7.2.2009 | 00:54
Þjóð, ekki þjóð?
Gerið þið það, segið mér að það hefur allt farið framhjá mér - annars er ég heldur betur ekki að taka eftir neinu. Það eina sem hefur vakið athygli mína í fréttum síðustu vikuna er dúfnakofamálið, dáin kona fannst í dúfnakofa, á Íslandi!
Er þjóðin algjörlega að ganga af göflunum, fyrst pólitíkin, sem gerði upphaflega bara upp á milli flokka, og utan flokksins voru ekki ill augu sem litu hvor á aðra. Núna er þetta farið að vera persónulegt og þeir sem styðja þennan flokk eru fáráðar eða eitthvað álíka, virkilega, getum við hætt að taka upp þjóðerni annarra þjóða?
Erum við þjóð?
Stöndum við ÖLL saman?
.. nei?
Einmitt, engum er sama um pólitík, ekki skrítið þar sem peningar eru farnir í vaskinn vegna þeirra sem.. sem gera hvað? Eiga mestan pening og eyða honum í alskyns vitleysu? Það hef ég heyrt og margar aðrar sögur, héðan og þaðan.
Ég hef farið út í þetta með ykkur hvað þjóð þýðir, og líkt og orðið þjóð, sem er hugtak, merkir t.d. katakomba eitthvað. Katakomba eru grafir kristinna manna, svo ég sé ekki að flækja málin neitt sérstaklega fyrir þeim sem ekki vita það.
En þjóð, erum við þjóð, eða bara einstaklingar sem hugsa bara um okkar eigin hagnað og þeirra sem eru næst okkur, Siggi og Gunna í næsta húsi mega bara fara fjandans til, því þau eru ekki vinir mínir. Hvað er að?
Þjóð stendur saman, fólkið sem fór saman á Austurvöll til að mótmæla, og á fleiri stöðum á landinu, það er þjóð, eða réttara sagt þeir sem héldu friði og voru ekki að ráðast á lögregluna - hún gerði fólkinu í landinu ekkert. Verndar bara aðra Íslendinga fyrir reiðum Íslendingum, eruð þið að pæla aðeins núna?
Gott.
Í alvöru talað, þá er hugur minn frekar hjá konunni sem fannst dáin, heldur en ríkisstjórninni - kreppan hefur komið áður, búin að læra um hana. Við komumst upp úr henni með því t.d. að setja toll á innfluttar vörur líkt og aðrar þjóðir. Eigum við ekki að redda okkur með því að selja allt kannabisið eða hvað sem þetta nú er, út til útlanda? Myndum við ekki græða hellings pening á því?
Nei allt í lagi, ég bara spyr.. en það væri samt sniðugt!
Hugsum aðeins um þetta og svörum svo spurningum... hættum að láta þessa pólitík tröllríða öllum samskiptum við vini og vandamenn - þeink jú verí möts!
Er þjóðin algjörlega að ganga af göflunum, fyrst pólitíkin, sem gerði upphaflega bara upp á milli flokka, og utan flokksins voru ekki ill augu sem litu hvor á aðra. Núna er þetta farið að vera persónulegt og þeir sem styðja þennan flokk eru fáráðar eða eitthvað álíka, virkilega, getum við hætt að taka upp þjóðerni annarra þjóða?
Erum við þjóð?
Stöndum við ÖLL saman?
.. nei?
Einmitt, engum er sama um pólitík, ekki skrítið þar sem peningar eru farnir í vaskinn vegna þeirra sem.. sem gera hvað? Eiga mestan pening og eyða honum í alskyns vitleysu? Það hef ég heyrt og margar aðrar sögur, héðan og þaðan.
Ég hef farið út í þetta með ykkur hvað þjóð þýðir, og líkt og orðið þjóð, sem er hugtak, merkir t.d. katakomba eitthvað. Katakomba eru grafir kristinna manna, svo ég sé ekki að flækja málin neitt sérstaklega fyrir þeim sem ekki vita það.
En þjóð, erum við þjóð, eða bara einstaklingar sem hugsa bara um okkar eigin hagnað og þeirra sem eru næst okkur, Siggi og Gunna í næsta húsi mega bara fara fjandans til, því þau eru ekki vinir mínir. Hvað er að?
Þjóð stendur saman, fólkið sem fór saman á Austurvöll til að mótmæla, og á fleiri stöðum á landinu, það er þjóð, eða réttara sagt þeir sem héldu friði og voru ekki að ráðast á lögregluna - hún gerði fólkinu í landinu ekkert. Verndar bara aðra Íslendinga fyrir reiðum Íslendingum, eruð þið að pæla aðeins núna?
Gott.
Í alvöru talað, þá er hugur minn frekar hjá konunni sem fannst dáin, heldur en ríkisstjórninni - kreppan hefur komið áður, búin að læra um hana. Við komumst upp úr henni með því t.d. að setja toll á innfluttar vörur líkt og aðrar þjóðir. Eigum við ekki að redda okkur með því að selja allt kannabisið eða hvað sem þetta nú er, út til útlanda? Myndum við ekki græða hellings pening á því?
Nei allt í lagi, ég bara spyr.. en það væri samt sniðugt!
Hugsum aðeins um þetta og svörum svo spurningum... hættum að láta þessa pólitík tröllríða öllum samskiptum við vini og vandamenn - þeink jú verí möts!
Athugasemdir
Yndislegt...það eru yfirleitt krakkarnir á landsbyggðinni sem átta sig á því fyrst allra ungmenna að við sem þjóð lifum á framleiðslu Kannski getum við selt kannabisið til Hollands, þar er það löglegt að einhverju leyti
Ég er líka með huga við þennan hörmulega atburð í dúfnakofanum og fólkið sem að konunni stendur
Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:06
Þetta er alveg skelfilegt mál, ótrúlegt alveg hreint bara!
Við seljum kannabisið til Hollands, og seljum Ísland til Kanada, látum draga eyjuna lengra að og þá verður allt í gúddí, tökum bara fiskana með okkur og kuldann líka. Þá getum við bara skroppið til Kanada og hitt forna ættingja þar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:32
Ok .. las þetta nú ekki eftir að ég sá orðið pólitík .. jahérna hér .. komin með nóg af þessu orð ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:33
þú ert leiðindabjalla Sædís! kláraðu lesturinn!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:34
Okei okei .. ég kláraði .. hvernig væri það bara að ríkisstjórnin færi að rækta maríjúana, hass og gras og selja það út til útlanda til að fá smá aura inn í landið .. þetta er bara ekkert alvitlaus hugmynd .. amsterdam heyrði sögunni til, og reykjavík væri aðalmálið fyrir þessa hasshausa .. ha :) uss ætla að selja þessa hugmynd ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:00
Takk Róslín, landa mín.
Eygló, 7.2.2009 kl. 04:09
Skemmtilegar pælingar hjá þér, væri gaman að kenna þér félagsfræði, ekki allir svona áhugasamir!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 04:21
Þú ert góð eins og ævilega, góðar pælingar.
Tek undir með Jóhönnu ef ég væri kennari þá væri gaman að hafa þig sem nemanda.
Knús til þín klára mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 10:06
Mín hugmynd Sædís, selur ekki hugmynd sem systir þín á!
Það var nú lítið Eygló!
Já, það væri kannski gaman Jóga, um hvað fjallar félagsfræði þá?
Takk Milla mín, og knús til þín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 10:30
Þú ert skynsemin uppmáluð. En mér líst ekki á að selja hass okkur til framfærslu - eiturlyf leiða ógæfu yfir þá sem þeirra neyta og ég vil ekki að við tökum þátt í því. Eigðu góða helgi Róslín mín
, 7.2.2009 kl. 11:28
Þú ert svona hress bara
Ómar Ingi, 7.2.2009 kl. 14:06
Flottur pistill hjá þér. Við erum þjóð en ekki pólitískir flokkar.
Offari, 7.2.2009 kl. 22:55
Engar áhyggjur Dagný, þetta var bara smá grín á milli systra.. allavega af minni hálfu
Eigðu góða viku mín kæra!
Ég er svona hress, með glóðurauga og alles Ommi!
Takk Offari, svona er þetta bara!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.