Þó ég sé hvorki Samfylkingarmaður né Sjálfstæðismaður..

.. þá eiginlega verð ég að segja að ég er ánægð fyrir hönd Samfylkingarinnar að hafa Jóhönnu sem formann, hún er nokkuð seig konan. Eitthvað við hana!
Og sömuleiðis verð ég að vera ánægð fyrir hönd Sjálfstæðismanna að hafa Þorgerði Katrínu sem varaformann.
Svo er ég líka stolt af Vinstri grænum að hafa Katrínu Jakobsdóttur í sínu liði, ef þessar konur væru saman í liði ásamt einhverjum fleirum, t.d. Bjarna Benedikts, Degi og.. afsakið, þið verðið að bæta við einum karlmanni hérna með mér, ég er alveg tóm núna..
En við það lið myndi ég vilja fá enga aðra eeeeen, dururururuuuuummmmm; Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur, aðstoðarskólastýru og lífskúnstner með meiru!
Svo mega forsetahjónin fylgja líka... hihihi!

Annars er ég sko ekki í neinum flokki, enda ekki hægt að binda sig við flokka sem eru sífellt á hreyfingu, standa fyrir einu einn daginn og öðru hinn daginn - svo stendur fólk og fellur með því.

.... það ætti að vera stofnaður sér flokkur fyrir vitleysinga, ég tilheyri honum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Ég er vitleysingur, en skil ekki Jóhönnudýrkunina....má ég þá ekki vera í þínum flokki ?

Finnst reyndar konur vera obbolítið frekar og  leiðinlegar opinberlega....

Skil ekki heldur handapatið hjá Katrínu....er ég out ?

Stefanía, 30.3.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stefanía ég er á sömu línu og Rósalín. Ég dýrka engan nema kanski hann Nóa (köttur) þetta er spurning að finnast eitthvað gott og jákvætt í fari annarra, líka þeirra sem hafa ekki sömu skoðun og maður sjálfur í stjórnmálum.

Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Dýrkun Stefanía, veit ekki hvort það sé dýrkun, einmitt bara að finnast eitthvað gott og jákvætt í fari annarra eins og Finnur orðar það.

Ef ég myndi nú stofna flokk myndi ég leyfa fólki sem hefur virkilega metnað í þeim málum sem það vill standa fyrir og gerir hlutina að standa þar fremst í flokki, fólk sem styður er ekkert aftarlega en það þarf alltaf einhvern sem getur sagt hvað honum finnst og hvernig hann vill breyta því.

Það er líka bara allt í lagi að vera frek, á meðan það er ekki alltof svakalegt. Eða þú skilur, frek er samasem merki um að vera svolítið ákveðin

En handapat? hef aldrei skilið þetta orð, það sem ég sé við Katrínu er að það er svo mikill kraftur og hún er svo ung, en samt einhvernveginn gömul sál, hún er svona... mm.. manneskjan með ráðin!

Finnur, maður má náttúrulega alltaf finna eitthvað gott og jákvætt í fari annarra þó maður sé ekki í sama flokki. Þar sem við erum öll jafnokar, sumir bara kunna að fara með mál sitt og þora!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2009 kl. 15:00

4 identicon

Ég fíla ekki Jóhönnu, mér finnst hún segist vera vinur litla mannsins en svo þegar á hólminn er komið þá gerir hún ekki neitt... Eins er með marga af þessum stjórnmálamönnum...Eins og núna keppast þeir við að koma með kosningaloforð sem þeir efna aldrei....

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég held að þessi loforð sem þau koma með, sé bara eitthvað sem fæst í bónus - plat
(Góður brandari sko!)
Annars já, það er bara partur af prófkjörinu að ljúga einhverju!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín þú ert bara flott og stendur á þínu, við þurfum ekki að vera sammála um allt er samt ánægð með kvenna-valið þitt þær væru sterkar saman.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband