Er þetta það sem við viljum, elsku íslenska þjóð?

Ég er farin að hallast að því að 98% þeirra sem segjast ekki vilja lesa neitt um þessa kreppu lesi víst helling og sleppi öðru. Elsku besta fólk, þetta mun eflaust gleymast eins og dæmi má nefna; Fyrrum gjörðir Davíðs og Bejing ferð Þorgerðar Katrínar.

Fyndið, já, að sumu leiti allavega. Friðsæla Ísland og fögru flón sem hér lifa, nei afsakið, fögru fljóð meina ég. Ekki flón. Bið innilegrar afsökunar. Nei, samt, eiginlega ekki.

Ísland er eitt stórt kreppuljóð, og kreppuhljóð og kreppuhjól, í dag allavega.

Ég finn að sjálfsögðu til með forsætisráðherra Íslands, óska honum góðs bata og vonandi fer allt vel. Ánægð með að Ingibjörg Sólrún sé í lagi og allir sáttir, nei afsakið. Ekki sáttir. En við erum flest sammála um þetta, að þó sumum finnast aðrir óhæfir í starfi - óska þeir þeim samt ekki dauða. Margir segja það víst í bræði sinni og vita innst inni eins og allir að hann meinar það ekki.

Persónulega myndi ég mæta á mótmælin á morgun, íklædd appelsínugulum lit, sitja í grasinu og smita fólk út frá mér með jákvæðni og syngja einhverja fallega söngva, með engan varðeld heldur blómahrúgu. Þó ég viti vel að fólk hlusti ekki á mig, þá finnst mér nóg komið af skyrkasti, klósettrúllum og eggjum og öllu þessu jukki sem þið eyðið á húsið og lögguna. Tala nú ekki um það hve niðrandi það er að skíta í poka og míga og kasta í átt að lögreglu - það skemmir ekki mannorð lögreglunnar heldur þeirra sem gera svona heimskupör.

Þeir eiga hrós skilið sem gefa lögreglunni kakó og túlipana!

Ást og umhyggjaHeart !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Róslín! Þessi færsla þín fær 9,9

Ég gef helst ekki 10 (þó það hefði passað hér) Verð að hafa eitthvað uppá að hlaupa :)

Má ég ættleiða þig?   hí hí hí

Eygló, 24.1.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Eygló mín!

Annars því miður, þá er ég svo leiðinleg að ég treysti mér ekki að láta ættleiða mig!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:01

3 Smámynd: Eygló

OK, tek því, - eins og karlmenni!

Eygló, 24.1.2009 kl. 03:56

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 06:01

5 Smámynd:

Flott færsla hjá þér og svo sönn

, 24.1.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Foreldrar þínir geta verið stoltir af þér Róslín mín og þú sjálf mátt vera stolt (og ég er líka stolt)  Þú sýnir svo fallegan hug - hug sem við öll þurfum á að halda. Haltu þessu bara við - og smitaðu bjartsýni hvar sem þú ferð, skiptir ekki máli hvort við erum á Austurvelli eða á Hornafirði!

Knús í hús.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.1.2009 kl. 10:20

7 Smámynd: Offari

Þeir eiga hrós skilið sem gefa lögreglunni kakó og túlipana!

Flott hjá þér það er gaman að heyra að ungfólkið er bjartsýnt á framtíðina.

Offari, 24.1.2009 kl. 13:29

8 Smámynd: Aprílrós

Þú ert frábær ung stúlka á uppleið ;) Gangi þér vel mín kæra ;)

Aprílrós, 24.1.2009 kl. 13:40

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

til þín Sigrún!

Takk Dagný

Jóga, ég stakk nú upp á því að ég skildi halda ræðu á mótmælafundi, ein tók nú mjög vel í það og mamma mjög illa.. en ég myndi þá tala einmitt um eitthvað svona, og ekki öskra í mækinn, það er ekki ræða, bara garg.

Knús

Takk Offari!

Takk Aprílrós

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:35

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 þú lofar góðu

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:27

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Sendi þér stórt knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:56

12 identicon

Sorry appelsínugult fer þér ekki!!!!!!!

En þú ert algjör rúsína og ég er ánægð með að þekkja þig.....

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:17

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Ásdís mín

Sömuleiðis til þín Linda!

RaggaRaggaRaggaRagga... þá vona ég innilega að þú teljir hárið mitt ekki vera appelsínugult.. annars er ég meira í því græna, hahaha!
Takk Ragga mín og svo sannarlega sömuleiðis, er ánægð með að þekkja þig og hrikalega ánægð með það að geta leitað til þín... æðislegt að eiga góða tengdó!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:49

14 identicon

Nei elsku Róslín mín hárið á þér er það fallegasta sem ég hef séð... Ég var nú svona að meina ef þú færir að velta þér um í grasinu og blómunum í appelsínugulum fötum.........hahahahhaha Og mér þykir grænn fallegasti litur í heimi og þú ert bara sætust í grænu!!!!

Ég er mjög ánægð með að þú getir leitað til mín og það er einmitt það sem ég vil. Það er ekkert of asnalegt eða skrýtið að þú getir ekki spurt mig um það....

Love Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband