12.1.2009 | 16:26
Hér er ég!
Ég hef verið rosalega löt að nenna að blogga, en allt í lagi, hér er ég. Næstu daga verður nóg að gera hjá mér, próf á fimmtudaginn og við byrjum að æfa leikrit á fullum krafti sem á svo að frumsýna eftir ca. mánuð. Ég á að skila ritgerð í Sögu 103 í lok janúar svo það er endalaust gaman hjá mér.
Á föstudaginn keyrðum við í bæinn, ég, mamma, pabbi og Sædís. Sædís fékk nefninlega íbúð og við fórum að flytja hana. Á laugardaginn átti svo að hanga í búðum, mér tókst það sem ég ætlaði að gera (mjög ólíkt mér). Jóga bloggvinkona kom svo og stal mér um þrjú leytið og hún bauð í bíó á Yes man. Mjög góð mynd! Takk kærlega fyrir mig Jóga, það er alltaf gaman að hitta þig .
Hún keyrði mig til ömmu og afa, og þar beið ég eftir kvöldmatnum og mömmu og Sædísi. Amma mín er besti kokkur og bakari í heimi, ég get vel staðfest það. Hún bakaði franska heita súkkulaðitertu. Uppáhaldið mitt!
Kíkti í heimsókn með ljósmynd til hennar Friðdóru, sat þar og spjallaði við hana, sá litlu stelpurnar hennar og fullt af fólki! Fór svo heim eftir að mamma var búin að hringja tvisvar og athuga hvort ég væri nú ekki að fara að koma. Friðdóra gekk með mér...
Ég hef svosem varla mikið meira að segja.. er komin með leið á krepputalinu í fólki, það er farið út í öfgar að mér finnst. Maður opnar varla blað án þess að minnt sé á það..... ... fólk sko!
Æji knúsið bara hvert annað fyrir mig og þá verður þetta í lagi!
Á föstudaginn keyrðum við í bæinn, ég, mamma, pabbi og Sædís. Sædís fékk nefninlega íbúð og við fórum að flytja hana. Á laugardaginn átti svo að hanga í búðum, mér tókst það sem ég ætlaði að gera (mjög ólíkt mér). Jóga bloggvinkona kom svo og stal mér um þrjú leytið og hún bauð í bíó á Yes man. Mjög góð mynd! Takk kærlega fyrir mig Jóga, það er alltaf gaman að hitta þig .
Hún keyrði mig til ömmu og afa, og þar beið ég eftir kvöldmatnum og mömmu og Sædísi. Amma mín er besti kokkur og bakari í heimi, ég get vel staðfest það. Hún bakaði franska heita súkkulaðitertu. Uppáhaldið mitt!
Kíkti í heimsókn með ljósmynd til hennar Friðdóru, sat þar og spjallaði við hana, sá litlu stelpurnar hennar og fullt af fólki! Fór svo heim eftir að mamma var búin að hringja tvisvar og athuga hvort ég væri nú ekki að fara að koma. Friðdóra gekk með mér...
Ég hef svosem varla mikið meira að segja.. er komin með leið á krepputalinu í fólki, það er farið út í öfgar að mér finnst. Maður opnar varla blað án þess að minnt sé á það..... ... fólk sko!
Æji knúsið bara hvert annað fyrir mig og þá verður þetta í lagi!
Athugasemdir
Hæ Rósin mín það hafa nú fleiri en þú verið með letistopp, og sýnist mér nú á ritum þínum að nóg sé að gera hjá þér á næstunni.
veistu ég bara öfunda þig af því að hafa hitt hana Jógu hún er svo stórkostleg kona.
Farðu vel með þig skjóðan mín
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 17:22
Æji ég skl þig er svo löt sjálf Róssilki
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:17
Hæ skvís, ég skemmti mér bara vel í bíó! Fínt að eiga svona vinkonu sem nennir með mér á "ruglmyndir" sem maðurinn nennir ekki að fara með mér á. Þú ert nú svo prúð og augljóslega vel upp alin að það er bara gaman að vera með þér.
Ég roðna nú bara við orð Millu hér að ofan. .. en líka afskaplega þakklát. Væri íka gaman að hitta Millu og ég held ég verði bara að gera mér ferð til Akureyrar næst þegar það verður bloggvinahittingur þar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 19:44
Velkomin aftur dúllan mín. Mikið að gera hjá þér já framundan, og efast ég ekki um annað en það leiki allt saman i höndum þér . ;)
Guð gefi þér ljúfar stundir dúlla ;)
Aprílrós, 12.1.2009 kl. 20:47
Innlitskveðja
Ómar Ingi, 12.1.2009 kl. 20:50
Blessuð og sæl vinkona!!!!
Hvenær ætlar þú að koma og heilsa upp á hana Freyju litlu sætu????
Ég er alveg sammála þér með þetta krepputal, við vitum að það er margt ömurlegt búið að gerast en gleymum ekki að það að hafa góða heilsu er betra en 34 lottóvinningar og ég er líka á því að við eigum að knúsast meira og vera jákvæð....Bestu kveðjur og knús á þig þín Ragga
Ragga Rabbamamma!!!!! (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:04
Það er meira en nóg að gera hjá mér Milla mín! Ég var einmitt að koma núna af leikæfingu og er að borða fyrir framan tölvuna, fer svo beint í rúmið - enda þreytt og með hausverk!!
Jóga er algjört æði, ekkert minna en það allavega, þriðja skipti sem ég hitti hana og langt frá því að vera það síðasta..
Þetta er bara árið að steypast í okkur Langbrók!
Ég fer á allar myndir á meðan þær eru ekki bannaðar, þær eru leiðinlegar. Ég er líka rosalega feimin, þessvegna virka ég svona prúð - en þetta er alltaf að lagast! Og sömuleiðis!!
Ef þú ferð til Akureyrar tekurðu mig með, þá getum við sko aldeilis kynnst Millu og fleiru yndislegu fólki!!
Takk Krútta mín. Ég ætla að reyna mitt besta í öllu því sem verður mér fyrir höndum - reyna.
Sömuleiðis.
Thanks for the innlit Ommi, gaman að sjá að þú heitir Ómar Ingi, skrítið!
(Broskallarnir vilja ekki láta sjá sig hérna rétt fyrir ofan svo þið verðið að knúsa ykkur fyrir mig og þykjast sjá hjörtu og broskalla... :D )
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.1.2009 kl. 21:23
Ragga! Ég var svo lengi að svara að ég tók ekki eftir þér greinilega!
Ég kíkti á hana Freyju rúsínukrús áðan, aaaalgjör rúsína!! Elska svona litla hvolpa, en sá hvað Bjartur er svolítið mikið abbó..
Ég kem einhverntíma og tek myndir af þeim báðum, ótrúlega falleg bæði tvö...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.1.2009 kl. 16:37
Ljós og kærleikur til þín ljúfust mín
Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:56
Skil ekki hvernig þú nennir að vera að gera svona margt í einu, myndi sleppa því sem ég gæti! var að drukkna úr heimavinnu úr sögu og þýsku, en kláraði nú reyndar öll söguverkefni í dag, er núna að læra bara undir prófið sem er á morgun! Er orðin alveg kolrugluð af þessu öllu, farin að blanda saman þýsku og dönsku...
Eva (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:38
Gangi þér vel fröken stórleikkona!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 20:24
Sömuleiðis til þín Sigga mín
Æji ég reyni mitt besta, mig langar til að vera í leikritinu!!! og svo bara já, verður þetta svona! En Eva mín, að ruglast á dönsku og þýsu er of fyndið!!
Takk Jóga mín, en ég veit ekki með stórleikkona, er það ekki aðeins of vægt til orða tekið??
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.