21.2.2009 | 02:09
Týpísk bloggfærsla...
Mynduð þið lesa blogg sem væri byggt upp á stikkorðum, og þið þyrftuð að geta í eyðurnar?
Einkunnir
Skóli
Leiklist
Hugsanlega gæti maður fengið milljónir hugsana upp við að lesa þessi orð. Líkt með alþingi og fólkið þar, það talar í stikkorðum. Við eigum að skilja rest.
Annars þá langaði mig til að segja ykkur frá því að ég fékk 7 í öðru lotuprófinu af 3 í Sögu 103, er alls ekki sátt. En þó sátt með að ná yfir falleinkunn. Annars voru allar einkunnir 8 og yfir, ég þoli ekki einkunnir. En mér gekk samt vel þessa önnina og ætla að klára síðustu önnina í grunnskóla með stæl!
Ég þoli ekki skóla, mig langar til að vera hippi...
Við frumsýnum Dúkkulísu og Ísvélina 8. mars kl. 20.00, æfingar ganga vel. Ég er í aðalhlutverki í Dúkkulísu, bara gaman þar!
Nei annars, þetta er leiðinleg færsla, hver nennir að lesa svona, það sem liggur á mínu hjarta er hrikalega púkalegur draumur og þjóðfélagið - fann góða mynd af þjóðfélaginu úr einkasafni, hún kemur seinna við í færslunni!
Mig langar til að bera drauminn undir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um þetta. Því síðast þegar mig dreymdi eitthvað sem hræddi mig svo mikið að ég varð agndofa, þá var það þegar ég var lítil og dreymdi sög og ljótann mann og ég var föst við trjádrumb.. þessi var raunverulegri, án ljóta mannsins, hrikalega púkó draumur!
Þjóðfélagið finnst mér alveg vera búið að kúka upp á bak, til hamingju!
Mynd úr einkaeign!
Einkunnir
Skóli
Leiklist
Hugsanlega gæti maður fengið milljónir hugsana upp við að lesa þessi orð. Líkt með alþingi og fólkið þar, það talar í stikkorðum. Við eigum að skilja rest.
Annars þá langaði mig til að segja ykkur frá því að ég fékk 7 í öðru lotuprófinu af 3 í Sögu 103, er alls ekki sátt. En þó sátt með að ná yfir falleinkunn. Annars voru allar einkunnir 8 og yfir, ég þoli ekki einkunnir. En mér gekk samt vel þessa önnina og ætla að klára síðustu önnina í grunnskóla með stæl!
Ég þoli ekki skóla, mig langar til að vera hippi...
Við frumsýnum Dúkkulísu og Ísvélina 8. mars kl. 20.00, æfingar ganga vel. Ég er í aðalhlutverki í Dúkkulísu, bara gaman þar!
Nei annars, þetta er leiðinleg færsla, hver nennir að lesa svona, það sem liggur á mínu hjarta er hrikalega púkalegur draumur og þjóðfélagið - fann góða mynd af þjóðfélaginu úr einkasafni, hún kemur seinna við í færslunni!
Mig langar til að bera drauminn undir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um þetta. Því síðast þegar mig dreymdi eitthvað sem hræddi mig svo mikið að ég varð agndofa, þá var það þegar ég var lítil og dreymdi sög og ljótann mann og ég var föst við trjádrumb.. þessi var raunverulegri, án ljóta mannsins, hrikalega púkó draumur!
Þjóðfélagið finnst mér alveg vera búið að kúka upp á bak, til hamingju!
Mynd úr einkaeign!
Athugasemdir
Sæt mynd ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 03:42
Falleg kind ;)
Aprílrós, 21.2.2009 kl. 07:48
Hippi ertu nú ekki meira svona Trippi Róska mín
Ómar Ingi, 21.2.2009 kl. 12:04
heyrðu hippinn minn þú ert bara með flottar einkannir og ekki vera svona kröfuhörð á sjálfan þig, þú munt klára þetta með stæl.
Flott rolla er þetta Tattú á henni
Knús í krús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2009 kl. 17:56
Sæl Rósalín - Færslan þín er flott - þú skrifar alltaf góðar færslur - það er svo mikið á milli línanna og bakvið orðin!
En draumurinn ? Ef þú vilt fá draum - ráðningu þá verðurðu að segja drauminn !ef þú vilt ekki skrifa hann á bloggið - þá geturðu sent mér hann á bjon@islandia.is
Kær kveðja.
Benedikta E.
Benedikta E, 21.2.2009 kl. 22:16
Knús knús og ljúfar kveðjur..:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:39
Þú ert nú bara yndi....Til lukku með frábærar einkunir og með aðalhlutverkið í leikritinu...Vona að ég sjái það en ég verð í R-vík í 4 vikur í mars.
Bestu kveðjur og brjóttu fót og allt það!!!!Ragga Rabbamamma
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 08:21
Alltaf gaman að kíkja hér inn ;-)
Hef að vísu ekki gert það í e-h tíma... alltaf nóg að gera á stóru heimili :o)
Fínar einkunnir í Sögunni... gangi þér vel restina af þessu skólaári og eins með hlutverkið þitt sem aðalsögupersónan... það væri gaman að sjá þig á sviði, aldrei að vita nema að maður nái því.
Knús til þín úr Hjallanum
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:33
Milla, ef maður leggur sig rosalega mikið fram verður maður að vera kröfuharður og vilja hærri einkunn en skitna 7!
Knús
Takk Benedikta, ég er búin að senda á þig mail!
Takk Ragga mín!!
Annars frumsýnum við 8. mars sem er sunnudaginn kl. 20.00, þetta eru tvö leikrit! ca. 45 og 45 mínútur hvort! Vonandi kemstu að sjá þetta, rosalega flottar sýningar sem við höfum í höndunum
Knús
Já stórt heimili skal það vera Friðdóra! Svo ég skamma þig ekki
En takk fyrir, það væri rosalega gaman að fá þig á sýningu.. hihihi
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.2.2009 kl. 21:58
Maður getur verið of kröfuharður, ég veit dæmi þess að krakkar hafa lært rosa vel en fengið bara 6 -7
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.