7.3.2009 | 01:28
Ég ætla í framboð!
So this is who I am, and this is what I know.. syngur Celine Dion með fagri röddu, fallegt lag, á fallegri laugardagsnóttu.
Alveg ótrúlega fallegt lag, dadadadadaaa, heyrið þetta ekki hljóma í eyrum ykkar?
We don't say goodbye...
Æ, Róslín, ekki væmin.
.. suss.
Ég ætla í framboð, það var það sem ég ætlaði að segja, en strax þegar ég skrifaði þessa setningu í ,, Hvað ert þú að gera núna? " boxið á andlitsbókinni, svo ég tali ágæta íslensku, þá fattaði ég stórgáfulega athugasemd. Eða uppgötvun frekar, ég er upprennandi heimspekingur, vittu til ágæti lesandi!
Ég má ekki bjóða mig fram, ekki núna, ekki strax. Samt er kosið ungra krakka til að gegna konungshlutverki og drottningarhlutverki úti í heimi. Ósanngjarnt, krakkar sem eru yngri en ég.
Hmm.. svo ætlaði ég nú að ákveða stöðu mína áður, í hvaða flokk ég myndi bjóða mig fram í, en það er enginn sem stendur í smáa letrinu að standi fyrir málstað rauðhærðra. Né lesblindum. Ekki heldur örvhentum. Og líklega ekki örfættum...
Kannski lesblindum, en ekki þessu öllu saman, og örugglega enginn flokkur sem stefnir að því að gera skóla sveigjanlegri, sem leyfir krökkum að læra það sem þeim listir.
Ég er ekki skráð í neinn flokk, enda ætti ég ekki að mega það. En þar sem ég er ég, rauðhærða, málglaða, lesblinda, en velskrifandi stelpan utan af landi sem er voðalega kammó, í þykjó, þá fengi ég að ganga í hvaða flokk sem er, í ungliðahreyfingu - það er ég viss um. En ég vil það ekki, nanananabúbú!
Kreppan er dottin úr tísku, svona svo þið vissuð af því.
Nýr málsháttur fyrir ykkur að japla á, á sætum laugardegi; Gamall teymir, ungur gleymir...
Svo mikið Ísland í dag, eruð þið ekki örlítið sammála?
Kreppuráð helgarinnar; hættið að downloada, sækið gamla plötuspilarann út í skúr og takið nokkrar vel valdar plötur, stillið ykkur upp með helst Eagles, Queen, The Beatles, The Police eða jafnvel Led Zeppelin og látið eins og þið séuð ung í annað sinn - þau sem lifðu ekki á plötutímabilinu lifðu örugglega á kasettu tímabilinu. Þið farið út í skúr og finnið kasettutækið, vasadiskó helst, og gömlu headphonin, gamla upptöku af ykkur syngja eða helst upptöku úr útvarpi á þeim tíma og dansið á síðum nærbuxum og ullarsokkum, og helst í skyrtu að ofan...
Ætla að deila með ykkur vel völdu lagi í djúkboxinu svona rétt í lokin, voðalega fallegt lag sem ég var einmitt að uppgötva fyrir ekki svö löngu. "Why" með Emilíönu Torrini, gjöri yður svo vel!
Alveg ótrúlega fallegt lag, dadadadadaaa, heyrið þetta ekki hljóma í eyrum ykkar?
We don't say goodbye...
Æ, Róslín, ekki væmin.
.. suss.
Ég ætla í framboð, það var það sem ég ætlaði að segja, en strax þegar ég skrifaði þessa setningu í ,, Hvað ert þú að gera núna? " boxið á andlitsbókinni, svo ég tali ágæta íslensku, þá fattaði ég stórgáfulega athugasemd. Eða uppgötvun frekar, ég er upprennandi heimspekingur, vittu til ágæti lesandi!
Ég má ekki bjóða mig fram, ekki núna, ekki strax. Samt er kosið ungra krakka til að gegna konungshlutverki og drottningarhlutverki úti í heimi. Ósanngjarnt, krakkar sem eru yngri en ég.
Hmm.. svo ætlaði ég nú að ákveða stöðu mína áður, í hvaða flokk ég myndi bjóða mig fram í, en það er enginn sem stendur í smáa letrinu að standi fyrir málstað rauðhærðra. Né lesblindum. Ekki heldur örvhentum. Og líklega ekki örfættum...
Kannski lesblindum, en ekki þessu öllu saman, og örugglega enginn flokkur sem stefnir að því að gera skóla sveigjanlegri, sem leyfir krökkum að læra það sem þeim listir.
Ég er ekki skráð í neinn flokk, enda ætti ég ekki að mega það. En þar sem ég er ég, rauðhærða, málglaða, lesblinda, en velskrifandi stelpan utan af landi sem er voðalega kammó, í þykjó, þá fengi ég að ganga í hvaða flokk sem er, í ungliðahreyfingu - það er ég viss um. En ég vil það ekki, nanananabúbú!
Kreppan er dottin úr tísku, svona svo þið vissuð af því.
Nýr málsháttur fyrir ykkur að japla á, á sætum laugardegi; Gamall teymir, ungur gleymir...
Svo mikið Ísland í dag, eruð þið ekki örlítið sammála?
Kreppuráð helgarinnar; hættið að downloada, sækið gamla plötuspilarann út í skúr og takið nokkrar vel valdar plötur, stillið ykkur upp með helst Eagles, Queen, The Beatles, The Police eða jafnvel Led Zeppelin og látið eins og þið séuð ung í annað sinn - þau sem lifðu ekki á plötutímabilinu lifðu örugglega á kasettu tímabilinu. Þið farið út í skúr og finnið kasettutækið, vasadiskó helst, og gömlu headphonin, gamla upptöku af ykkur syngja eða helst upptöku úr útvarpi á þeim tíma og dansið á síðum nærbuxum og ullarsokkum, og helst í skyrtu að ofan...
Ætla að deila með ykkur vel völdu lagi í djúkboxinu svona rétt í lokin, voðalega fallegt lag sem ég var einmitt að uppgötva fyrir ekki svö löngu. "Why" með Emilíönu Torrini, gjöri yður svo vel!
Athugasemdir
Góð eins og alltaf.
Heimir Tómasson, 7.3.2009 kl. 15:32
Snjöll Rósin mín ert þú.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2009 kl. 20:35
Sammála.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 22:50
Ómar Ingi, 8.3.2009 kl. 11:28
Líst vel á ;)
Aprílrós, 9.3.2009 kl. 00:20
Já skelltu þér í framboð góða mín..
Sædís sys (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.