Heyrði á tali eldri kvenna..

Ég var rétt í þessu frammi í eldhúsi að laga heitt te, enda kvefuð. Eins og vanalega var kveikt á Rás 2, og Svæðisútvarpið var í gangi, kona frá Egilsstöðum að spjalla við eldri konur þar. Mér heyrðist þær segja að þær væru allar fæddar milli 1920-1930.

Það sem þær voru að tala um var kreppan sem var í kringum 1930, ég hef einmitt nýverið verið að læra um kreppuna sem var þá, sem var mikið verri en kreppan í dag. Sumt fólk átti ekkert til að missa, Reykjavíkurborg reddaði fólki dagsvinnu, einn dag í einu, sú vinna var kölluð Bótavinna ef ég man rétt.

Unnið var við að moka snjó og þessháttar störf, pælið í þessu, hvað við höfum það flest mikið betra en fólkið á þessum tíma.

Sumir finnst mér kvarta of mikið undan kreppunni, sá vægir sem vitið hefur meira hef ég oft heyrt, og mér finnst það eiga við þetta líka. Fólk á að vísu erfitt hérna á Íslandi, en í mikið færri dæmum en var í den.

Kreppakreppakreppakreppa.... við heyrum ekkert annað þessa dagana, ég vil bara að þetta sé lagað, það vantar að sumu leiti enn fagfólk í þessi störf..

Hææææættttuuuuuum að væla og gerum eitthvað í þessu... mér er sama hvað forsetin mismælir sig oft í einhverjum viðtölum, mér er sama hvað það er endalaust spunnið í kringum þetta hjá ráðherrum...... bara að það sé gert eitthvað! oh!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan það Róslín, að fólk sem skuldsetti sig upp fyrir haus á bara heldur ekkert að kvarta .. það kom sér í þetta sjálft! Bað enginn neinn um að taka lán fyrir nýja fína húsinu eða bílnum ..

Er alveg komin með meira en nóg tuði hér og þar um þetta kreppuástand, sammála um það og þetta lið sem kallar sig ráðherra og stjórnmálamenn mega bara fara að vinna fyrir laununum sínum sem íslenska þjóðin borgar! Fyrir utan það að ég hef ekki nokkurn áhuga á því að skattpeningarnir mínir fari í það að borga undir rassgatið á seðlabankastjóranum okkar .. OG hananú! ;)

Fínt að losa aðeins um pirringinn áður en ég opna bækurnar .. hehe :)

Sædís sys (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:35

2 Smámynd: Ómar Ingi

Hef fundið Kreppuna það er svona tæki sem hitar upp vatn og er notað af fólki á ferðalögum : )

Ómar Ingi, 11.2.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Frábær færsla hjá þér Róslín Foreldrar mínir voru ný búnir að kaupa jörð og byggja íbúðarhús þegar kreppan um 1930 skall á þau voru töluvert skuldug,en verðfall varð gríðarlegt t.d.töluðu þau um að lambsverð fór úr 24.kr niður í 8.kr. Þau unnu sig útúr þessu með nægjusemi,ráðdeild og sparnaði,þótt bættist við barn annað hvert ár. Ekki voru barnabætur í þá daga. Mér finnst ekki hægt að tala um kreppu núna miðað við það sem maður hefur lesið um og heyrt frá þessum árum.

Við eigum að vera bjartsýn og ekki alltaf að vera elta aðra með ímynduð lífsgæði,f&o

Ragnar Gunnlaugsson, 11.2.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Aprílrós

Sammála, vinnum úr því sem við eigum hver fyrir sig. Hættum þessu lífsgæða kapphlaupi.

Ég kæri mig heldur ekkert um að minn skattpeningur fari í þennan seðlabankastjóra.

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð færsla hjá þér, það þyrftu örugglega fleiri að hlusta á fullorðna fólkið, fjandans væll og oft út af litlu, eins og konan í mogganum í dag sem er "fangi" í íbúð sinni, börnin tvö þurfa að "deila" herbergi, skelfilegt  nú dugar ekkert nema að vera lítillátur ljúfur og kátur.  Kær kveðja til þín skottið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn Rósin mín, þetta er frábær færsla hjá þér og sammála er ég að við getum ekki kvartað svona mikið, en verst er að þetta á eftir að versna.
Tökum á því þá.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sædís, ég vil bara segja að mér finnst glatað að ÉG þurfi að borga skatta, ekki orðin sjálfráða, ekki í vinnu og á ekki pening til að borga svoleiðis!

Ég skil Ommi!

Nei einmitt, Ragnar, það var allt mikið verra í þá tíma, held að við þurfum öll að horfa aftur í tímann og sjá hvernig við leystum þetta þá...

Sammála Aprílrós!

Ásdís, stundum er einmitt best að hlusta á fullorðna fólkið sem veit betur en maður sjálfur!

Sömuleiðis Millan mín! OG takk fyrir, sömuleiðis!
Annars finnst mér alveg ótrúlegt að við eigum eftir að sökkva dýpra og vitum það öll.. er það ekki frekar súrt?

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.2.2009 kl. 13:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú það er súrt að sökkva í fen sem maður hefur ekki tekið þátt í, og ekki getum við neitað, bara að borga.
knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband