Andlaus!

Þegar maður er gjörsamlega tómur þá er ekki sniðugt að blogga.

 Einhvernveginn kemst ég samt ekki hjá því svo að fólk sem er utan allt annað samfélag en bloggheima og Mbl.is og Vísi og alla þessa fréttavefi, kannski leikjavefum líka sjái að ég er kannski ekki dauð eftir allt saman!

En jæja, er á fullu bara á leikæfingum, nóg að gera alltaf hreint á þeim, frumsýnum á næsta þriðjudag, held að það sé 10. mars!

Að sjálfsögðu kvet ég alla til að mæta á sýningar, þar sem þetta eru rosalega flottar leiksýningar, Dúkkulísa og Ísvélin, og að sjálfsögðu við krakkarnir sem erum að leika.... það vantar ekki!Grin

Kreppuráð dagsins í dag:

Málið ykkar eigin listaverk og segið öllum hvað það hafi verið rosalega dýrt.. þá hækkar sjálfstraustið og samviskubitið örugglega um leið!

KnúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ baby...Ekki vera andlaus það er svo ekki þú!!!

Gangi þér vel í leiksýningunni.... Því miður kemst ég ekki til að sjá....En þú átt eftir að segja mér frá....

Bestu kveðjur Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Rósin mín það að vera andlaus er eigi til, bara svo mikið að gera í öðru og þá getur maður ekki verið í öllu.
Fer í það að mála mynd, en annars vantar mig sko EKKI sjálfstraustið
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 09:00

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir kreppuráð og reyndar önnur ráð líka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ragga, júbarastavíst, ég er andlaus og vitlaus!

En takk fyrir, mér finnst voða leiðinlegt að þú komist ekki!!

Knús

Milla, það er sko alveg hægt að vera andlaus, ég hef nægan tíma til að blogga... eða sko stundum og stundum ekki!

Knús

Mín var ánægjan Jóga mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2009 kl. 16:59

5 Smámynd:

Flott hugmynd. Mig vantar einmitt málverk yfir sófann minn. Kannski ég máli það bara sjálf - abstrakt málverk í neosurrealístískum stíl

, 5.3.2009 kl. 17:03

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

já Dagný! Það væri ótrúlega sniðugt, býrð til dulnefni og segir að þetta sé voða frægur málari..

Passaðu að hafa málverkið samt ekki æpandi (nema stofan sé æpandi!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.3.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Gaman að lesa bloggið þitt. Mér varð hugsað til póstsins sem ég fæ frá syni mínum ( hann býr í Danmörku, sjá færslu þann 7.12 sl. ). Það er í rauninni sama frá hvaða landi unglingurinn kemur, áhugamálin og bókstaflega allt sem gert er í skóla og utan er svo svipað.

Takk fyrir gott blogg.

Þráinn Jökull Elísson, 6.3.2009 kl. 19:58

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Þráinn Jökull.

Ég veit ekki hvort það sé svipað, eða það sé einfaldlega bara vegna þess hve lítið er í boði - ég hefði t.d. lært á fiðlu hefði það verið hægt þegar ég byrjaði í 4. bekk..

Ég hefði farið á leiklistarnámskeið ef þau hefðu verið... og svo get ég lengi haldið áfram!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband