25.3.2009 | 20:36
Skapsveiflur vs. veðurfar!
Langt síðan síðast. Veit ekki hvað ég get sagt.
Veður! Haha, það er frábært fyrirbæri, tölum um veður.
Í gærmorgun snjóaði botnfylli og aðeins meira en það, svo ringdi og það var eiginlega flest orðið þurrt þegar ég gekk heim úr skólanum um kl. 16.10.
Í morgun var allt hvítt aftur, og hann snjóaði nær fram eftir degi, voða jólalegt hér, 30 cm allstaðar og hærra sumstaðar. Hvítur og fallegur snjór.
Ég hef lengi pælt í veðurfarinu hérna, þar sem það var sól og maður gat verið út á þunnri peysu næstum því bara á mánudaginn, og svo þessi skítakuldi í dag.
Skapsveiflur unglings eru líka svona, skapsveiflur og veðurfar... passar ágætlega saman..
Annars upplifði ég einn skemmtilegasta skóladag ævi minnar í dag, var að taka myndir, í allan dag, frá 8:30 til 14.00. Fór í íþróttahúsið þar sem var danskennsla, upp í Nesjaskóla þar sem krakkar í 1.-3. bekk æfðu sig og leyfðu mér að taka myndir af sér, algjörar rúsínur þar. Sá líka gamlar myndir af mér, agalega sæt. Fórum í Hafnarskóla þar sem 4.-7. bekkur var líka að undirbúa árshátíðina. Ég fór líka upp í Sindrabæ, þar sem ég sá annan 9. bekkinn æfa atriði úr Karíus og Baktus.
Þetta stefnir í flotta árshátíð sem verður á morgun!
Læt hér fylgja mynd sem ég tók í dag, "á leiðinni" heim úr skólanum.. tók mér smá labbitúr...
LOFA betri færslu sem fyrst - er að læra sko!
Veður! Haha, það er frábært fyrirbæri, tölum um veður.
Í gærmorgun snjóaði botnfylli og aðeins meira en það, svo ringdi og það var eiginlega flest orðið þurrt þegar ég gekk heim úr skólanum um kl. 16.10.
Í morgun var allt hvítt aftur, og hann snjóaði nær fram eftir degi, voða jólalegt hér, 30 cm allstaðar og hærra sumstaðar. Hvítur og fallegur snjór.
Ég hef lengi pælt í veðurfarinu hérna, þar sem það var sól og maður gat verið út á þunnri peysu næstum því bara á mánudaginn, og svo þessi skítakuldi í dag.
Skapsveiflur unglings eru líka svona, skapsveiflur og veðurfar... passar ágætlega saman..
Annars upplifði ég einn skemmtilegasta skóladag ævi minnar í dag, var að taka myndir, í allan dag, frá 8:30 til 14.00. Fór í íþróttahúsið þar sem var danskennsla, upp í Nesjaskóla þar sem krakkar í 1.-3. bekk æfðu sig og leyfðu mér að taka myndir af sér, algjörar rúsínur þar. Sá líka gamlar myndir af mér, agalega sæt. Fórum í Hafnarskóla þar sem 4.-7. bekkur var líka að undirbúa árshátíðina. Ég fór líka upp í Sindrabæ, þar sem ég sá annan 9. bekkinn æfa atriði úr Karíus og Baktus.
Þetta stefnir í flotta árshátíð sem verður á morgun!
Læt hér fylgja mynd sem ég tók í dag, "á leiðinni" heim úr skólanum.. tók mér smá labbitúr...
LOFA betri færslu sem fyrst - er að læra sko!
Athugasemdir
Flott mynd hjá þér
Ómar Ingi, 25.3.2009 kl. 20:48
Finnst þér?
Takk!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2009 kl. 20:51
Þú ert orðin topp ljósmyndari Róslín mín Það fer að vora bráðum....vona ég
Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 23:25
Flott mynd Rósin mín og þú ert alltaf góð alveg sama hvort þú talar um veðrið eða ekki.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 11:00
Frábært hjá þér!!!! Hafðu það gott dúllurass og sjáumst fljótlega...
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:41
Virkilega flott mynd hjá þér. Væri gaman að sjá meira.
Heimir Tómasson, 26.3.2009 kl. 17:01
takk Sigrún!
Já það vorar vonandi bráðum!!!
Takk takk Milla mín, og knús til þín!
Hihihi takk Ragga, já sjáumst vonandi fljótlega, það er orðið ansi langt síðan síðast!
Takk Heimir, þú getur séð meira á www.flickr.com/roslinv nóg af myndum þar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:01
Takk fyrir þessa fallegu mynd ljúfust.Ótrúlega falleg í einfaldleika sínum. Eins og þú..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:04
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:47
æ, takk Hallgerður mín
Sömuleiðis til þín Linda
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.