5.4.2009 | 02:06
Ljósmyndaferðir innanlands
Ég afrekaði sko margt í dag, eða nei, í gær, 4. apríl.
Allt annað en að taka til!
Mamma dró mig, stelpuna með flensuna, út að taka myndir í ljómandi góðu veðri. Fórum hjá Hvammi, ekki í Lóni, eða er það í Lóni, nei, hvar er Hvammur þá?
Spyr sá sem ekki veit.
Gengum inn í dal, ég vissi náttúrulega ekkert hvert við værum að fara, hélt um stund, okkar á milli, að konan ætlaði að draga mig upp á fjall og hrinda mér niður eða eitthvað. Hef lesið alltof mikið af þannig sögum víst. En já, allt í lagi með það, við gengum inn dalinn og svo þurftum við að fara upp brekku. Ég er ekki að grínast, en ég hélt að ég væri að andast, sem betur fer var aðstoðarmanneskjan (elskuleg móðir mín) mín með vatnsbrúsann minn. Ég var og er reyndar svo andstutt útaf þessu kvefi.
Komst að því líka að ég ætti ekki að fara í neinar göngur þar sem ég stíg alltaf á bestu staðina til að sökkva ofan í jarðveginn. Nema að jörðin sé svona skotin í mér. Nei, kannski ekki.
Það gekk bara yndislega vel að taka myndir, ætla að setja inn núna, er komin með fyrir gærdaginn, svo förum við mamma aftur í dag (það er sunnudagur, núna) að taka myndir í Vestur, fórum Austur sko í gær.
Leyfi mynd gærdagsins að fylgja með
Allt annað en að taka til!
Mamma dró mig, stelpuna með flensuna, út að taka myndir í ljómandi góðu veðri. Fórum hjá Hvammi, ekki í Lóni, eða er það í Lóni, nei, hvar er Hvammur þá?
Spyr sá sem ekki veit.
Gengum inn í dal, ég vissi náttúrulega ekkert hvert við værum að fara, hélt um stund, okkar á milli, að konan ætlaði að draga mig upp á fjall og hrinda mér niður eða eitthvað. Hef lesið alltof mikið af þannig sögum víst. En já, allt í lagi með það, við gengum inn dalinn og svo þurftum við að fara upp brekku. Ég er ekki að grínast, en ég hélt að ég væri að andast, sem betur fer var aðstoðarmanneskjan (elskuleg móðir mín) mín með vatnsbrúsann minn. Ég var og er reyndar svo andstutt útaf þessu kvefi.
Komst að því líka að ég ætti ekki að fara í neinar göngur þar sem ég stíg alltaf á bestu staðina til að sökkva ofan í jarðveginn. Nema að jörðin sé svona skotin í mér. Nei, kannski ekki.
Það gekk bara yndislega vel að taka myndir, ætla að setja inn núna, er komin með fyrir gærdaginn, svo förum við mamma aftur í dag (það er sunnudagur, núna) að taka myndir í Vestur, fórum Austur sko í gær.
Leyfi mynd gærdagsins að fylgja með
Ef þið klikkið á myndina flytjist þið yfir á myndasíðuna mína, þar getið þið séð fleiri myndir.
Eigið góðan sunnudag og yndislegt páskafrí elsku fólk!
Athugasemdir
Þetta er Gjádalur Róslín, og auðvitað er Hvammur í Lóni.
Birgir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 08:01
Þá er það komið, takk fyrir það!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2009 kl. 13:07
Flott mynd , þú þarft að fara læra á Photosop til að gera þær enn flottari
Ómar Ingi, 5.4.2009 kl. 14:21
Það er ekki flott að photoshopa myndir mikið Ommi, það er ekki ljósmyndun finnst mér.. það er einhver önnur list!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2009 kl. 14:55
Það má eiginelga horfa á photoshop sem rafrænt framköllunarherbergi, sérstaklega ef þú tekur myndir á RAW formati.
Það er hluti af ljósmyndun að kunna framkalla myndirnar sínar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:54
Flott mynd Rósin mín og gleðilega páska til þín og þinna.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2009 kl. 15:07
það er algjör óþarfi að photoshoppa.. enda er það bara svindl
Sædís (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:25
Gleðilega Páska og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.