11.3.2009 | 14:12
Frumsýning á Ísvélinni OG Dúkkulísu í kvöld!
Í kvöld munu leikar standa sem hæstir í Mánagarði, Nesjum, 781 Hornafirði, því þar mun leikhópurinn Lopi í samvinnu við Þjóðleik frumsýna tvö leikverk. Magnús J. Magnússon leikstýrir, Bjarni Jónsson skrifaði leikverkið Ísvélin, en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann skrifaði Dúkkulísu.
Þjóðleikur er verkefni til að efla leikhús ungmenna hér á Austurlandi, 13 hópar taka þátt og 14 uppsetningar af þremur mismunandi leikverkum. Þegar allir hópar hafa frumsýnt verður stór leiklistahátíð á Egilsstöðum þar sem hver leikhópur flytur verk sitt tvisvar sinnum, sú hátíð fer fram síðsutu helgina í apríl.
Ég er viss um að það séu lausir miðar, það kostar 1500 kr. inn, svo endilega Hornfirðingar, eða fólk sem er á Höfn um þessar mundir, getið þið pantað miða í síma 478 1462!
Kærleikskveðjur til ykkar allra frá mér!
Þjóðleikur er verkefni til að efla leikhús ungmenna hér á Austurlandi, 13 hópar taka þátt og 14 uppsetningar af þremur mismunandi leikverkum. Þegar allir hópar hafa frumsýnt verður stór leiklistahátíð á Egilsstöðum þar sem hver leikhópur flytur verk sitt tvisvar sinnum, sú hátíð fer fram síðsutu helgina í apríl.
Ég er viss um að það séu lausir miðar, það kostar 1500 kr. inn, svo endilega Hornfirðingar, eða fólk sem er á Höfn um þessar mundir, getið þið pantað miða í síma 478 1462!
Kærleikskveðjur til ykkar allra frá mér!
Athugasemdir
Good Luck
Ómar Ingi, 11.3.2009 kl. 14:14
Toj, toj ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.3.2009 kl. 18:57
Gangi þér vel ;)
Aprílrós, 11.3.2009 kl. 19:08
Gangi þér vel elsku Róslín mín og ég vona svo sannarlega að Hornfirðirnar nær og fjær já og aðrir landsmenn drífi sig í leikhús og sjái ykkur....Ég er mjög svekt að missa af þessu...Bestu kveðjur dúllurass....Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:04
Hvernig gekk var ekki bara æðislegt svona fyrir utan byrjunarskrekkinn.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 15:43
Gangi ykkur rosa vel. Nei, það er of seint. Þetta er búið.
Veit að ykkur gekk rosa vel. Til hamingju með það.
Anna Guðný , 14.3.2009 kl. 01:17
Heyrðu frumsýningin og sýning nr. 2 gengu eins og í sögu, það var reyndar meira á annarri sýningu. En við erum búin að fá rosalega góðar og hlýjar móttökur, svo vonandi tekur fólk við sér, finnst samt skammarlegt hvað Hornfirðingar taka ekki þátt en eru alltaf að kvarta undan því að það er ekkert að gera hérna.. get t.d. bent á þessa slóð, gagnrýni á leikritin:
http://www2.hornafjordur.is/grunnskoli/efni/frettir/2009/03/12/nr/6356
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:26
Heyrðu Róslín, þú ert nr. 1 .. allir nr. 1 sko í nýja flokknum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:57
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:52
Þú stóðst þig eins og sönn leikkona kæra Róslin. Það streymdi frá þér friður og ró sem einkennir oft konur sem eru nýbúnar að eignast börn. Þú varst trúverðug og það er það sem máli skiptir. Hlakka til að vinna með þér í framtíðinni ;)
Kristín Guðrún Gestsdóttir, 21.3.2009 kl. 10:27
Við erum búnar að ræða þetta Jóhanna!
... hahaha nú hljóma ég reið
Takk Linda mín!
Takk kærlega fyrir það Kristín, það er ekkert smá hrós sem maður fær!! Vá! Takk, en ég hlakka líka til að vinna með þér í framtíðinni, það máttu bóka. Gaman að rifja það upp að þú talaðir nú oft um Fúsa froskagleypi í den, þegar þú kenndir okkur í 1. bekk mannstu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.