Skötuselur...

Hér á þessu heimili er svo sannarlega skammtað á diska, þegar mamma kom inn í herbergi og sagði mér að það væri kominn matur var ég farin að finna það á mér og var nýbúin að taka heyrnatólin af eyrunum. Ég gekk rétt á eftir henni inn í eldhús og á borðinu stóð grænn diskur, grænn með Simba og Nölu, eldgamall. En á disknum var fiskur, eða fiskibiti getum við sagt. Skötuselur.

 

Ojbara


En mömmu fannst hann samt góður, ég skil það ekki, verra en seigur kjúklingur, þó ég hafi aldrei smakkað svoleiðis, en það er annað mál.

Ég taldi franskarnar sem mamma hafði líka verið búin að setja á diskinn, ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö alveg upp í 29, fyrra skiptið voru þær 28 samt. Þær voru eldaðar í ofni, mér finnst það ekki gott, en ég fæ engu ráðið, þetta skal eg eta eður ég frýs úti. Heldur vil ég nú frjósa úti, takk.

Það sem meira var, var að ég borðaði pínubita af skötuselinum og kláraði ekki 29 franskarnar..

... ef þær hefðu verið 30 hefði það verið allt annað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ,Æ þú matvanda stelpa ég hefði alveg þegið skötusel og borða hann reyndar oft.
En veistu sumir eru bara svona geta aldrei etið fisk.
Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Ómar Ingi

Yebb maður borðar ekki vini sína

Ómar Ingi, 30.3.2009 kl. 23:27

3 identicon

Nei nú er ég sko sammála þér Rósla .. pantekki fá skötusel í páskafríinu .. segðu mömmu að fara að undirbúa matseðil sem samanstendur af góðum mat takk! því það styttist í heimkomuna!

Sædís sys (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Hannes

Hvað eru ekki til pítsastaðir eða skyndibitastaðir á Hornafirði eða er þetta eitthver skítabær?

Hannes, 31.3.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband