1.4.2009 | 16:51
Fyrsti apríll
Mér finnst 1. apríl ekki fyndinn dagur. Nema þegar mér tekst að gabba fólk yfir þröskulda. Plataði einn bekkjarbróðir minn, með öðrum bekkjarbróðir, sögðum honum að hann ætti að sækja eitthvað próf niður. Hann fór. Kennarinn tók eftir því að hann var að fara þegar hann var kominn fram, ekkert sérlega glöð. En þetta var samt fyndið!
Hringdi í Sædísi sys og upplýsti henni að það væri rýmingarsala í Faxafeni, hægt að fá tölvur á 20 þúsund, að pabbi hafi leyft mér að fá tölvu, hvort hún gæti ekki farið og keypt eina slíka fyrir mig. Hún var alveg örugglega nývöknuð þar sem hún tók þessu alveg, ætlaði að hugsa sig um og hringja í mig.
Umsjónarkennarinn minn, Berglind, hún plataði mig, eða sagði að þetta væri ekki aprílgabb og sendi mig niður að tala við Flóru, sem er í móttökunni eða hvað sem það er nú kallað að tala eitthvað við hana. Ég fór og þar var bara aprílgabb í gangi!
Ég þoli ekki aprílgöbb...
Annars frétti ég af því að það væri verið að hugsa um það að fara að selja aðgang að blog.is, vorum nokkur að pæla að skrifa undirskriftarlista fyrir að vilja ekki hafa það svona háa upphæð, erum að tala um 4000 fyrir 3 mánuði!
Það er hægt að skrifa á þennan lista í Hagkaupum í Smáralind!
Hringdi í Sædísi sys og upplýsti henni að það væri rýmingarsala í Faxafeni, hægt að fá tölvur á 20 þúsund, að pabbi hafi leyft mér að fá tölvu, hvort hún gæti ekki farið og keypt eina slíka fyrir mig. Hún var alveg örugglega nývöknuð þar sem hún tók þessu alveg, ætlaði að hugsa sig um og hringja í mig.
Umsjónarkennarinn minn, Berglind, hún plataði mig, eða sagði að þetta væri ekki aprílgabb og sendi mig niður að tala við Flóru, sem er í móttökunni eða hvað sem það er nú kallað að tala eitthvað við hana. Ég fór og þar var bara aprílgabb í gangi!
Ég þoli ekki aprílgöbb...
Annars frétti ég af því að það væri verið að hugsa um það að fara að selja aðgang að blog.is, vorum nokkur að pæla að skrifa undirskriftarlista fyrir að vilja ekki hafa það svona háa upphæð, erum að tala um 4000 fyrir 3 mánuði!
Það er hægt að skrifa á þennan lista í Hagkaupum í Smáralind!
Athugasemdir
Einmitt
Ómar Ingi, 1.4.2009 kl. 20:39
Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:23
Innlitskvitt ;)
Aprílrós, 2.4.2009 kl. 18:33
hahaha aprilgabb
Hættþþ (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 21:05
neeeeheits Eva Lind,sko ekki satt!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.