Í svartasta skammdeginu er gott að sitja og lesa..

Eða það finnst mér og þess vegna finnst mér tilvalið að leyfa ykkur að lesa smásögu sem ég samdi fyrir íslensku, reyndar bráðabirgðasaga en hvað um það, hin kemur seinna inn, og ég skila henni seinna þegar ég næ henni í skólanum og get klárað hana.

Leitin að Helgu “bleiku” tómati


,, Lýst er eftir tómati, rauðum tómati í íþróttaskóm og bleikum
jogging galla, brúnleitt hár skreytt bleiku svitabandi, sem svarar nafninu Hhelga_tomatur.jpgelga. “
Sagði fréttamaðurinn í sjónvarpinu, broddgölturinn Sighvatur.
,, Sá sem sér hana veltast einhverstaðar er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma lögreglunnar eða láta Gulla hjálm vita í síma 411-5114. Hún sást seinast heima hjá sér. “
Gulli hjálmur nagaði sig í handabökin heima hjá sér, gekk um gólf eins og taugaveiklaður maður. Helga tómatur hafi verið í pössun hjá móðurbróður sínum og horfið, týpískt fyrir grey Gulla.
Á meðan Gulli blótaði niður í bringu og stappaði hægri fæti í gólfið og skall hausnum í borðið var Helga ekki óhult.
,, Hvar er ég eiginlega?
Spurði Helga en fékk ekkert svar, hún var í helli.
,, Haaaaalllllóóóóóóó! ” Leðurblökur flögruðu við bergmálið, Helga kyngdi stóru ópi. Hvað hafði hún eiginlega komið sér í, í þetta skipti.
,, Múúúhamúhamúhaaaahahahahaha. ”
Heyrði hún og þar var enginn annar en sjálfur Drakúla mættur í öllu sínu veldi. Helga hélt hún myndi annað hvort pissa á sig af hlátri eða að þetta væri eitthvað algjört grín. Hvað var eiginlega í gangi.
,, Hvað ert þú eiginlega? ” spurði hún með vanþóknunarsvipinn uppmálaðan.
,, Múhahaha, ég er DraaaaAAaaaAkúúlaaa, ” svaraði skrítni maðurinn sem líktíst helst kanínu með stórar vígtennur, og gráu hárin sáust betur en þau svörtu.
,, og ég ætla að éta af þér hendurnar, múúúhaaha! ”
Helga furðaði sig á því hvað hann var rosalega kjánalegur og missti út úr sér hláturgoluna.
,, En, en þú ert ekki með liggur við neinar tennur og þú er allur að detta í sundur, ég er mikið sterkari en þú! ” gaspraði hún útúr sér í öllum hlátrinum.
,, Þú heldur að þú sért algjör glaumgosi mín kæra, en mér er fullalvara! ” sagði Drakúla og sperrti út bringuna, rassinn á honum krepptist saman og skikkjan flaksaði.
,, Jiiiiiimiiiinnnnn! ” hraut útúr Helgu á meðan hún var nánast köfnuð á innsoginu við hláturinn.
,, Hefur einhver einhvern tíma tekið þér alvarlega? ” spurði hún svo eftir að hún var búin að róa sig aðeins niður.
,, Ég ætla að byrja á þumalputta og enda á þeim litla.”
,, Gússi, ” öskraði Drakúla og stuttu seinna kom fram grámyglaður graslaukur úr einhverju af skúmaskotunum inni í hellinum.
,, viltu gjöra svo vel og taka kistilinn atarna og fara og sækja svo sem einn vel beittan hníf inn í eldhús, hér er góður tómatsbiti sem við getum snætt hendurnar af. ” tautaði hann niður til Gússa.
Þegar Helga uppgötvaði að þeim væri alvara, fór hún að sprikla og reyna að ná sér niður af vegg sem hún var bundin upp á í járnum. Kallaði endalaust á hjálp.
Þeir færðu hana niður og í kistilinn og ætluðu að byrja að skera puttana af, en þá birtust þeir, löggurnar, Lási pizzaofn, Brjánn gúrka og Skúli fúli. Komnir til að bjarga Helgu tómatinum bleika.
En þá brutust út hin mestu læti, þetta voru ekki slagsmál heldur keppni hver gæti öskrað hærra, löggan vann með Lása fremstan í flokki. Og Helga tómatur gat aftur farið út að skokka í bleika jogging gallanum sínum og Gulli hjálmur frændi hennar þurfti ekki að hafa áhyggjur framar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð þessi, en ekki fyrir börn er það nokkuð?
knús í tómat

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Úff... erfitt að ákveða það! svona, bannað innan 10!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.2.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allt í lagi, þá munu hin stelast

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

úbbbbs.. það er þá ekki mitt! hahahaha, foreldrar geta sjálfum sér um kennt fyrir að hleypa þeim á netið!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.2.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

nei ég meinti það ekki þannig mér datt bara í hug er maður var lítill og ekkert net maður vissi nú ekki hvað það var, fór bara á Mjallhvít og dvergana sjö á sunnudögum,rosa gaman þá var ekki einu sinni popp og kók.
en þá sko ef mamma sagði þú mátt ekki fara í þennan skáp eða lesa þessa bók þá gerði maður það auðvitað það er svo spennandi að gera það sem er bannað. ekkert skrítið að dætur mínar segi að ég eyðileggi barnabörnin

Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 21:08

6 Smámynd: Helgan

hahaha ég fílana ég er með ótrúlega langar hendur hahaha

Helgan, 16.2.2009 kl. 21:47

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hahaha, þú ert æði Milla

Já, auðvitað, gleymdi að segja frá því að þetta er um ÞESSA Helgu, hahaha, mér finnst þú bara vera með mjög eðlilegar hendur, smá grænt hár líka!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:57

8 identicon

Snilld!!!! Keep on going girl!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:05

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljúfust mín

Sigríður B Svavarsdóttir, 17.2.2009 kl. 15:44

10 identicon

Hva er ekki nýtt blogg á leiðinni eða hvað??

Sólrún (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband