26.12.2008 | 03:55
Aðfangadagur runninn upp og liðinn!
Hér sit ég, agalega södd eftir hátíðardagana, Aðfangadag og Jóladag, á fjórða tíma Annan í jólum, með pensla, striga og málningu fyrir framan mig. Enda er nóttin mitt frelsi til þess að hugsa, og framkvæma allt það listræna í mér, ef það er eitthvað.
Ég er afskaplega þakklát fyrir dagana tvo sem hafa liðið, Aðfangadagur var rauður, s.s. enginn snjór, og voðalega votur. Ég svaf lítið svo ég sofnaði sátt í gærnótt. Ég er rosalega sátt með allt sem ég fékk, og ótrúlega ánægð, þrátt fyrir það hve pökkunum fækkar með árunum þá verð ég alltaf afskaplega ánægð með allt sem ég fæ.
Eins og þeir sem þekkja mig ágætlega og reyndar ekki neitt, sjá mig bara, þá á ég lítið af fötum og því fékk ég að kynnast þessi jól að fólkinu mínu finnst það líka, enda fékk ég fullt af fallegum fötum, sem ég hlakka bara til að vera í!
Ég fékk fimm jólakort, og á örugglega eftir að fá fleiri, seinna bara. En ég er agalega ánægð með þau fimm kort sem ég fékk, enda þarf eins og ég segi lítið til að gleðja mig. Falleg kort og ég þakka kærlega fyrir mig, bæði fyrir kortin og gjafirnar, allt afskaplega fallegt.. Takk takk takk
Ég ritaði hérna niður örstutt ljóð, veit ekki hverskonar ljóð og hvort það sé flott, en ég breytti því ekkert en ég verð að birta það, enda kjörið þar sem ég er einmitt að mála!
Litir hafsins
litir himins
litir jarðar
sameinast allir í eitt málverk.
Gulur, svartur,
hvítur, blár,
grænn, rauður.
Upphafslitir alheimsins.
Hversvegna?
Enginn veit.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og eigið góða nótt - sjálf ætla ég að klára að mála!
Knús
Athugasemdir
Glðleg jól Rósin min.
Aprílrós, 26.12.2008 kl. 05:10
Jólin Rauða
Ómar Ingi, 26.12.2008 kl. 12:19
Það er lang best að hafa rauð jól. Gott að jólin voru góð hjá þér.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 26.12.2008 kl. 16:56
Gleðileg jól kæra frænka
Frábært að vita hvað þú ert glöð. Ég er líka alveg himinlifandi.
hafðu það áfram gott um jólin kæra
*jólaknús*
Helgan, 26.12.2008 kl. 17:07
Jólaknús
Svanhildur Karlsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.