23.2.2009 | 22:48
Hamstraskítsplattar með osti..
Öllu er nú hægt að reyna að troða ofan í mann. Í þetta skipti var það ekki hamstraskítur, heldur hamstraskítsplattar með innbyggðum osti og sósu með' því.
Einu sinni var sett mig á súpukúr (reyndar var það nú bara djók), svo fór ég að reyna að borða allan mat. Ætla hinsvegar að sleppa saltkjötinu í dag. Eðal matur var á boðstólnum í dag, þessir yndislegu hamstraskítsplattar með osti, hverjum dettur svoleiðis vitleysa í hug?
Jú, foreldrum mínum dettur í hug að gera mér þann grikk að elda svona.
Löngu búin að segja þeim að mig langi alls ekki í hakk, þeim er nákvæmlega sama og búa til allskyns rétti og ég verð að gjöra svo vel að troða þessu upp í mig eða bollum (sem mér finnst varla betri kostur..). Rjómabollum þið vitið. Ég torgaði einni og hálfri (borðaði ofan af annarri sko, hinn helminginn fékk pabbi).
Útaf öllum bollunum sem ég borðaði í dag, jújú, margar bollur, tvær kjötbollur í hádeginu, ein og hálf rjómabolla og tvær og hálf bolla af hamstraskít með osti. Þá varð ég að halda uppi heiðrinum og samviskunni og skella mér í blak þar sem ég hef enga afsökun fyrir því að mæta ekki, leikæfing á næsta sunnudag þið vitið.
Ótrúlegt hvað ég get verið seig í íþróttum, yfir úr fótboltanum fór ég í blak og badminton. Já bætti badmintoni við þar sem mamma verður að hafa mig til halds og stuðnings, svo er ég nú bara asskoti góð þó ég segi sjálf frá. Svo reyndar er trommusláttur viss íþrótt þar sem það reynir á handarvöðvana og hægri fótinn. S.s. yfir úr fótafli í handafl - það verður örugglega ferlegt að mæta mér í framtíðinni í húsasundi og ætla að ræna mig....
Þegar ég var lítil langaði mig að læra á fiðlu (og trommusett líka) og mig langaði rosalega að læra ballett.. ég var í fimleikum þegar ég var lítil sko, en núna er ég bara ég.
Yndislegasturinnminn - leiklist - trommur - skóli - blak - badminton... nóg að gera!
Segið svo ekki að ég sé alltaf í tölvunni - svei!
Langur skóladagur á morgun svo ég er farin í háttinn, trommur og ég hef æft mig í minnst hálftíma á dag síðan ég var í síðasta tíma svo ég held þetta komi allt.. Ég ætla, ég get, ég vil!
Fæ útúr grunnteikningunni á morgun - sjáum hvað setur, hvort ég þurfi að taka áfangann aftur eður eigi.. ég held eigi!
Eigið góðan morgundag kæra fólk!
Einu sinni var sett mig á súpukúr (reyndar var það nú bara djók), svo fór ég að reyna að borða allan mat. Ætla hinsvegar að sleppa saltkjötinu í dag. Eðal matur var á boðstólnum í dag, þessir yndislegu hamstraskítsplattar með osti, hverjum dettur svoleiðis vitleysa í hug?
Jú, foreldrum mínum dettur í hug að gera mér þann grikk að elda svona.
Löngu búin að segja þeim að mig langi alls ekki í hakk, þeim er nákvæmlega sama og búa til allskyns rétti og ég verð að gjöra svo vel að troða þessu upp í mig eða bollum (sem mér finnst varla betri kostur..). Rjómabollum þið vitið. Ég torgaði einni og hálfri (borðaði ofan af annarri sko, hinn helminginn fékk pabbi).
Útaf öllum bollunum sem ég borðaði í dag, jújú, margar bollur, tvær kjötbollur í hádeginu, ein og hálf rjómabolla og tvær og hálf bolla af hamstraskít með osti. Þá varð ég að halda uppi heiðrinum og samviskunni og skella mér í blak þar sem ég hef enga afsökun fyrir því að mæta ekki, leikæfing á næsta sunnudag þið vitið.
Ótrúlegt hvað ég get verið seig í íþróttum, yfir úr fótboltanum fór ég í blak og badminton. Já bætti badmintoni við þar sem mamma verður að hafa mig til halds og stuðnings, svo er ég nú bara asskoti góð þó ég segi sjálf frá. Svo reyndar er trommusláttur viss íþrótt þar sem það reynir á handarvöðvana og hægri fótinn. S.s. yfir úr fótafli í handafl - það verður örugglega ferlegt að mæta mér í framtíðinni í húsasundi og ætla að ræna mig....
Þegar ég var lítil langaði mig að læra á fiðlu (og trommusett líka) og mig langaði rosalega að læra ballett.. ég var í fimleikum þegar ég var lítil sko, en núna er ég bara ég.
Yndislegasturinnminn - leiklist - trommur - skóli - blak - badminton... nóg að gera!
Segið svo ekki að ég sé alltaf í tölvunni - svei!
Langur skóladagur á morgun svo ég er farin í háttinn, trommur og ég hef æft mig í minnst hálftíma á dag síðan ég var í síðasta tíma svo ég held þetta komi allt.. Ég ætla, ég get, ég vil!
Fæ útúr grunnteikningunni á morgun - sjáum hvað setur, hvort ég þurfi að taka áfangann aftur eður eigi.. ég held eigi!
Eigið góðan morgundag kæra fólk!
Athugasemdir
Ómar Ingi, 24.2.2009 kl. 19:57
Vona að þú gefir þessum helvítis trommum frí meðan ég er heima yfir helgina ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:06
þú getur trútt um talað Ommi!
Það fer eftir ýmsu Sædís, hvort ég hafi eitthvað að gera eða ekki...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:19
Knús Darling!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2009 kl. 17:14
Sæl og blessuð (skemmtilegasti blogg)unglingurinn minn, mér hefur fundist höfuðið vera svo skemmtilega skrúfað á þig frá því ég las þig fyrst.
Hef lesið síðuna þína annað slagið undanfarin ár, man nú ekki hvernig ég datt hér inn fyrst en setti þig fljótlega í "favorits" svo ég týndi þér ekki. Mér finnst þú hafa svo ferlega skemmtilega sýn á lífið og tilveruna og ekki taka sjálfa þig eða aðra neitt of alvarlega heldur. Takk fyrir mig.
Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 08:01
Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 06:34
Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.