Pælingar unglingsins....

Ég var að labba heiman frá Rafni upp í FAS fyrr í vikunni, ég ákvað að fara á milli húsa og í gegnum búðina. Ekki löng leið eða neitt svoleiðis, sá litla stráka sem voru eitthvað að kalla og brjóta svell, það var allt í lagi, þeir voru svolítið frá mér. En þegar ég var rétt komin yfir götuna byrjaði ég að hiksta, og þeir sem umgangast mig oft og hafa væntanlega heyrt mig hiksta vita vel að það er frekar hár hiksti.

Ég reyndi að bæla hann niðri í mér, en allt kom fyrir ekki, hann var þarna kominn til að vera. Ég hélt göngu minni áfram, óskaði þess svo að þessi hiksti færi. Þegar ég var komin rétt fyrir aftan bakdyrnar á búðunum (miðbær kallast þetta) dró ég inn andann og gekk rakleiðis eins og ég hefði séð eitthvað fyrir aftan mig og út hinu megin.

Enginn hiksti!!

Hann hætti vegna stressins!


Þar sem ég labba í flestum tilfellum heim til mín úr skólanum hlusta á iPodinn minn. Er frekar "mannfælin" þegar ég er úti að labba og horfi mikið niður þegar fólk keyrir framhjá, annars ósjálfrátt held ég að fólk haldi að ég sé í fýlu, að gráta eða eitthvað annað.

Held mjög greinilega að ég líti alltaf útfyrir að vera grenjandi eða í fýlu þegar ég labba...

Ég lít alltaf til beggja hliða, hægri, vinstri, bíð ef bíll er nálægt eða geng yfir ef engan bíl er að sjá eða langt í bílinn. Dríf mig alltaf yfir, þó það sé langt í hann.

Með tónlistina í botni labba ég, eini tíminn sem ég gef mér virkilega til þess að hlusta á tónlist. Hugsa lítið um annað á leiðinni heim en um lagið sem ég hlusta á og syng með í huganum.

Lækka samt alltaf þegar ég mæti einhverjum, ávani, vil ekki að fólk spái í því á hvað ég hlusta. Annars hlusta ég mest á Emilíönu Torrini, Lay Low, Sigur Rós og Ragnheiði Gröndal þessa dagana, og já tónlistina úr Mamma mia að sjálfsögðu!

Mig langar ekki til að verða fyrir bíl, er svo slysahrædd manneskja... enda aldrei neitt alvarlegt gerst fyrir mig, eða jú, kyngdi perlu þegar ég var lítil á leikskólanum, stórri. Datt á andlitið líka, var rosalega bólgin og er með tvö ör undir nefinu eftir það.

Annars þessvegna lít ég til beggja hliða - til að lenda ekki fyrir bíl. Ég er heyrnalaus fyrir umhverfinu, tónlistin í botni.


Tilgangslausara blogg fyrirfinnst varla í bloggheimum um þessar mundir.. pælingarnar mínar bara!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Hiksti eitthvað að ganga í dag ;)

Aprílrós, 30.1.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kærleikur til þín.... :=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:22

3 Smámynd:

, 30.1.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....gaman að sjá hvert takkaborðið leiðir mann í óundirbúnu bloggi

Sigrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 30.1.2009 kl. 22:56

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Góð eins og alltaf.

Heimir Tómasson, 31.1.2009 kl. 08:23

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hæ sæta, eins og þú kannski hefur tekið eftir hef ég lítið verið "til viðtals" undanfarið og ekki bloggað síðan 26.jan. Er uppekin af vinnu og þess á milli af mömmu sem er á spítala og verður það eflaust áfram, heimsæki hana svona næstum á hverjum degi og er þá í nokkra tíma í einu. Vonandi fer að hægjast um!

Það skemmtilega við bloggið er að það má einmitt spanna allan skalann, þarf ekki að þjóna neinum tilgangi öðrum en að maður sjálfur fái að blása út og stundum vill maður einmitt að fólk deili hugsunum manns, og þá er upplagt að blogga. Svo getur maður verið voðalega spekingslegur þess á milli og bloggað um eitthvert áríðandi mál.

Knúsí, knús..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.1.2009 kl. 12:01

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég geri mér grein fyrir þessu elsku Jóga mín, og vona að mamma þín jafni sig.

Já það er rosalega skemmtilegt við þetta blogg hvað maður getur látið út úr sér, mér finnst persónulega ótrúlega gaman að tala um mig og hvað ég geri. En líka gaman að skrifa um það sem mér finnst um hvað er að gerast á landinu, og sjá síðan viðbrögðin frá fólki við mínu sjónarhorni.

Knús til þín og þinna

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.1.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband