Hver var ég?

Vönkuð reisti ég mig upp af heldur hörðum stað. Nei, þetta gat ekki verið rúmið mitt. Eftir að ég hafði teygt úr mér og nuddað stírurnar úr augunum, sá ég að ég væri stödd í miðborg New York. Ég hafði þá lagt mig á bekk, allavega vissi ég ekki betur en að svo hafi verið. Þarna stóð fólk, eldri hjón, frekar hugguleg í fari, en vel klædd. Spurðu hvort ekki væri í lagi með mig, að ég hefði legið þarna frá því fyrr um daginn, þegar þau voru á leið í bankann. Ég leit betur í kringum mig, ákvað að bíða með það að standa upp og afþakkaði vatnsflösku sem frúin var að silast eftir í hliðartösku sinni.
,, Það er í lagi með mig, takk fyrir að hafa auga með mér,"
Svaraði ég, og hélt svo áfram eftir andartaksþögn
,, en ekki getið þið sagt mér hve langur tími leið frá því þið fóruð í bankann?"
Frúin, sem virtist ríkjandi í hjónabandinu, svaraði mér um hæl, eins og hún hafi búist við spurningunni.
,, Við gengum hér framhjá um 9.00 leytið, klukkan er núna rétt um 12.00 leytið, svo þú hefur verið hér í a.m.k. þær þrjár klukkustundir. "
Það var augljóst að þeim var ekki sama um mig, hversu furðulegt sem það nú er. Ég ætlaði að rífa mig upp af þessum stað, en fæturnir voru jafnþungir og blý. Þetta var frekar vandræðalegt, þar sem útgangurinn á mér var ekkert hróslegur, hvernig svo sem á því stóð.
,, Ertu viss um að þú spjarir þig, vinan?"
Hélt frúin áfram áhyggjufull.
,, Já, takk fyrir, ég verð að drífa mig!"
Ég dreif mig og mína blýfætur að næsta stóra glugga og speglaði mig í honum, ég varð að drífa mig, það voru aðeins tvær klukkustundir í starfsviðtalið mitt. Og ég ætlaði að fá þetta starf, ég var búin að bíða eftir þessum degi. Þegar ég sá mig í glugganum hélt ég að það ég myndi fá áfall. Þetta var ekki ég, nei, ég trúði þessu ekki. Ég var ekki sú sem stóð þarna, brúnt hárið, falt andlitið, víðu gallabuxurnar og hettupeysan. Hver var þetta? Ekki var þetta ég?
Ég gekk upp að næsta manni, maður í frakka, með svartan kúluhatt og virðuleg gleraugu.
,, Afsakið, geturðu sagt mér hvaða dagur er í dag?"
Maðurinn var heldur forviða að sjá, en svaraði af kurteisi.
,, Það er 15. júlí."
Það gat ekki verið, ég hafði misst 3 daga úr lífi mínu - hvert fóru þeir eiginlega? Ég hélt áfram að spyrja manninn sem var farinn að horfa verulega skringilega á mig.
,, Ekki geturðu sagt mér hvaða ár er? "
Maðurinn lyfti upp augabrúnunum en svaraði mér þó.
,, 1999 "
Ég gapti, hvernig gat það verið! Hver var þessi stelpa sem ég sá í spegilmynd minni. Hvað var að gerast!
,, Ertu alveg viss herra? Ertu viss um að það sé árið 1999?"
Maðurinn varð orðlaus og gekk í burtu. Þetta var of mikið. Ég hafði ekki misst af 3 dögum, ég hafði farið rúm 10 ár aftur í tímann. Sh*t, þetta gat bara ekki verið. Starfsviðtalið sem átti að vera í dag, sem átti að ráða um framtíð mína, allt farið í bál og brennu. Hvar var ég eiginlega?.. Var ég í New York?
Ég hljóp að næsta leigubíl, en leigubílstjórinn virtist ekki taka eftir því að ég ætlaði inn í bílinn. En inn fór ég samt. Spurði hann hvar við værum, í New York. Ég bað hann um að keyra mig að heimili mínu, þar sem ég hafði allavega átt heima daginn áður. Ég hljóp upp stigaganginn og reyndi að opna, bankaði þar sem ég fann engan lykil í vasa mínum. Afsakaði mig þegar eldri maður kom til dyra, sagðist hafa farið dyravillt. Þegar ég tók í hurðahúninn á útidyrahurðinni í byggingunni, og eins lygilegt og það var, datt hann af. Ég reyndi að setja hann aftur í, en það heppnaðist svo vel að ég heyrði hurðahúninn hinu megin á hurðinni detta niður í tröppurnar. Ég var föst.
Það var engin önnur útidyrahurð, svo ég gekk að öllum dyrum og bankaði, en enginn virtist vera heima. Á efstu hæð ætlaði ég að banka, en þar var hurðin ólokuð, ég gekk inn heldur hrædd, en vonaðist eftir að sjá síma einhverstaðar þarna. En í hvern gæti ég hringt?
Ég fann símann, en kom auga á snúru sem var slitin. Þá var það farið í vaskinn. Það heyrðist hljóð úr hurðinni. Ég hafði skilið hana eftir meira opna en hún var áður en ég kom að henni. Það var umgangur, ég faldi mig uppvið næsta skáp sem ég kom auga á.
Ég sá svartan skugga, það var maður, hár maður. Hann hélt á einhverju, þegar ég loksins áttaði mig á því kæfði ég ópið sem var að myndast. Hreyfði mig ögn og púmm.


Ég missti undan mér lappirnar, og um leið vaknaði ég. Leit á klukkuna og svo á símann, þakkaði Guði fyrir að það væri 12. júlí, klukkan að ganga 01.00 að nóttu til. Ég fór inn í eldhús, náði mér í vatnsglas og þambaði úr því. Gekk inn í rúm og sofnaði sátt, ég hafði morgundaginn fyrir stefnu.

... ég ætlaði að fá þessa vinnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Ég held að þú þurfir að fá þér geðlyf eða minnka notkunina á LSD eða kannski ertu bara svona rosalega góð að semja svona þvælu?'

Hannes, 19.1.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skrýtinn draumur Róslín!

Huld S. Ringsted, 19.1.2009 kl. 09:12

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Þú ert góður penni. Endilega haltu áfram, það verður gaman að lesa þessa pistla hjá þér. Þeir eru góðirsem komnir eru.

 Stattu þig stelpa

Heimir Tómasson, 19.1.2009 kl. 09:15

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snilld!

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hannes, ég verð að svekkja þig á því að ég er ekki á neinu...

Ég varð bara að skrifa eitthvað Huld, mig langaði svo að skrifa, svo þetta varð útkoman á 1 klst. og 10 mín!

Takk Heimir!

Og Takk Villi!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:54

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er í vinnunni og hef ekki tíma til að lesa! Les í kvöld .. (hef þá eitthvað til að hlakka til) :-)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.1.2009 kl. 12:58

7 identicon

þetta var gaman að lesa!

ég var samt að vonast til að þetta væri framhaldssaga..:)

árný jóhanns (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:31

8 Smámynd: Hannes

Svekkja mig á að þú ert ekki á neinu??? Ég er mjög feginn þín vegna að þú ert ekki á neinu og vona að þú farir aldrei í dópið og þurfir aldrei á geðlyfjum að halda.

Hannes, 19.1.2009 kl. 19:15

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vonandi verðuru ekki fyrir vonbrigðum Jóga!

Hannes - ég held þú þurfir að fara að átta þig á því hvenær ég er að grínast...
Ég ætla að verða listakona þegar ég verð stór, reykja vatnspípur og drekka dýrt rauðvín... nei annars, sleppum áfenginu..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:22

10 Smámynd: Hannes

hehehe ég er alltaf að djóka. Tóbak er ekki fíkn nema þú reykir sígarettur allt annað er í lagi og það er fínt að drekka rauðvín eða viskí en bara ekki byrja á því strax.

Hannes, 19.1.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Úbbbbs ég sá þig ekki Árný!

En takk kærlega fyrir það, ég kem stundum með svona sögur.. en því miður ekkert framhald með þessari, skrifaði fyrir ekki svo löngu framhaldssögu að mig minnir sem var ekkert framhald á, en á eftir að koma.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:22

12 Smámynd: Hannes

Þú kemur bara með eitthvað annað skemmtilegt næst.

Hannes, 20.1.2009 kl. 00:08

13 identicon

iss góða .. þú ert eftir að verða artífartí eins og ég segi, drekka alltof mikið af rauðvíni og reykja hass .. haha :D

Sædís sys (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 02:07

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ætli það ekki Hannes!

Ég veit Sædís.. pældu í þessu - félagsfræðingur eða what ever, smiður og listamaður sem reykir hass og drekkur mikið rauðvík.. gæti maður óskað sér betri hóp af afkvæmum?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.1.2009 kl. 16:50

15 identicon

Tek undir það sem margir aðrir hafa sagt, haltu áfram að skrifa, þú ert góður penni.

snorri (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 17:32

16 identicon

FÉLAGSRÁÐGJÖF

Sædís sys (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:32

17 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Snorri!

eitthvað þannig Sædís!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband