út að hjóla, voða stuð.

Ég veit upp á mig sökina, hve löt ég er að blogga getur enginn afsakað. En ég get afsakað mig út komandi viku, á morgun verður ströng leikæfing, á þriðjudaginn sýnum við hér á Höfn, út í Mánagarði og hvet ég sem flesta sem misstu af sýningunni að koma og sjá. Ef mér skilst rétt þá kostar 1000 kr. á þessar tvær sýningar hjá okkur, sem eru kjarakaup!
Á fimmtudaginn höldum við austur á Egilsstaði á leikhátíðina Þjóðleik og sýnum þar og kynnumst krökkum, horfum á leikrit og fáum gagnrýni að ég held á okkar verk, bara stuð.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

XD

Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 20:20

2 identicon

Þetta er í raun afskaplega einfalt heillin mín, viljum við að kökunni verði einvörðungu skipt til auðvaldsins eða viljum við að kökunni verði skipt jafnt. Viljum við að auðmenn eignist landið okkar og miðin eða viljum við getað stjórnað þessu sjálf og haldið okkar sjálfstæði.

Hrói höttur var maður að mínu skapi og því miður sýnir það sig enn og aftur að af aurum verður margur api.

Hafðu það gott og gangi þér vel með leiksýningarnar - vonandi hittumst við fljótlega.

Hafdís Jónsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ommi, XD er broskall.. sem mér líkar ekki við.. hann fer í taugarnar á mér!

En Hafdís, það er einmitt það sem ég er að pæla í, hvað er eiginlega í gangi hjá öllum flokkum og hverjum getum við treyst fyrir því að "redda málunum". Redda Íslandi?

Eins og flest fólk talar um í dag þora Útrásarvíkingarnir ekki á sitt fagra frón vegna þess að þeir eiga í hættu á að vera skotnir út á götu liggur við. Með augunum!

En takk fyrir Hafdís mín, og já, vonandi hittumst við fljótlega! Vona svo sannarlega að ég hitti á Konur og ljósmyndaferð þegar ég kem í bæinn næst..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða skemmtun á Egilstöðum.
Sammála með stjórnmálin þeir eru allir að lofa upp í ermina á sér.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 16:06

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Stjórnmál samanstanda af því að lofa öllu, standa við ekkert og hirða allt. Nokkurnveginn mergurinn málsins.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 02:41

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ sæta skvísa. Bara aðeins aðeins að kíkja við. Krúttkveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband