Minningin lifir!

Mér finnst tilvalið þar sem ég lét verða að því að skanna myndina inn, að setja textann aftur í nýja færslu um hana Sveinu ömmu mína. Falleg, sterk og yndisleg kona, sem var svo heppin að vera með rautt hár.



Hér er hún, hún langamma mín, Sveinborg Jónsdóttir(Jörgensdóttir)

Sveinborg langamma mín heitin, Sveina amma var rauðhærð, sítt hárið hennar og þetta fallega rauða hár. Ég fékk ekki að sjá það, því ég man bara eftir henni með hvítgráa hárið hennar. Afi færði mér mynd af henni frá unga aldri, ung dama sem situr með alheiminn í augum sér, og þetta síða, síða hrokkna hár. Rauða hár. Í myndarammanum er lokkur úr hári langömmu, og er ég set hár okkar saman, er liturinn nauða líkur. Þess vegna fórna ég ekki háralitnum mínum - langamma hélt svo mikið upp á mig og rauða hárið mitt. Bara ef hún gæti séð það núna.

Ég sat og beið út í bíl, beið eftir því að mamma væri búin að banka og athuga hvort að Sveina amma væri heima, og Jón langafi þegar ég var yngri. Þegar var veifað mér var langamma komin til dyra, ég litla feimna rauðhærða langömmustelpan faðmaði langömmu og langafa. Lykillinn hægra megin við hurðina var alltaf á sínum stað, til hægri þegar úr forstofunni var komið var lítið borð undir síma og stóll þar við hliðina. Skeinkur á móti með fullt af gömlum myndum, af langömmu og hennar systkinum þar á meðal. Og mjög oft kom sú spurning á vörum mér hver þetta væru nú aftur. Amma Sveina var alltaf með kex og smurosta á borðinu, ég man eftir lyktinni af smurostinum og mér þótti alltaf bara gott að borða kexið og smurostinn hjá ömmu, ekki nein staðar annarsstaðar. Eldhúsið var lítið og fíngert, eins og langamma. Eldhúsborðið var hringlaga og amma sat næst klukkunni við vegginn og útvarpið, alltaf út í horni. Nuddaði höndunum saman eða hélt annarri undir höfðinu og horfði á mig þegar ég sagði frá einhverju og kinkaði kolli.
Ég man að í gestaherberginu var skápur og þar voru litir, fimmhyrndir vaxlitir og litabækur með fullt af myndum, lituðum og ólituðum. Merktar frænkum og frændum mínum. Þar lágum við systurnar á gólfinu og lituðum og reyndum að haga okkur vel - því við vorum hjá langömmu.
Ég forðaðist það að fara á klósettið hjá langömmu því þar var allt svo fínt og ég vildi ekki óhreinka neitt, eða skemma. Frekar hélt ég í mér þar til við komum til ömmu Rósu og Axels afa.
Eina minningin mín um Jón langafa var sú að hann sat með öndunarvél, og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta ekki skrítið tæki.
Stofan hjá þeim var eins og í bústað hjá konung og drottningu, sófasettið var svo fínt að það þurfti að fara varlega. Stórt málverk af fossi á veggnum og skeinkir upphlaðnir myndum af fjölskyldunni.

Ferðir okkar fóru að verða færri til langömmu með árunum, þó ég bað alltaf um það að kíkja á langömmu. Síðasta minningin mín um langömmu var sú þegar við fórum til hennar á hjúkrunarheimilið sem hún bjó á síðasta árið sitt, og þar bauð hún okkur nokkra súkkulaðimola - reyndi að fela fyrir okkur að hún væri orðin verri í lungunum.
Ég held að langamma hafi verið sú kona sem ekki vildi láta sjá á sér að eitthvað amaði að henni. Hún var móðir Axels afa, og ég sé vel að þau tvö, og systur afa hafa vel bein í nefinu.
Langamma og langafi bjuggu að Núpi, sem þekkist núna sem Kaffi Krús á Selfossi, langalangamma mín og langalangafi minn byggðu það hús, ykkur til fróðleiks.
Ég las það í minningargreininni að amma varðveitti íslenskuna sína, og vildi ekki heyra vonda íslensku, ég ætla að virða það og gera slíkt hið sama. Langamma mín var og er ein stærsta konan í mínu lífi, þrátt fyrir hversu lítil og nett hún var.

Nú hvílir elsku langamma mín á himnum, rauðhærður engill sem gætir afkomenda sinna og allra þeirra sem henni þótti vænt um. Það eru að verða fjögur ár síðan hún kvaddi okkur, en hún mun að eilífu lifa í hjörtum afkomenda hennar. Okkur þótti öllum yndislega vænt um þessa góðu konuHeart !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amma þín hefur verið gullfalleg kona!! Takk fyrir frábæra færslu

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir fallega færslu ;) Ljúfar stundir ;)

Aprílrós, 20.1.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Benedikta E

Rósalín Alma:Takk fyrir að leyfa mér að kynnast henni ömmu þinni -  þú segir svo fallega frá henni - hún hefur líka verið falleg í útliti með þatta mikla síða hár.Annars segir færslan þín um ömmu þína ekki síður mikið um þig - þú ert örugglega sérstök stelpa - haltu áfram að vera þú sjálf.

Benedikta E, 20.1.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Takk fyrir þetta blogg. Falleg kona hún amma þín.  Kær kveðja austur

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta var nú falleg færsla hjá þér littla rauð

Ómar Ingi, 20.1.2009 kl. 22:35

6 Smámynd: Eygló

Það er kannski af því að ég veit að hún er formóðir þín, en mér finnst svipur með ykkur?

OK, allavega, báðar flottar.

Eygló, 21.1.2009 kl. 04:46

7 Smámynd:

Þetta var fróðleg og skemmtileg færsla Róslín og ég get alveg séð að þú líkist ömmu Sveinu talsvert - kjarnorkukona. Og nú mun ég líta Kaffi Krús allt öðrum augum en áður - með talsvert meiri virðingu. Takk fyrir þetta

, 21.1.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.1.2009 kl. 14:10

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín eins og alltaf verð ég hugfangin, þessi mynd er stórkostlegur gullmoli, varðveittu hann elskan mín ég tek oft fram albúmið mitt þar eru fermingarmyndir að mér og þar á ég mynd af mér og langömmu, bara yndislegt.
Og færslan með er flott.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2009 kl. 14:52

10 identicon

þú segir svo skemmtilega frá.

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:12

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takkkkks

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband