Þið eruð ekki þjóðin!

Hver man ekki eftir þessari frægu setningu Ingibjargar Sólrúnar. Við erum ekki þjóðin, eða jú, að vissu leyti erum við þjóðin, það lærði ég í dag og uppúr glósum sem ég fékk í sögu 103 stendur orðrétt:

Þjóð köllum við þann hóp fólks sem þekkist ekki allt persónulega, en finnur til samkenndar, á sér sameiginlegt nafn, sameiginlega upprunasögn og sameiginlega menningu sem skilur það frá öðru fólki, stundum sérstakt tungumál, stundum sérstök trúarbrögð.
Sko, við erum sko aldeilis víst þjóðin, við stöndum saman, reyndar upp á móti fleiru fólki í þjóðinni, þar sem við vinnum til samkenndar með þeim. En nú er ríkisstjórnin fallin, ég alltaf fyrst með fréttirnar, og Jóhanna Sigurðardóttir líklegast að verða forsætisráðherrann okkar, eða er hún kannski orðin það?
Mér finnst það annars magnað, forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem ég man vel eftir þegar ég lenti á þingi þegar ég var yngri þegar ég var að kíkja hvort ekki væri eitthvað merkilegt í sjónvarpinu. Hún er flott í þetta starf, held ég. En hún bruðlar, en ég treysti henni samt.

Ég er ekki sjálfstæðismanneskja og ekki framsóknarmanneskja heldur...

"Hélt með" Vinstri-Grænum þegar ég var yngri útaf nafninu, grænir og vinstri, hentar mér. Er ekki flokksbundin í dag enda finnst mér allir bulla tóma þvælu og ekki standa á sínu, afhverju er þetta ekki bara eins og í den, Íhaldsflokkur, Alþýðuflokkur... eitthvað meira, man ekki hvað, ha?
Afhverju þarf að gera hlutina erfiða og gera fólk atvinnulaust, svar við því, takk fyrir pent, strax!

Mig langar rosalega til að skrifa grein og senda í moggann, sýna að við höfum munn, allavega putta til að tala líka. Ég myndi mæta á mótmælendafundina á Austurvelli jafnvel halda ræðu. Bara. Ef ég gæti sko. Án öskranna, þoli ekki svoleiðis. Sýnir bara frekju og lítinn vilja, bara frekju!

... þið eruð ekki þjóðin...

... það er nefnilega bara ég!

múha, múha, múha...Devil



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri blogg gleðin í þér Róslín. Ánægður með að sjá það að annað ungt fólk sé að pæla í stjórnmálum í staðinn fyrir að hugsa bara um næsta fillerí. En ég er nú alls ekki sammála öllu sem að þú ert að segja. Við hefðum átt að leifa þessum spilltu ógeðum að klára það sem að þeir byrjuðu á. Ég meina sama hvaða ríkisstjórn er fengin þá spillir alltaf allt þetta vald öllum því sem að komast í það ssvo að þessi mótmæli eru röng sama þótt að þau standi fyrir nokkrum góðum hlutum. Og þegar að þú talar um það að þú sért ekki flokksbundin ég meina hver getur mögulega verið það í heiminum í dag. Þessir póletíkusar eru bara þvílíkir lygarar ef að þú hefur horft á alþingi þá veistu það bara. Og já ég hef reynt að sitja í gegnum smá af alþingi eftir það fannst mér eins og ég þyrfti að fara út að æla öllu kjaftæðinu sem að þetta fólk reyndi að troða ofan í hálsana á þjóðinni. En jæja nú er commentið orðið jafn langt og bloggið næstum því svo að ég segji bara haltu þessu áfram en mundu bara það að það er ekki allt svart og hvítt

Bjarni F. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:16

2 identicon

Sæl Róslín, gaman að sjá að þú sért farin að velta jafn spennandi hlutum og pólitík fyrir þér. Að mínu skapi hefði fráfarandi ríkisstjórn átt að fá að sitja fram að kosningum sem fyrirhugaðar eru í vor. Einfaldlega því það er svo stuttur tími sem sú næsta fær og ég hugsa að það eigi dýrmætur tími eftir að fara til spillis. En það þýðir ekki að gaspra um liðna hluti. Jóhanna Sigurðardóttir verður fínn forsætisráðherra, spurning hvort að hún sé ekki að klára ágætan pólítiskan feril með þessu. Kæmi mér ekki á óvart ef hún drægi sig til hliðar í vor. En hún bruðlar ekki. Hún er hins vegar eyðsluseggur. En henni hefur oftast tekist að gera góða hluti úr peningunum. Það er hins vegar spurning hvort að það sé það sem þurfi núna, það þarf að hafa bremsuna á.

Íhaldsflokkur,Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og allt það sem var til í gamla daga er ennþá til í rauninni.. Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru bara nöfn á sameinuðum þessum "gömlu" flokkum.

Það sem þarf að gerast í vor er síðan að það þarf að skipta um meirihlutann af fólki í þessum flokkum öllum. Líka stjórnarandstöðu. Framsókn tók gott skref nýverið, en hefði átt að ganga enn lengra og stokku upp í miðstjórn flokksins. 

Svo á bara að halda áfram að skjóta þá, hvalina.

Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Herramennirnir hér að ofan eru búnir að tala; mun því bara segja hæ skvís og þetta var flott færsla hjá þér mikið fjandi held ég að þú verðir góð, ekki að þú sért ekki góð en þú veist er þú hellir þér út í þetta af alvöru.
Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 13:47

4 Smámynd: Aprílrós

Það er augljóst að þú átt eftir að koma þér vel áfram í lífuni og endar kanski á þingi ! Gæti alveg trúað þvi :) Þú hefur ákveðnar skoðanir og það er mjög gott , haltu því áfram ;)

Aprílrós, 30.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband